27. des. 2003

So how do you like sIceland? The limbo between xmas and new years eve!

Argh....!
Alltaf jafn yndislega hressandi að NEYÐAST til að rífa sig ELDSNEMMA á fætur eftir jólasukkið... (þá meina ég át og svefnvenjur). Verð að koma mér í höfuðborgina eftir að hafa legið á spena í foreldrahúsum. Þarf að losa mig við eitt stk. rúm og græjur, síðan á smá æfingu með Angurgapa niðrí Stúdentakjallara og svo er afmælisteiti til höfuðs Söndru og AP á sama stað síðar í kvöld. Ætti að vera hressandi...! Svo á morgun um 14:00 leytið verð ég í Leifsstöð að ná í Sice. Sem verður ákaflega hressandi...!
Hvað á maður svo að sýna dömunni?????? Gullfoss?? Geysi (gay-si)??

25. des. 2003

Hátíð í bæ.

Þá er hún blessuð systir mín orðin léttari. Ég þar með orðinn móðurbróðir, foreldrar mínir afi og amma, og amma mín í móðurætt langamma. Allt að gerast. Frumburður systur minnar og mágs, leit dagsins ljós í gærkveldi (aðfangadagskvöld) kl 20:29. Allt gekk bara mjög vel og allir við hestaheilsu. Allt saman gott og blessað. Svo er bara að sjá hverjum kappin líkist þegar hann fer að taka sig saman í andlitinu.

Gjöfin í ár var semsagt pakkaður inn í systur mína..!!

Nú þar fyrir utan fékk ég; fatnað, eldhústæki og Simpsons á DVD. Mig vantar enn myndbands- og hljómflutningstæki. (hehe)

Annars vona ég að allir séu að njóta ljós og friðar.

Í spilaranum:

23. des. 2003

*geisp* HEY...!!! Alveg rétt... jólin bara handan við hornið...!

Það er nú bara letin sem ræður ríkjum hérna megin. Samt er nú alltaf verið að nördast eitthvað.

Annars langaði mig nú bara að óska ykkur gleðilegra jóla með laginu “Jólaljósin skær” í flutningi bassaleikarans góðkunna Jakobs Smára Magnússonar af plötunni “Bassajól”. (Nappað af Jon.is)

Ég heyrði fyrst af þessari hugmynd (um að gera bassajólaplötu) í þætti á Rás 2 (að líkindum sumarið 1995) þar sem Sniglabandið var að leika óskalög í beinni útsetningu. Bassaleikarinn var Jakob Smári og þegar hann var kynntur þá hafði einhver (líklega Pálmi Sigurhjartarson, sá er sér um slaghörpusláttur, samþeytun og söng) á orði að Jakob ætlaði að taka þátt í jólplötuflóðinu um næstu jól með plötunni “Bassajól”. Svo var hlegið vel og lengi.....!!!

En öllu gamni fylgir alvara!

Vel á minnst þá hef ég barasta ekki heyrt jólalag Sniglabandsins “Jólahjól” í aðdraganda komandi jóla...!!! Hvað er að gerast...??? (Kannski er heilinn í mér hættur að meðtaka lagið...)

Gleðileg jól.

21. des. 2003

Ísland er land þitt...!

Lauk við jólagjafakaupin í Kringlunni í gær. Tók svo sem ekki langan tíma, þar sem að sökum bágs efnahags verð ég að láta jólagjafakaup vera í lágmarki í ár, nánustu fjölskyldumeðlimir fá pakka.. and that's it!!

Fór og heimsótti mína óléttu systur (í dag, sunnudag) . Ég hafði veðjað að kúturinn kæmi í heiminn í dag, á fæðingardegi föðurafa okkar, Brynjúlfs Eiríkssonar. En svona er þetta, stjörnurnar láta stundum bíða eftir sér.

Hélt svo upp í Borgarnes. Gekk ansi stirðlega sökum afleits ferðaveðurs, fyrsti gírinn og "hazard" ljósin voru óspart notuð..! En slapp með skrekkinn...! Svo er nú það... !!

20. des. 2003

Jólahvað....! Reykjavík: Bump City!

Á föstudagskvöldið var jóladjamm nemendafélags FÍH haldið í Stúdentakjallaranum. Ansi fámennt svona framan af. Fullt af liði engu að síður sem ég hef ekki séð í langan tíma. Annars byrjuðum við frekar snemma að grípa í hin ýmsu hljóðfæri, sérlega hressandi. Sumir fóru heim eða eitthvað annað eftir að kjallaranum var lokað. Ég fór ásamt Agli og fleirum í Hressingaskálann og síðar á Grand Rokk. Sem var bara ágætt. Svo var bömpað fram eftir nóttu a.m.k. var Dagurinn sofnaður... or was he...?!?!?

18. des. 2003

What the fuck..!

Mér leið nett eins og ég get ímyndað mér að alzheimersjúklingum líði í gær þegar ég var að koma hlutum á sinn stað heima hjá mér í gær. Fæst var á sínum stað og þurfti aðeins að leita og klóra sér í kollinum yfir öllu saman.. en hafðist á endanum.
Í dag fór ég í heimsókn í vinnuna mína í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, hitti suma ekki alla eins og gengur, allt við það sama þar á bæ. Upplagt að nota tækifærið og þakka Róbert Þórhallsyni fyrir að hafa leyst mig af í haust. Um fjögurleytið fór ég síðan á æfingu með Angurgapa (í fyrsta sinn ca. 4 mán.). Fókusinn var forpróf Sigurðar Þórs Rögnvaldssonar gítarleikara, til burtfaratónleika frá F.Í.H. Þannig að við spiluðum bara lög eftir hann, tvö sem ég hafði ekki séð áður. Gaman að sjá vitleysingana aftur!!
Um kvöldið kíkti ég á seinna settið á tónleikum H.O.D. ásamt Jóel Pálssyni á Kaffi List. Kröftugir og hressir að vanda drengirnir. Hin besta skemmtun!
Kláraði að horfa á “Standing in the Shadows of Motown” DVD diskinn áður en ég hvarf í draumaheiminn.. fín heimildarmynd um þá Funk bræður. Ætti að vera skyldu áhorf í Rokksögu upp í FÍH.

17. des. 2003

Salt í grautinn... eða sárið...!

Ég hef svona í gegnum tíðina ávallt reynt, eftir bestu samvisku og getu, að fá sanngjarnt kaup fyrir þau störf sem ég tek að mér. En það er alveg ótrúlegt hvað tónlistarmenn sem spila á pöbbum/veitingahúsum/”hvar-sem-er” þessa lands sætta sig oft á tíðum við lélegt, ef þá nokkuð kaup. Sumir taka það út í formi matar og/eða drykkjar, og þá oftast með álagningu staðarinns. Sumir eru tilbúnir til að gera allt fyrir lítið sem ekki neitt... kannski fyrir meinta “frægð” eða athygli, loforð um eitthvað meira, “ef þú gerir þetta fyrir lítið/frítt!”. Menn eru oftast nær að skjóta sig OG kollega sína í fótinn, ef ekki mikilvægari líffæri. Birgir Baldursson trymbill er með skemmtilega góða samlíkingu á síðu sinni. Ef þið eruð í vafa um hvað er ásættanlegt, þá má hafa þetta til viðmiðunnar...!

Í spilaranum núna: Tower Of Power - Tower Of Power.

16. des. 2003

Legið í­ leti.

Maður er nú barasta búinn að liggja í leti í dag, spjalla á messenger, drekka kaffi og almennt letibikkjast. Var að hlusta á Havana með Tómasi R. Einarssyni í dag. Fínasta plata. Fer vel með íslensku skammdegi og regni.

Keypti mér annars DVD í fríhöfninni ytra í gær. Það var heimildar/tónleikamyndin “Standing in the Shadows of Motown”. Mynd um þá tónlistar menn sem unnu hörðum við að spila í hljóðveri Motown plötuútgáfunnar. Sumir þessara manna spiluðu inn á fleiri lög sem náðu toppi vinsældarlistanna, heldur en The Beatles, The Rolling Stones, The Beach Boys og Elvis Prestley samanlagt...! Geri aðrir betur. Verð að bíða með að glápa á hana uns ég kemst í tæri við DVD spilarann minn.

Í spilaranum núna: Heartcore - Kurt Rosenwinkel

15. des. 2003

Home sweet home..!

Jæja þá er maður kominn heim í heiðardalinn, kominn heim í frið og ró.

Dagurinn var tekinn sérlega snemma í morgunn. Klukkan var stillt á 04:50 og skömmu síðar skriðum við Sice á lappir eftir stuttan nætursvefn. Það verður nú að segjast eins og er að maginn var nú ennþá hálf aumur eftir átök gærkveldsins. En ei dugði kvabb og kvein. Hafragrauturinn fór sína leið. Nú svo var það strætó á lestarstöðina. Djöfull var kalt eitthvað, örugglega kaldasti morgunn sem ég hef upplifað í Århus! Svo dottaði maður í lestinni. Allt gekk stórtíðindalaust fyrir sig. Það sama má segja flugvallarhlutann og flugið. Voða huggulegt allt saman.

Það var náttúrulega ljúfsárt að kveðja Sice, en hún kemur nú fljótlega! Í gærkveldi kvaddi ég svo helstu vinina á kollegíinu.. Signe, Lailu og Nis, fyrst og fremst og Vado. Hefði nú átt að grafa upp a.m.k. Lene og Tinu, taka í spaðann á Ebbe, Mariu og Louise. En hey maður var eitthvað annars hugar..!

Svo var náttúrulega gaman að sjá fjölskylduna aftur, systir mín er u.þ.b. að springa af óléttu, allir hressir og kátir.

Hmm!!! Vel á minnst, þá er Og Vodafone simkortið komið í .. þið munið 699-4146. Vinur dagsinn er Siggi Rögg. fyrstur til að heyra í stráknum! Annars held ég að næstu dagar fari í hvíld, taka upp úr töskunum og koma sér fyrir. Vistarverur mínar í Skeiðarvoginum voru teknar í gegn á meðan ég var úti, málað og ýmislegt fleira. Ég þarf að koma hlutum á sinn stað á ný..!

Svo er að hætta að hugsa á ensku þegar ég held ég þurfi að tjá mig..!. Stóð sjálfan mig að því að spyrja múttu að einhverju minni háttar... á ensku yfir imbanum..! Hmm!!
Fyndið..!

14. des. 2003

Stadid á blístri..!

Í gær var "julefrokost" + kvedjuteiti til höfuds mér og Jette. Hefdbundinn danskur matur og nóg af honum... ég lagdi til heimalagadann Toblerone ís... mmm...!! Jesper fékk ad koma sem gestur og var þad barasta hid besta mál.. hann kom med 23 ára gamalt romm frá Guatemala.. ansi ágætt..! Annars var þetta barasta huggulegt svona frameftir, svo læddist partý stemmingin smám saman yfir, allt í hófi svo sem ...! Morten Bruun, HC og Mark (básúnu/píanóleikari/söngvari), kíktu svo á kallinn.. Morten kom fyrstur eftir ad ég hafdi talid á hann á ad koma, var eitthvad slappur kallinn..! Hann fór líka sídastur um kl þrjú sídegis.. svaf í eldhúsinu.. sem var reyndar í ALGERU MESSI.. þad voru bókstaflega tómar flöskur allstadar þar sem hægt var ad leggja e-h. frá sér..! Annars var þetta bara stud og allir í sleik..!

Í dag lauk ég svo vid ad pakka nidur og þrífa. Svo fór ég ásamt Jesper og Sice nidrá veitingastadinn Italia , þar sem vid átum á okkur heilaskada..! Forrétturinn var ein ferd á hladbordid, svo var adalréttur, nautaeitthvad og ís á eftir.. Helvíti gott allt saman... !

Svo er bara spurning hvort ad þad taki því ad leggja sig ádur en ég þarf ad halda í hann til Køben. Lestin fer 06:30, flugid 12:05, lendi 14:15.

Hmm..!!
Jæja hlakka til ad sjá alla hressa og spræka á skerinu...!

13. des. 2003

Chips anyone!!!

úppssí..! Fór víst ekki heim alveg um leid í gær...! Var gabbadur nidrá Fatter Eskil...! Hékk þar adalega til ad stydja Morten...! En svo voru náttúrulega allir þarna!! *geisp* Hmm!! best ad reyna ad chilla adeins fyrir næsta geim...!

-Geimkúrekinn.
hmm... meiri dagurinn .. flensan tekur sinn toll..! Ég fór engu ad sídur mína seinustu ferd nidrí skóla í dag.. reyndi ad "seifa" öllu sem ég hafdi unnid ad.. held reyndar ad ég hafi gleymt einhverju...! Hjóladi sídan sveittur heim í frostinu med kvefid..! Ekki alveg málid..! því næst hélt ég rakleidis nidrí Musikhuset med Sice til ad sjá Big band DJM spila lög Graham Collier í hans eigin útsetningum..! Skemmtilegt stöff. .. ég tjattadi vid Graham (sem er reyndar snar rangeygdur, fyrrum bassaleikari og trompet sleikjari..!!) og keypti einhvern 2cd af honum..! Svo fórum vid, Morten, HC, Jacob D, og Jesper á einhvern Fredagsbar,...! Drukkum smá... svo fórum vid heim til mín og eldudum okkur hressandi málsverd. Kærustuparid Mette og Espen slógust í för. Btw. Ég sá annsi hressandi saxafón dúett í big bandinu,. Mette (alto) og einhvergella á bariton., ad spila öskrandi free jazz á móti hvor annari ,, YEAH...!!! Nú eftir málsverdinn fórum vid nidrí klassískudeild DJM í jólapartí og hmm ég er thar enn.. DJin var snilld.. en best ad halda heim og safna kröftum fyrir morgun daginn.. !!!

12. des. 2003

þrífi, þrífi, pakki nidur!

Er búin ad standi í þrifum á vistarverum mínu, og svona gróf pakka nidur í leidinni..! Allt ad gerast..! Fékk líka smá adstod..!

Hmm?!?! Hvada hressi gaur var ad leita ad rössum..?? Fann thetta á njósnavélinni.

Er ekki annars allir í studi????!!!!

11. des. 2003

Thank you mr. Vuust.

Brá mér heldur betur bæjarleid í dag.. fór og heimsótti Peter Vuust á heimili hans.. hressandi hjólreidartúr upp á ca. 6 km.

Vid byrjudum á því ad fá okkur kaffi og med því .. ég átti nú von á því ad hinn nemandinn hans, Morten Brøndlund, yrdi á svædinu.. en hann lét ekki sjá sig...!
þetta var bara mjög huggulegt. Vid spjölludum um heima og geima, heilarannsóknir, ættfrædi, kennslu, vedrid og svona ýmislegt...! Svo héldum vid til vinnustofu hans. Kíktum á hvada forrit hann notar og svo sýndi hann mér mp3 safnid í tölvunni sinni og leyfdi mér ad hlusta á ýmislegt.. sem tengist t.a.m. því sem vid höfum verid ad ræda um...! Svo í restina þá kynnti ég hann fyrir Transcripe! Og hann brenndi fullt af diskum frá mér, adalega Jaco Pastorius og svo Eftir þögn...!

En Peter Vuust er gull af manni og drengur gódur, og er vel med á nótunum...!

Thank you Peter!

10. des. 2003

The secret son of Sean Connery...?!?!


Borgnesingurinn Ríkharður Harðarson úr Þotuliðinu.

..hmm?!? madur sér suma ekki í ..?? nokkur ár..! og þeir bara breytast.. skondid..!! Afhverju dettur mér Sean Connery í hug..!?!?

Goodbye mr. Esbjerg... Have a nice life..!

Var ad koma úr uppbótar píanótíma hjá Hans Esbjerg. Vid hlustudum á upptökuna af lögunum mínum frá Musikcaféen. Vorum svo sem ekkert ad kryfja lögin neitt.

En hér eru nokkur ”comment” frá Hans:

Gordian Knot: ”.. it sounds good, really nice (eda eitthvad í þá áttina). Svo var hann hrifinn af því hvernig laglínan í ”B” endar í seinna skiptid.

You Turn: ”This is beautiful..! (þetta lét hann út úr sér á medan bassa og trompet dúettinn var í gangi.

Fridur Sé Med Ydur: ”Looks complicated.. (horfandi á nóturnar..!), svo gerdi hann athugasemdir vid rhythmana (of course..!), ”Good riff..” (5/4 riffid undir trompet sólóinu). Svo glotti hann eftir endirinn..!

Gengid á Gufunum: ”Nice chords..” ”I think the melody in ”A” is stronger, but maybe it’s because they aren’t playing it right in ”B””

Því næst spiladi hann sum lögin á flygilinn.

Þad hefur eflaust verid fyndid ad sjá mig.. brosandi út ad eyrum eins og fífl..!
Afhverju..!?! Nú hann spiladi t.d. Gengid á Gufunum (solo piano) og satt best ad segja þá fannst mér þad hljóma helvíti vel hjá kallinum. Einnig gaman ad heyra ad lagid virkar þannig.

Svo spiludum vid You Turn saman. Og tókum sitthvort sólóid.. ég hef reyndar aldrei prufad ad spinna yfir lagid ádur… ekki hann heldur reyndar.. en hann hljómadi þó mun betur ad mínu mati .. ;)

Alltaf gaman ad heyra álit..! Annars fannst honum hljódpælingar gítarleikarans skemmtilegar, þó honum fyndist hann ekki vera sterkur sólisti.

Þannig var nú þad..!

Nú svo kvöddumst og óskudum hvorum ödrum gæfu og góds gengis.

The Go Go Groove!

Talandi um groove...
hér er frædandi grein og dæmi um "Go-Go groovid".

Hér er hægt ad hlusta á... "One of the earliest instances of the go-go groove shows up in the ’70s with Grover Washington Jr.’s soul-jazz classic “Mr. Magic.” While the smooth-as-silk performance is a far cry from go-go’s raw energy, the main groove influenced much of what developed in the ’80s" ...!!!

Hérna er einnig eitthvad "groove stuff", þarfnast þó "Real Player".

Góda skemmtun!

9. des. 2003

The (Last) Goodbye Party!

Next saturday at 21:30 @ Børglumvej 2, 3.3, 8240 Risskov. Who's coming..??

Dagur 2 í slappleika...

*sniff*

tja... ekki er madur til í tuskid í dag. Slappleikinn er med mesta móti.. Hef hangid á kollegíinu og verid ad bølva því ad internetid hefur ekki verid til stadar til ad minnka leidindi mín..! Étid hvítlauks samlokur og drukkid engifer te..! Ekki svo slæmt..!

Hmmm?!?!

OK...! Getidi hver keypti flugmida til Íslands í gær... flýgur 28. des...!!

8. des. 2003

*hnerr* *hóst* *sniff*

þá er söngnámi mínu opinberlega lokid, og þvílíkur endasprettur.. fékk þetta líka ædislega hressandi kvef beint í æd frá Sice..! þannig ad söngur er svona ekki alveg þad fyrsta sem madur vill gera í því ástandi...! En engu ad sídur..! Nú og svo ad viku lidinni verd ég í háloftunum á leid heim..! Hressandi.. !

Í gær var annars SUNNUDAGUR hinn ógurlegasti. Madur var svo sem ekki til stórrædanna, þrælkvefadur... gerdi mér þad helst til dundurs ad éta ristad braud med hvítlauk og drekka engifer te (med ferskum engifer), jafnframt því ad ræda um tilvist guds og hvad gud væri, og þar fram eftir götunum, vid Vado, nágranna minn...!

Svo var lítid matarbod hjá Nis á hædinni fyrir nedan og ad sjálfsögdu voru Signe og Sice líka ásamt mér..! Einhvers konar kjúklinga karrý súpa .. mjög fínt allt saman...
því næst var horft á "Almost Famous".. ég hló ekki alveg jafn lengi núna ad því þegar stelpan hljóp á vegginn og ég gerdi þegar ég sá myndina fyrst.. fyndid engu ad sídur..! Gott kvöld..! semsagt.. ;-)

6. des. 2003

Heldur betri...!

ough.. er svo saddur ad ég gæti kúkad og farid ad sofa..!
Fór í ferdalag um kl. 15:00 ásamt sagnfrædinemanum unga...! Strætó var tekinn í ca. 45 mínútur (define hell..!!.. nei bara stud) og var ferdinni heitid í eitt af úthverfum Århus til ad berja augum t.a.m. "mýramanninn" (hehehehe.. nei ekki pabba..!) heldur gamalt uppþornad líka sem fannst í einhverji mýri.
Ferdin tók svo hressilegan tíma ad þad var búid ad loka safninu þegar vid komum á áfangasta...! Nú þá var svo sem ekkert annad ad gera en ad rölta um skóginn í froststillunni og ljósaskiptunum... og var þad bara hin huggulegasta stemming.. tunglid nánast fullt, gott ef ekki...!
Vid sáum t.a.m. endurgerdann bæ frá járnöld, um þad leyti var nánast ad verda myrku, þid röltum samt lengra, og var ákvedid ad mínu frumkvædi ad rölta ad einhverri ljósaþyrpingu sem sást í gegnum skóginn... þar reyndist vera einhverskonar gamalt vatnsmyllu húsaþyrping.. sem núna gegnir hlutverki veitingastadar... okkur datt í hug ad fá okkur kakó eda eitthvad.. og héldum inn í þennan forna bæ, nei þeir áttu ekki kakó, en jólaglögg.. hmm!?! ok .. og þvílík sætindi .. ég meina sykur drulla...! hmm! eftir sykursjokid hálf hlupum vid til ad ná strætó til baka..

þegar heim var komid eldadi ég "death by garlic" kjöt + grænmeti + tonn af hvítlauk... og hvítlaukspasta og raudvín..! Signe, Nis, Laila og Sice nutu góds af...!

þad stefnir icecream og eitthvad .. kvikmyndaahorf...!

Heldur betur..!

Brakandi gott vedur í gangi hérna meginn.. sólskin og hægur andvari (geri ég rád fyrir).. og gott ef madur skelli sér ekki bara í göngutúr..!

5. des. 2003

English please....! The Vuust Comments... !!

Now since I've spent some time translating Peters Vuust comments, about my concert on the 18th of november, for saxist Morten Bruun.. I might as well publish it here ... so here it goes again..!

"Gordian Knot" Peter thinks that the bass ostinato shouldn't be so "much used" in the head, (I don't agree ) and he thinks the small fills I did on the Ebmaj7 chord should be different... more simple... (I kinda not agree... I think the fills are simple and melodic.. but I got his point..). He liked the collective improv from HC & Morten (I totally agree) and he also liked my palm-mute bass solo...! He made a comment on how I re-entered with the bass ostinato for the out head.. (I agree, it was a bit of a fuck up/mess.. without being a disaster)..! Then he made several suggestions about what could be done in the solo part (comping)... and to be honest he said nothing new, nothing that I haven't tried at some point .. I have played this song with many musicians over the last few years.. and the main thing is to keep the solos OPEN.. anything can happen, and I'll be damned if lot's of things haven't happened already.. damn..!!!

"You Turn".. Peter and I both agreed on that, the bass and drums are kinda not in the same groove (in the A part) (bass being to pushy (I guess) and drums perhaps more relaxed (maby thinking in different tempos to begin with)) .. (I'm not that happy with the bass groove in "A" anyway, might need improvement)...! Peter thougt HC was doing very good things in his solo (totally..!! ;) ...) he also liked the trumpet & bass duet (bass with chords + trumpet solo). But the groove needs to be improved..! And we agreed that the slide guitar stuff was SO not happening for the song...!

"Friður Sé Með Yður". Well Peter didn't say much... but it's very obvious that the rhythms are a bit too unaccurate.. the triplets are almost 16th notes..! wich is totally another thing...! Then there were a few "income" mistakes... like the guitar after the sax solo...! But lots of fine things going on though...!

"Gengið á Gufunum". Well here we both agreed that in this song the band was at it's best...! Peter thought the groove was strong and he also likes the composition. I think Mortens solo is very good, I enjoy it and think it fits the mood totally..! Peter also thought that the free improv section was very good, some bass stuff he really liked, and HC very cool...!.. the original idea with the free section was to go from "tranquility" to "total caos"... wich ends with the bass doing a part of the original bassline, twice, the second time the bass should be totally alone .., and then TOTAL silence before the melody comes again... in my humble opinion it went very well...! The "blowers" got the idea to displace the melody in the "B" part.. interessing effect... specially in terms of their use of dynamics and how the are not together (so to speak) in their frasing, and time..! (kinda Don Cherry / Ornett Coleman effect...!!).. but I think I'll prefare that the melody is played as written in "B", and the displacement could then be used when "B" comes again in between sax & trumpet solos...!

Overall Peter said that there was character and personality in the compositions and the arrangements (wich I take as a high compliment..!), He would like to hear more use of dynamics and more contrasts between playing little and much (hmm...!?!). He also thought the bass sound was exeptionally good...!!, Nice to hear that.. thank you.. :) I'm very pleased with drummer Søren playing and his personality.. I would very much like to play with him again, same goes with the rest of the band...! Anytime man..! But the rehearsals with the whole band were only two.. and this was the first gig.. so ofcourse there is room for improvement... for everybody!

Hope that this makes sense...!


Sigurdór.

4. des. 2003

Groovin on the grid...!

Nú en ég var í­ tí­ma hjá Peter Vuust sem svo oft ádur á fimmtudagssí­degi hér í­ Árósum. Ég bad hann endilega um ad skjóta á mig fleiri rhythmískum groove æfingum... ekki vandamálid..!
þær voru þannig..:

Æfing í­ 12/8:

1. hendur: // H V H / V H V / H V H / V H V //
fætur:....// H......./ V......./ H......../ V.......//

2. hendur: // H V H / V H V / H V H / V H V //
fætur:....// V......./ H......./ V......../ H.......//

3.
hendur: // V H V / H V H / V H V / H V H //
fætur:....// H......./ V......./ H......../ V.......//

4. hendur: // V H V / H V H / V H V / H V H //
fætur:....// V......./ H......./ V......../ H.......//

Hér á fókusinn ad vera á ad: 1) halda gódu "tæmi", 2) vera afslappadur..! ... Taktmælir kemur ad sjálfsögdu ad gódum notum..!

5.) Æfa 1 -4. ;-)

6.) skipta á milli: æfinga... t.d. 1 og 2 (einn takt hverja) og 1 og 3, o.s.frv.

7.) bæta vid talningu ( 1 2 3 4 )

8.) hér er hún

9.) gera æfingu nr. 8 med atridum 1-4

10.) gera æfingu nr. 8 líkt og í nr. 6.

Einnig ræddum vid um hlustun og áhrif hennar á ... tja.. ýmislegt.. groove og ad tileinka sér einhvern stíl..!! Hann mælti med ad gott væri ad taka fyrir stutta hluta af /sólóum / groove / eda hverju sem er, og gjörsamlega negla þad... skrifa nidur jafnvel.. en fyrst og fremst ad vera med línuna alveg "down" nidrí smædstu einingar (DNA ...hehe!!), núansa og fraseringar e.t.c. .. hljómar kunnuglega... ;) ég mæli med Transcripe!.


jahá takk fyrir og gódar stundir...!

48 Hours Reykjavík: The Best of a City in Two Days ... nefnilega þad...!

Nú skömmu ádur en ég hélt á vit ævintýrana hér í Danaveldi, þá spiladi ég á tónleikum med félögum mínum i hljómsveitinni Angurgapi á "Café Culture" vid Hverfisgötu... þar var staddur bladamadur ad nafni George W. Stone frá tímaritinu NATIONAL GEOGRAPHIC TRAVELER, hann minnist lítillega á Angurgapann í grein sinni..!

Hér er annars klausan :

NIGHTLIFE

Reykjavík means "smoky bay," an appellation that goes undisputed by puffing locals. If you can take the smoke, there's a lot of fire to the city's weekend scene. At Café Culture, I heard Angurgapi, a hip jazz fusion band. "The city has a great vibe," guitarist Sigurdur Rognvaldsson tells me. "I go to Dillon, a cozy bar where the DJ, Andrea Jonsdóttir, plays '70s rock." Reykjavík is celebrated as a hothouse of modern music, and the city's futurists converge on NASA disco. Cooler heads cruise around pubs such as Prikið or Kaffibarinn; the former is mellow, while the latter brims with Icelandic intrigue.

Hressleiki um nótt...!!

Hmm!?! alltaf stud ad þvo þvottinn sinn um midjar nætur...!! En ad ödru.. grasid er ennþá grænt í danaveldi...! hvernig er stadan á skerinu..?

3. des. 2003

Pianoman ... NOT...!

Nú held ég ad herra píanókennari, Hans Esbjerg, sé búinn ad gefa upp vonina á ad íslenski skiptineminn verdi nokkurn tímann notahæfur píanó"eitthvad"....! þannig ad í næsta (seinasta b.t.w.*) tíma, tek ég bassann med og lögin mín og vid.. tja .. djömmum á þeim ... loksins eitthvad af viti ad gerast.. ;-) ....!!


* by the way = vel á minnst

2. des. 2003

Ég spiladi í gærkveldi á haust-annar tónleikum rhythmísku deildar DJM.. stemmingin var nokkud afslöppud og öll böndin sem ég sá voru bara helvíti gód.. "more or less" .. Samspilshóp Møller gekk barasta mjög vel.. ef frá er talid bassatrommu flakk, þá meina ég í bókstaflegum skilningi ekki tónlistarlega séd...! Hresst og ad sjálfsögdu komu dömurnar frá kollegíinu og studdu sinn mann. Annars er þessi dagur búinn ad vera hálf vafasamur... hradbankar hafa t.a.m. verid sambandslausir vid Ísland. a.m.k. annan daginn í röd..! En ég á von á ad þessi dagur endi jafnvel og hann byrjadi...!

1. des. 2003

All You Need Is Love / Staying Alive

Í dag er alþjódlegi alnæmisdagurinn. Í tilfefni þess skora ég á alla sem hafa einhverntíman stundad óvarid kynlíf, þó ekki sé nema einu sinni, ad skella sér í tékk... elskid adra og sjálf ykkur.. sýnum ábyrgd...! Hver nennir ad hafa klamydíu, lifrarbólgu C, HIV og fleira gódgæti á herdunum...! ad sjálfsögdu er regngalli gódur...!
Í dag, 1. desember, hefdi Jaco Pastorius ordid 52 ára. Til ad fagna því er hressandi hljóddæmi hér..!
Hugsum vel til afmælis barna .. einnig er Rás 2 .. tvítug í dag... ég man vel þegar stödin var ad fara fyrst í loftid..! Stemming..!
Ekki var heilinn á mér eda raddböndin í miklu studi fyrir söng og húllúmhæ í hádeginu...! Svo held ég einnig ad þad sé óheilla vænlegt fyrir svona sturtusöngvara eins og mig (syng reyndar frekar í bílnum... minni hætta á drukknun..!).. ad vera ad syngja med og hlusta á live upptöku af laginu sem er í vinnslu... í annari tóntegund og söngvarinn (S. Wonder) improviserar hér og þar .. stemming..! Djöfull vantar mig ad hafa Transcripe! á hradbergi...!

30. nóv. 2003

Gerdi mér hjólreidatúr í skólann, vedur er vott, súld...! En þad er nú bara hressandi.. er ad æfa píanó lufsuna..! Best ad halda áfram svo madur nái í rassgatid á kvøldinu... eda var þad øfugt..?!?

Ekki má gleyma hressleikanum á morgun:

DET JYSKE MUSIKKONSERVATORIUMS RYTMISKE AFDELING I ÅRHUS PRÆSENTERER:

RM-Kaleidoskop
på VoxHall mandag den 1. december 2003 kl. 19.00-23.30

De studerende ved Det Jyske Musikkonservatoriums RM-uddannelse i Århus (RM = Rytmisk Musiklæreruddannelse) afholder deres halvårlige semesterafslutningskoncert, kaldet RM-Kaleidoskop. En række ensembler spiller på VoxHall (Vester Allé, Århus) mandag den 1. december 2003. Vi starter kl. 19.00 og slutter ca. kl. 23.30. Entréen er kr. 40,-.

Genren er rytmisk musik i bredeste forstand. De studerende er blevet undervist af Jakob Elvstrøm, Per Frost, Butch Lacy, Morten Lund, Per Møller, Peter Seebach og Christian Vuust.
Hef verid ad æfa rhythma æfingarnar frá Peter Vuust.. þetta er, þrátt fyrir ad hljóma audveldlega, ekkert of audvelt... t.a.m. ad skipta milli tríólu og 16parta án þess ad hægja þegar madur skiptir yfir í tríólu og hrada þegar madur skiptir yfir í 16parta.. ég hef verid ad æfa þetta med taktmælinn stilltann á 50 bpm... langtíma verkefni.. en þetta er ad ég held soldid eins og ad hlada batterí .. mikill tími í upphafi en svo þarftu minni tíma til ad halda þessu vid eftir ad madur hefur nád tökum á hlutnum...!
Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Siggi, hann á afmæli í dag... hann er (ömm .. ?) tuttugu og þriggja ára í dag...! Hann lengi lifi.. húrra, húrra, húrra, húrra...! vei.. klappiklappiklapp..!

29. nóv. 2003

jammsí...! þad var karíókíkveld hér nidrí Smutten í gær...! Sándid ömurlegt... enginn var gódur.. og allt bara eins og þad er venjulega á karíókí skemmtun.. NEI ég söng ekki...! Svo fór ég vid annan mann nidrí bæ og kíkti á einhverja stadi .. lágmarks peningaeydsla.. sem betur fer...! þannig er nú þad ... o sei, sei...!

27. nóv. 2003

Víííííííííííííí....!!! Fullt af djúsí myndum komnar inn... hér og hér...! Kellingar og rassar...!
Well, well...!
Var ad koma úr tíma hjá Peter Vuust. Málefni dagsins var tónleikarnir þann 18. nóv. sídast lidinn...! Eins og ég bjóst vid þá segir hann þad sem honum býr í brjósti..! Sem er hid besta mál...!

Lag eitt "Gordian Knot".. honum fannst ad ég ætti ekki ad spila ostinatoid svona mikid í headinu, þar er ég algerlega ósammála... og honum fannst ad fillin mín á Ebmaj7 hljómnum ættu ad vera ödruvísi... einfaldari... er eiginlega ekki sammála.. finnst þau frekar einföld og melódísk.. en ég skildi þó punktinn.. hann fíladi vel sameiginlega sólóid hjá HC og Morten (algerlega sammála) og einnig var hann hrifinn af palm-mute bassa-sólóinu mínu...! Svo gerdi hann athugasemd um hvernig ég kom inn med bassalínuna aftur.. og þar er ég sammála honum, hálf klúdurslegt hjá mér... án þess ad vera stórslys..! Svo kom hann med ýmsar tillögur ad hvad mætti gera í sólóhlutanum (undirspil)... og satt best ad segja þá kom nú ekkert nýtt fram .. ég hef spilad þetta lag í nokkur ár med ýmsum spilurum.. og adalmálid er ad hafa sólóin opin.. allt getur gerst og gott ef ekki margt hefur barasta gerst...!

Lag tvö "You Turn".. þad sem vid vorum sammála um hér var hversu "ósammála" ég og trymbillinn voru í groovinu.." Ég var heldur ekki ánægdur med hvernig bassalínan í "A" hlutanum var ad gera sig.. þarf ad laga hana eitthvad...! Honum fannst HC vera ad gera góda hluti í sólóinu og hann (Peter) var einnig hrifinn af dúettnum (bassi med hljóma og trompet sóló). En þad sem þarf ad laga hér er grúfid..! Já og svo fannst okkur gítarleikarinn einstaklega smekklaus í laglínunni í lokinn...!

Lag þrjú "Friður Sé Með Yður". Hann sagdi svo sem ekki mikid ... en þad leynir sér ekki ad rhythmarnir eru ekki nógu nákvæmlega spiladir.. tríólufílid er eiginlega ordid ad 16parta dóti..! sem gerir allt annad...! Svo voru nokkur "innkomu" og "mess" mistök sem skrifast ad mestu á gítarleikarann...!

Lag fjögur "Gengið á Gufunum". Nú hér vorum vid sammála um ad bandinu hafi tekist hvad best upp... Peter fannst grúfid sterkt og hann er einnig hrifinn af lagasmídinni. Mér finnst Morten einnig mjög flottur í sínu sólói...! Peter hrósadi einnig fyrir free kaflann, einhverjir bassasprettir sem hann var ánægdur med og HC flottur .. annars var hugmyndin í free kaflanum ad fara úr "rólegheitum" yfir í algert "caos"... sem endar svo á því ad bassinn spilar hluta af upphaflegu bassalínunni tvisvar.. og í seinna skiptid ætti bassin ad vera algerlega einn, og svo alger þögn fyrir innkomu laglínunnar aftur... ad mínu mati tókst þetta mjög vel...! Annars tóku blásararnir upp á því ad "displeisa" laglínunni í "B" kaflanum.. athyglisverdur effect... sérstaklega med tilliti til dýnamík og hversu "ósammála þeir voru á köflum í "tæminu" (n.k. Don Cherry / Ornett Coleman effect...!!).. en eftir á ad hyggja hefdi ég frekar viljad ad þeir spiludu "B" eins og hann er skrifadur, og kæmu med "displeisid" þegar "B" kemur aftur milli saxafón og trompet sólóana...!

þad sem Peter sagdi um heildina var t.d. ad þad væri karakter og persónuleiki í tónsmídunum og útsetningunum (sem ég tek sem MIKLU hrósi), hann vill sjá meiri notkun á dynamik og meiri kontrasta milli þess ad spila lítid og mikid (hmm...!?!). Einnig fannst honum ég hafa einstaklega gott "sound"...!!, gaman ad heyra þad.. :) mér fannst hann næstum því oflofa...! Hmm?!?! En honum fannst alveg vera spurning hvort ég hefdi notad rétta trymbilinn.. hmm! ég er a.m.k. mjög ánægdur med leik Sørens.. og ekki má gleyma því ad æfingarnar med fullskipudu bandi voru bara tvær.. og þetta var fyrsta gig.. og sem betur fer er "room for improvement" hér og þar...!

26. nóv. 2003

"After silence, that which comes nearest to expressing the inexpressible is music."
-Aldous Huxley
þad er búid ad vera MASSA þoka hér í Århus/Risskov í dag... skyggni ei ágæt... þad er búid ad létta til .. en í stadin komid hid ágætasta myrkur...! Ég hef haldid mig innivid í dag, verid ad gutla vid ad hnoda einhverju saman... vodalega "melankólískt" eitthvad...!

25. nóv. 2003

bíddu vid og mig á ad langa heim...?!?!?!
þá er seinasa samspilsæfingin hjá Per Møller farin út í eilífdina...! Tónleikar á mánudaginn í Voxhallen...! Annars er ég kominn med upptökur af tónleikunum sem voru seinasta þridjudag..! Á heildina litid er ég mjög sáttur.. ýmis smáatridi sem mættu fara betur... en ekkert stórmál...!

24. nóv. 2003

Var ad setja inn myndir frá Weather Report big band tónleikunum..! NEW PICS FROM THE WEATHER REPORT CONCERT....!
eyði eyði pening ...

Skrapp í plötubúdir í dag... keypti Talking Book med Stevie Wonder, Heartcore med Kurt Rosenwinkel , Straight Life med Freddie Hubbard , og einhvern tvölfaldann tónleika disk med Stevie Wonder...!
Mánudagur til mæðu...?

Alltaf jafn átakanlegt að stíga hjólið eftir langa helgi...! Var ad koma úr söngtíma hjá Sus. Adalega öndunaræfingar og svona...! Fundum tóntegund fyrir "Love Is In Need Of Love Today" eftir Stevie Wonder. Ég bara elska þetta lag...! OG ad syngja þad er .. tja.. hmm!?! gefandi..?? a.m.k. mjög gaman...!

23. nóv. 2003

Party ON..!

Ég baud til kvöldverdar á laugardagskvöldid. Gestirnir voru þessir heidursmenn...: H.C. "hot lips" Erbs, Morten "bad boy" Bruun og Jesper "I need a nickname" Blæsbjerg Sørensen. Matesedillinn: lambalæri úttrodid af hvítlauk, marinerad í hvítlauks-ólivíuolíu med timian og rósmarín, bakad í ofni ofan á grænmeti. Raudvínssósa. Á eftir var svo rótsterkt kaffi, vanillu ís og romm....!
Vid sátum svo og spjölludum... tja nema Jesper sem var eitthvad sybbinn greyid... ekki skrýtid svo sem, hann og HC hafa verid ad túra med Countdown big band seinustu viku...! Einnig ræddum vid um mögulega Íslandsför þeirra félaga, til ad gera músík og skoda mannlífid og svo ad ég komi út næsta sumar einnig...! En vid eigum eftir ad funda betur!!!
Nú annars gerdum vid heidarlega tilraun til ad fara í Smutten, en þar reyndist vera einkasamkvæmi á ferd svo ad vid þurftum ad leita annad. Vid héldum því nidur á Fatter Eskil og eyddum því sem eyda þurfti þar.. hmm!?! .. og svo fór ég med HC og einhverri dömu sem hann var ad tækla ad ég held á einhverja búllu, en mér leiddist ad vera þridja hjólid og fór því heim.
Já ekki má gleyma.. ég krafdist þess ad jesper kæmi med hornid sitt í samkvæmid... hann kom med veidihornid og var blásid í vid hin ýmsu tækifæri... t.d. rétt ádur en vid héldum nidrí bæ... þá blés herra Blæsbjerg í hornid í stigaganginum og þad hljómadi bara snilld...! og ad sjálfsögdu heyrdist frá einhverjum nágranna okkar... mér skildist ad hann væri ad spyrja hvada óskapnadur væri hér á ferd...!

HRESSANDI.............................................!

22. nóv. 2003

jæja þá... á föstudagskvöldid var smá matarteiti hér á hæd 3.3. Vinkona Signe, sem býr einnig hér á Børglum (5 blokk), eldadi fyrir flokkinn n.k. rússneska máltíd. Einhverskonar raudbedju súpu-grautur med hvítlauk og chilli og salad med. Mjög gott. Vidstaddir voru ásamt mér..: Ebbe, Tina, Signe, Nis (kærasti Signe af hædinni fyrir nedan), Sigrid Cecile (Sice) og Sara (vinkonur Signe). Mjög huggulegt allt saman... ég "lenti" í sæmrædum (afsakid ordalagid) vid Nis um tónlist. Hann hafdi komid á "Weather Report big band tónleikana" hér um daginn, og fannst vera einhver tenging milli drum'n'bass og þess sem vid fluttum á tónleikunum....!! Ég kom nú ekki alveg af fjöllum, því ég hef heyrt menn tengja svipad ádur. Gamall vinur minn og félagi, Baldvin Ringsted, benti mér á ad lagid "Havona" (eftir Pastorius, á "Heavy Weather") innihéldi ýmis "eliment" sem væru notud í drum'n'bass...! Ég lét því Nis hlusta á "Havona" og hann fíladi þad mjög vel...! ad því loknu fórum vid nidur til hans og fékk ég góda kynningu á drum'n'bass og dj-isma...! hressandi...! Vid komum aftur á 3.3 um klukkustund sídar og þá sögdu stelpunar ad vid ættum í "metro-sexual" sambandi... hehehe!! WHAT?? nú..!!!
En svo færdist fjörid nidur í Smutten.... Helvíti gott...!

21. nóv. 2003

úpsadeisí...! stundum fatta ég ekki alveg hversu hratt tíminn lídur... barasta kominn 21 nóvember... og í dag missti ég af masterclass sem ég ætladi aldeilis ad sjá...! Ásláttarleikarinn Alex Acuna er í heimsókn í Århus.. og var semsagt med masterclass og tónleika, a.m.k. í kvöld...! En ég hef því midur önnur plön...! En ég hef adalega heyrt í Alex á plötum Jaco Pastorius og Weather Report...! En hér má sjá hressandi lista af fólki sem hann hefur lamdi húdir med..!
jamm jamm jamm.,, var ad koma heim af Countdown tónleikunum, ágætis tónleikar hjá fínu bandi..! Jesper átti eina útsetningu sem var mjög fín (hann vann hana þegar hann var á Íslandi). En þegar tónleikunum lauk hélt meiri hlutinn af hópnum nidrá stad sem heitir Bridgewater, en þar átti ad vera jamsession í gangi, sem og var...! En kvöldid/nóttin var ekkert venjuleg, því ekki nóg med þad ad rhythmíska deild (fyrr og sídar) DJM var á stadnum, sem og nokkrar af skærustu rokkstjörnum dana í dag.. ad mér skildist..! Ég var farinn ad bølva íslenskri jam-menningu ... tja og sjálfum mér..! En ég hitti Mariu aftur (sem sannar náttúrulega ad ég er ekki med E.S.P. og veit ekkert um konur) hehe .. sure..!!! En hún hafdi verid á rokktónleikum á Train med einhverri frægri danskri rokksveit..! èg nádi ekki nafninu, en sveitin sú kom allavegana og jammadi, sem og einhverjir medlimir Disneyland After Dark.. eda öllu heldur D.O.D eins og þeir heita í dag...! Svo áttu félagar mínir einnig stórleik... Jesper (trompet), H.C. (trompet), Jesper (trommari) og allir hinir hálfvitarnir..!

(ömm...!!! ég var ad prófarkarlesa þennan pistill og hann meikar varla sens... en hann fer samt...) .. og í nótt sannadist ad líkamsatgerfi skiptir miklu máli, þegar kemur ad því ad fá sánd á hljódfæri... nenni ekki ad útskýra þad nánar núna.. bless...!!!

20. nóv. 2003

Annars er þvílík edal dagskrá á VH1 í gangi núna .. rétt ádan var spilud gömul tónleika upptaka med The Police og núna er verid ad sýna frá gömlum Stevie Wonder konsert... bara snilld...! Og Stevie Wonder er gud .. þvílík sál .. laglínur og grúf... amen..!
Gott kvöld... þad hefur ekki farid mikid fyrir námi hjá mér í dag.. minn venjulegi tími med meistara Peter Vuust féll nidur sökum þess ad hann var skyndilega bodin einhver hljódversvinna... en thetta vissi ég nú reyndar á þridjudagskvöldid, því ad sjálfsögdu kom hann ad sjá tónleikana á Musikcaféen. Vid ætludum ad ræda tónleikana í tímanum, hann sagdi ekki mikid a stadnum, nema ad eg hefdi verid med mjög gott sánd... takk fyrir þad..! Alltaf gaman ad heyra...! En ég efast ekki um ad hann hefur sínar skodanir á hvernig til tókst... hlakka til ad heyra hans vinkil...! Good or bad...! En á eftir fer á ad sjá þá H.C. og Jesper spila á trompetana sína med Countdown stórsveitinni nidrí Musikhuset. Sú skemmtun hefst kl. 22:00 og adgangur frír..! Stórskemmtilegt allt saman...! Annars er búid ad haug rigna hér í fj.Árhúsunum... allt rennandi blaut... en a.m.k. hlýtt... og nánast enginn vindur...! En bleytan hefur gert mig latari í ad fara ferda minna á hjólinu.. þarf ad fara ad kíkja í plötubúdir og stórmarkadi...! En sé ykkur seinna...! Hilsen.. !

19. nóv. 2003

Tónleikarnir í gær tókust bara vel. Ungfrú Gunhild Overegseth steig fyrst á stokk med popp/rokk bandid sitt. Ég spiladi med henni. Bandid var þétt og kraft mikid.. alltaf soldid "shjeikí" ad hafa meira en einn gítarleikara í hljómsveit.. bídur hættunni heim.. en þad slapp fyrir horn í þetta skiptid.. skemmtun gód..! Næstur á mælendaskrá var söngvarinn Jens Ottosen Gaardsmand (hann er í samspilinu mínu), tónlistinn hans var ad ég held öll frumsamin og jadradi vid ad vera n.k. kántrí popp.. ágætt hjá kallinum, en hefdi getad verid med betri hrynsveit... var allt samt innan velsæmis marka...! Á hæla honum kom svo píanistinn Anders Ladegaard Dohn (sá sami og söng bassasóló Jóa Ásm. úr E.G. blues fyrir mig fordum daga). Hann spiladi þrjú frumsamin lög. Tvo fyrstu med quartet, fyrra lagid var soldid í ætt vid "Not Ethiopia" eftir Brecker.. þridja lagid var svo sóló píanó og gaurinn söng laglínuna med sínu eigin nefi og fær hann mikid hrós fyrir ad hafa kjark í þad, því ekki er hann mikill söngvari blessadur... ad endingu fékk hann á svidid Tower of Power tribute bandid sem hann er í, Souled Out... og spiladi Squib Cakes... flott dagskrá hjá Anders. Nú þá var komid ad söngkonunni Turid Guldin Lauridsen. Tónlistin sem bandid hennar framdi var jazzskotid popp, jafnvel med smá trip hop áhrifum .. hljómadi vel...! Og jæja... þá var ad endingu loksins komid ad íslenska skiptinemanum ad fremja sinn gjörning...! Ég var í gódu studi.. vid byrjudum á "Gordian Knot" sem tengdist svo "You Turn" gekk mjög vel.. svo babladi ég eitthvad smá í mækinn.. og næst var þad "Fridur Sé Med Ydur" tókst næstum upp á 10.. (held ad Simon gítarleikari hafi verid adeins of æstur ad byrja á laglínunni eftir sax sólóid..!) og babladi meira og svo "Gengid á Gufunum". Á heildina litid er ég mjög sáttur vid hvernig til tókst. Bandid var bara helv. gott ..! Annars var frekar heitt á senunni og ég svitnadi hessilega og á tímabili sá ég ekki úr augunum því svitinn lak í þau.. og þad er súrt.. eins gott ad madur var ekki ad lesa mikid..!
Svo fékk ég líka gód vidbrögd frá salnum. Einnig var adhyglisvert ad heyra hvad fólk hafdi ad segja um þetta. þad komu t.a.m. þrjá stúlkur af kollegíinu, Tina, Signe og Laila og vinkona Signe sem ég man ekki hvad heitir..! þeim fannst "Gordian Knot" vera einhverskonar náttúrustemming... og "You Turn" fannst þeim byrja sem einhverskonar úthverfa "happy" fílingur og enda sem einmannalegur úthverfa fílingur ... !! Hresst.
Ég kíkti sídan med Morten sax og Søren trymbli á Ris Ras. þar var ég adalega ad ræda vid Søren um tónlist..! En hann (sem og félagar hans) eru miklir Skúla Sverris. og Jim Black addáendur. Einnig vildi svo til ad Maria Kristine var ad vinna á Ris Ras þetta kvöld, en ég hef ekki séd hana í margar vikur.. og hún er ad fara til Georgiu (fyrrum Sovétríkis) innan skamms, svo ég fadmadi hana og kvaddi .. ólíklegt ad ég sjái þessa gædasál aftur..! En "anyways" gott kvöld og allt hid besta mál.

18. nóv. 2003

GRRRR.... var ad koma úr hljódprufunni....! Lagdi mig mig í dag og er eiginlega alveg off..! og svo er þessi dásamlega rigning hér í Áranshúsunum... þannig ad ég held ad þad sé bara Århus taxi á eftir .... hmm skildi bassan eftir .. vona ad þad sé í lagi..! Annars geng ég svo sannarlega á gufunum....! Gufurugladur gaur...! SJÆSE...!
þá er en einni sampils "æfingunni" lokid...! þrátt fyrir þau fyrirmæli kennarans um ad allir þyrftu ad mæta á réttum tíma... þá var þad ekki alveg ad gerast... ég held ad vid höfum spilad fyrsta lagid, nálægt klukkutíma eftir ad æfingin byrjadi.. stilla 3-4 gítara, fá sound á 2 söngvara .. *nöldr* ... ! Og svo er madur svefnvana..! yeah..! Nú annars er hljódprufa klukkan 16:00 og tónleikar kl. 21:15... gódar stundir..!

17. nóv. 2003

Tók smá píanó djamm .. Yesterday .. !! Annars er madur eitthvad ferlega hlidrænn í dag..!!
Annars minni ég á komandi hressleika sem mun eiga sér stad annad kvöld...!

Tirsdag 18/11

Rytmisk koncert café

Musikcaféen, Mejlgade, Århus kl. 21:15

Program:
21.15: Gunhild Overegseth
21.50: Jens Ottosen Gaardsmand
22.25: Anders Ladegaard Dohn
23.00: Turid Guldin Lauridsen
23.35: Sigurdór Guðmundsson

Alle de optrædende er RM-studerende.

Fri entré
Mánudagur.................... aftur.............!

Hvad er med tímann? Hann bara stoppar ekki... sem betur fer kannski..! Var ad skrída úr söngtíma hjá Sus, öndunaræfingar og svona.. mig svimadi bara... he,he, *hóst* I'm easy..! Nú annars fékk ég stadfestingu á meintu E.S.P. (sjötta skilninga vitid...) milli mín og Sus (a.m.k.) hún spurdi hvad ég gæti hugsad mér taka fyrir næst.. ég sagdist vera ad hugsa um Stevie Wonder lag.. okí .. hún sagdist vera med tvö til þrjú lög á takteinunum... og merkilegt nokk þá, var fyrsta lagid sem hún spiladi, lagid sem ég var ad hugsa mér...! .
þannig er nú þad og svei mér þá..!

16. nóv. 2003

Life is what happens to you while you're busy making other plans.
John Lennon (1940 - 1980), "Beautiful Boy"


Nú eldhústeitid ógurlega var bara svei mér hressandi og lýjandi (skömmu sídar) skemmtun.. Ég fór og bordadi med ýmsu fólki sem ég hef aldrei hitt ádur... alltaf hressandi.. einhver kássa og hrísgrjón...! og vel af raudvíni..! Sat vid hlidina á grænleskri stúlku, sem hafdi m.a. leikid í auglýsingu fyrir Símann (framleitt af Saga Film)...! Athyglisvert..! Nú svo hófst rúnturinn milli eldhúsanna.. byrjudum á minni hæd. Hver hæd var med einhverkonar þema og drykk handa gestunum...! þemad hjá okkur var disco/80's ... var eitthvad óljóst..! Önnur frískandi þema þetta kvöldid voru t.a.m. arabískt þema (med magadansmær og vatnspípum..)-- brádamótöku stemming.. (skrýtinn bangsi skorinn upp og fersk lifur og hjarta feikad úr honum....) Elliheimilisfílingur... (allir med heyrnartappa og eitthvad meira..) og allskonar..! Svo hitti ég íslenska stúlku, Rannveig Linda... læknis "eitthvad" .. skiptinemi...! Svo var farid á Smutten á eftir og dansad og drukkid fram í raudann...!

Annars er ég búinn ad vera ad æfa í dag med bandinu mínu .. sem er bara farid ad hljóma vel .. svei mér þá..! og Gunhild og co!

14. nóv. 2003

"The artist is nothing without the gift, but the gift is nothing without work."
- Emile Zola (1840-1902)


þá er dagur daudans hálfnadur...!§... eftir alltof lítinn svefn ... vakanadi ég eldsnemma í morgun til ad fara á tónleika/masterclass med "Amazing Amazons".. Brasilía hittir Skandinavíu og ... tja .. eitthvad sull verdur til .. hljómadi ágætlega.. strengjasveitin gód.. sérstaklega selló gaurinn, hinn grísk ættadi Dimos Goudaroulis... hann hafdi gódan tón og var bara flottur á því og tók þessi fínu sóló...!! Jazzgo...!
því næst tók vid æfing med hljómsveit Gunhild(ar)... fólk sem ég hef náttúrulega aldrei spilad med ádur...! gekk bara vel ad ég held..!

"If you are going through hell, keep going."
- Sir Winston Churchill (1874-1965)


svo þar strax á eftir var æfing med bandinu mínu, loksins fullskipad... med alla innan bords..! OG eitthvad gekk erfidlega ad grafa upp saxafóntröllid... hann hafdi víst fengid sér í tánna í gærkveldi.. allar tærnar og svo puttana.. H.C. og Søren fóru heim til hans og drógu hann á lappir.. töff.. þetta er allt ad fara ad hljóma...! Spennan eykst..!
HEY nota ég of mikid af !!!! upphrópunarmerkjum..?!?! nei bara ad spá..!

Nú í kvöld er svo "Tour de Cuisines" á kollegíinu.. efast um ad madur nái ad safna einhverjum kröftum fyrir þad... helst ad madur safni bara hári, skuldum... (nema ég fái klippingu).. og gangi svo bara á gufunum...!
Segjum þad .. já allt í fína... bless..!

13. nóv. 2003

Annars var ég í "hörku" (nei bara vinalegt spjall) samrædum vid hinn 24 ára gamla mann frá fyrrum Sovétlýdveldinu Georgiu, Vado, í gærkvöldi/nótt.. hann er nátthrafn eins og ég..! Vid ræddum um kommúnisma, ástandid í Georgiu, pabba hans sem er fyrrum heims- og evrópumeistari í skotfimi...! og bara allskonar...!
"rhythm is the whole deal"


Ný skridinn úr tíma hjá Peter Vuust... Hann fékk ad heyra upptökuna af "Fridur Sé Med Ydur" og hann var bara nokkud hrifinn... gerdi samt athugasemdir um ad sumir rythmarnir voru ekki nákvæmlega spiladir... og ad í saxsólóinu mætti bassinn vera mun frjálsari...! Í kjölfar þess lét hann mig fá fullt af hrynæfingum..! (Allt med taktmæli ad sjálfsögdu)

A) skipta milli tríólu og 16 parta... 1. klappa rhythmana, 2. spila rhythmana á einni nótu, 3. spila yfir hljóm (einn takt tríólur og einn takt 16 partar til skiptis), 4. sóló yfir hljómagang (einn takt tríólur og einn takt 16 partar til skiptis).

B) Einnig er hægt ad fara med taktmælinn í allar áttir, segjum ad normid sé 80 bpm, þá getur madur set mælinn á 40 og 160 bpm... en samt spilar madur sömu lengdargildi...! Gott er einnig ad reyna ad útiloka líkamshreyfingar af öllu tagi, til ad virkilega fókusera á ad heyra hvad er í gangi..!

C) EN SVO getur madur þjálfad fótinn.. takmælirinn settur á 1 & 3 og fóturinn fer nidur á 1 og upp á 3, spila tónstiga á medan (í áttundapörtum minnir mig...!) Fylgjast vel med ad allt sé í "synci".. svo getur madur sett fótinn nidur á 1 & 3 og lyft á 2 & 4... hljómar einfalt.. but.. ;-) ...!!!

D) og ad lokum spilad fjórda parts nótur á hljódfærid og stappa hálf nótu tríólu med löppinni... do I hear 4 over 3..?!?!

þessu er gott ad tékka á held ég bara svei mér þá...!

12. nóv. 2003

Skrapp í plötubúdina "Bog & DVD".. ekki merkileg búd þad...! Fór því í Badenstue Rock.. eda eitthvad sollis.. keypti.. "Groove Crusade" med The Crusaders og "Thrust" med Herbie Hancock. Vodalega mikid grúf eitthvad þessa dagana..! Annars var ég á "eldhúsfundi" upp á kollegíi.. þad verdur massíft teiti um helgina..! "TOUR DE CUSINES" 75 manns á 7 hædum ad skoda eldhús og borda og drekka..! Annars var ég ad hlad nidur myndum..!!.. Nú svo var ég ad fá ad vita hvada lög hin norsk ættada Gunhild ætlar ad spila á þridjudaginn næst komandi... 1. I Can't Stand the Rain. 2. Lover (Steam). 3. Communication (The Cardigans). 4. Hold Me, Thrill Me, Kiss Me, Kill Me (U2). En hún ætlar ad gera eitthvad spes vid lögin, þannig ad þau fá á sig nýjan blæ... verdur gaman ... ! OKÌLÌDÒKILÌ...! hehe öfugar kommur..!
Var ad koma úr píanótíma... ætla ad reyna ad spila "Yesterday" med hljómsettri laglínu... næst...! Annars er þetta svona dagur þar sem madur sefur út í fyrsta skipti í langan tíma.. þá er madur alltaf soldid lufsulegur...! Annars skín sól glatt hér hjá baununum... ekkert of kalt neitt.. langar helst ad vera í einhverju "chilli" hlusta á góda músík, drekka gott kaffi og lesa góda bók..! og....!!! Annars er ég mikid ad spá í ad fara nidrí bæ og kíkja í fleiri plötubúdir... enda er ekki okrad á diskunum hér ...! Fridur sé med ydur..!

11. nóv. 2003

Eldadi þennan prýdid kjúlla rétt, kryddsósu (karrý) med miklum hvítlauk og engifer, og kókosmjólk..! jummí..! Var ad misþyrma höndum mínum á píanóinu og útsetja smá...! Allt í rólegum fíling..!
Loksins kom ad því ad trompet sjarmörinn H.C. léti gamminn geisa á lögunum mínum.. var ad koma af "smá" æfingu/rennsli med honum og Morten (sax).--- Mér finnst hann klár. .. and that's it..! þá verda bara tvær æfingar med fullskipudu bandi, á föstu- og sunnudag..! Best ad kitla píanóid... og fara svo heima ad elda kjúlla og horfa á Simpsons..! vei-..-!!
Jæja þetta fer nú ad verda þreytt.. þad er ad segja.. ég fór med einota myndavél í framköllun á mánudaginn í seinustu viku... og óskadi eftir ad fá mynda cd líka (til ad geta deilt þessu med ykkur), og þetta er enn ekki komid.. ég er búinn ad vera ad athuga med þetta sídan á föstudag... og alltaf er vidkvædid; "try tomorrow"...! *pirr*
Samspilsæfing..

*geisp* ...! Framan af voru engir söngvarar.. karlröddin kom og nádi seinasta hálftímanum...! Vid ákvádum hvada lög vid ætlum ad spila 1. des..! *geisp*

10. nóv. 2003

Smá breik frá stuttu píanóglamri...!
Fór í útsetningatíma í dag.. á mánudögum eru vid í því ad spila útsetningarnar okkar med "kanínu big bandinu" og ég er bassakanínan...! Ágætis lestraræfing..! Ég er reyndar soldid eftir á med mína útsetningu...! Svo var æfing med bandinu mínu.. finnst ykkur ad ég ætti ad skíra þad eitthvad..? Hmm!?! Tekur því varla..! En og aftur vorum vid trompetlausir.. en þad stendur til bóta... gaman ad spila med þessum (uppteknu) drengjum..!

Annars tók ég upp á því á föstudaginn ad kíkja í plötuverslanir af einhverju viti...! Keypti 5 stk. "The Birthday Concert" (1995) med Jaco, "One Quiet Night" (2003), med Pat Metheny, "In The Slot" (1975), med Tower Of Power, "Tower Of Power" (1973), med Tower Of Power og "Fat Albert Rotunda" (1969) med Herbie Hancock. Sem sagt adalega grúf stuff med blæstri...! Hvert eintak kostadi rétt yfir 1000 ísl. kr.

Takk fyrir og góda nótt...!
ALLTAF jafn hressandi ad byrja vikuna á því ad þenja raddböndin í söngtíma hjá Sus...! Henni tókst annars ad gera þad sem mér tókst ekki .. ! Ad kaupa/finna lagid "Still Crazy After All These Years" á cd.. ég fór í tvær verslanir á föstudaginn sem leid.. en hvorug búdin átti þetta til..! Hún fór aftur á móti í þridju búdina og hafdi heppnina med sér.. en ad sjálfsögdu fékk ég diskinn lánadann.. þannig ad nú get ég spangólad hástöfum med dvergnum syngjandi (Paul Simon) upp á kollegíi...! Gefid því gott klapp..!!

9. nóv. 2003

Í dag er ég adalega búinn ad standa í þrifum... þad var komid ad mér ad þrífa ganginn.. ég notadi tækifærid og þreif herbergid mitt líka... svo saumadi ég vasann á jakkanum mínum, svo hann er nú í fyrra horfi..! En þá er bara eftir ad þvo þvottinn og tja .. eitthvad.. stemming madur..!

8. nóv. 2003

Ef þad er farid eitthvert med mann gegnt vilja sínum, er þá ekki í grófum dráttum verid ad ræna manni...!

Til ad gera langa sögu stutta (og meira spennandi) þá var mér rænt snemma á laugardagsmorgun... ég tók ad ég held "svartann" leigubíl.. hvers ökumadur var EKKI af Skandinavískum uppruna..! Hann komst ad þeirri nidurstödu ad þar sem ég var ekki med lausafé á mér, einungis Visa kort.. þá ætti ég ekki pening... (hann tók semsagt ekki Visa...!) Hann fór því bara heim til sín (sem gud má vita hvar er..!) og sagdi ad ég þyrfti ad fara út hér.. ég var ekki alveg sáttur... hann sagdi ad ég þyrfti ekki ad borga (og ad ég ætti ekki pening...) ég sagdist þurfa ad fara á Børglum Kollegiet..! Hann benti út í buskann og sagdi ad þad væri í þessa átt... ég tók manninn trúanlegann...! Rölti af stad og var skömmu sídar rammvilltur...! Hringdi í Jesper.. hann áttadi sig á því ad ég var vídsfjarri kollegíinu...! Ég hringdi á annan taxa (löglegan..!) og þegar ég skodadi kvittunina sem ég fékk frá honum, þá höfdum vid keyrt rúma sjö kílómetra.. þadan sem hann sótti mig og til Børglum...! U.þ.b. 10 mín akstur... passid ykkur á svörtu töxunum...!

7. nóv. 2003

gúd morning...! seint að sofa snemma á fætur..! Fór í útsetningartíma.. aðferðafræði rædd og hvernig maður skrifar ýmsa hluti... loka nidurstaða..: "Good parts make good music...!" Amen..! Annars hef ég þær sorgar fréttir að færa að upptökurnar sem voru gerðar af tónleikum stórsveitar DJM á tónlist Weather Report, mistókust gjörsamlega... :( :( :( ... og þykir mér þad mjög miður...! En svona er lífid.. alltaf skal einhver "fokka" því upp fyrir manni...! En annars þarf ég ad útsetja eigið lag fyrir "tilrauna" big bandið (kanin big band..)... sem er skipað af "styttra" komnum tónlistarnemum sem eru tilbúnir ad spreyta sig.. og vid spreytum okkur á þeim.. ahemm..!! já ég þarf ad stjórna þeim líka... og þau þurfa að spila You Turn..

6. nóv. 2003

SAGAN AF HNÚTI GORDIANS

Midas was king of Phrygia.[map] He was the son of Gordius, a poor countryman, who was taken by the people and made king, in obedience to the command of the oracle, which had said that their future king should come in a wagon. While the people were deliberating, Gordius with his wife and son came driving his wagon into the public square.

Gordius, being made king, dedicated his wagon to the deity of the oracle, and tied it up in its place with a fast knot. This was the celebrated Gordian knot, which, in after times it was said, whoever should untie should become lord of all Asia. Many tried to untie it, but none succeeded, till Alexander the Great, in his career of conquest, came to Phrygia. He tried his skill with as ill success as others, till growing impatient he drew his sword and cut the knot. When he afterwards succeeded in subjecting all Asia to his sway, people began to think that he had complied with the terms of the oracle according to its true meaning.
Hellú pípúl...! Fór í stuttan tíma til Peter Vuust í dag..! þegar ég kom inn var edal diskurinn Aja med Steely Dan í græjunum.. þad fór smá tími í umrædur um þá félaga og hann benti mér á ad DVD diskurinn af Aja væri besti tónlistar DVD sem hann hefdi séd... best ad tékka á því einn gódan vedur dag...! Annars minnti ég hann á tónleikana mína þann 18. nóv. Hann þarf jú ad vera vidstaddur..:! Og ég sýndi honum hvad ég ætladi ad spila.. lögin mín þ.e.a.s. Vid gátum ekki skodad öll í dag.. en vid kíktum á Gordian Knot, Gengid á Gufunum, og rétt adeins á Fridinn...! Ég var ekki med upptöku af Fridnum, kem med hana næst..! Hann var nú bara soldid hrifinn af þessu blessadur,.... hann fíladi óvenjulegheitin, sagdi ad þad væri "logic" í þessu en jafnframt, ekki hefdbundid..! Hann tók þad skýrt fram ad hann segdi ekki alltaf ad allt væri gott og blessad, hann er hreinskilinn og segir sína meiningu... enda er þad eina sem virkar.. med rökstudningi..!

5. nóv. 2003

HÆ! Ég kem heim 15. desember... bæ...!
þad var athyglisvert ad kíkja á tónleika rhythmísku deildar DJM...! Ég missti reyndar ad fyrsta atridinu... en hin voru miklu rokkadri en ég bjóst vid...! Fyrsta bandid (leitt af trymbli) sem ég sá spiladi 3 lög med Audioslave og eitt med Race Against The Machine, atridi númer tvö var tvískipt... leidtoginn (gítarleikari) spiladi Stolen Moments og Invitation í "raggedy" trash jazz stíl..! og svo kom hans eigid rokk band á svid.. Ivan....! ágætt... lokaatridid var leitt af kontrabassaleikara og var hann med 2 saxa og trymbil í sínu lidi...! Athyglisvert "setup" og hljómati vel...! Annars getur verid ad ég hafi nælt mér í gig, thví hin ljúfa og snoppufrída norska söngspíra, Gunhild.. settist vid annan mann vid bordid mitt og hófum vid "tjatt" .. hún á ad spila á sama kvöldi og ég (eftir 2 vikur) og hún sagdi ad hún væri ekki en byrjud ad spá í þessu af viti.. þá sagdi ég .. "and I thought I was late..!" ... skömmu sídar fór hún ad stressast upp ... ég baud henni krafta mína.. bassalega séd...! henni leist vel á þad... henni leist meira ad segja enn á þad eftir ad ég sagdi henni ad ég spiladi ekki á kontra... ! hehe..! Hún var ad fylgjast med kærastanum sínum spila n.b. ...! Annars fór ég í píanótíma ádan... vid ræddum um líkamsbeitingu og svona... ég á ad læra bítlalag...!!

4. nóv. 2003

Nú eins og ég hef ad ég held ádur skrifad um hér á skonrokk, þá hafdi ég nú ekki mjög marga geisladiska medferdis er ég fór utan...! En einn þeirra "eftir þögn" med Skúla og Óskari...! En Skúli Sverrisson fékk þrenn verðlaun í flokki jazztónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum í fyrra. Hann var valinn tónlistarflytjandi ársins ásamt Óskari Guðjónssyni, hljómplata þeirra Skúla og Óskars, Eftir þögn, var valin hljómplata ársins í flokknum ýmis tónlist og platan Weeping Rock eftir Skúla og Eyvind Kang var valin jazzplata ársins. Nú nóg um þad... en nánast allir sem hafa heyrt þessa plötu hér ytra hafa tekid ástfóstri vid hana, eda a.m.k. mært hana mjög...! Ég er nokkud viss um ad ef diskurinn fengist hér yrta þá væri þetta med söluhærri íslenskum diskum hér í Århus...! Nú fyrir um tveimur dögum sídan lánadi ég gítarleikaranum Kristian Westergård (Paven) gripinn... ég hitti hann í morgun med heyrnartólin á hausnum, hlustandi á þid vitid hvad... ég gerdi nærveru mína ljósa, greip hulstrid af disknum og hélt á lofti... hann reyndi ad segja eitthvad greyid drengurinn... en þad kom ekkert nema bara.. hv sh lk firl æd gre ---!?!?.. madurinn var semsagt ordlaus... Ég bad hann um ad segja ei meira, því ég skildi hann fullkomlega... en hann jafnadi sig og sagdi mér ad þegar hann hefdi komid heim kvöldid sem ég lánadi honum diskinn, hafi hann skellt honum í spilarann þegar hann tók til vid eldamennskuna... nú til ad gera langa sögu stutta, þá hlustadi hann á diskinn 5 sinnum í röd, sleitulaust.... hann hafdi á ordi ad slíkt hafi ekki hent sig í há herrans tíd...! Gaman ad því.....!
Hólí móli og heidingjarnir...! Ég fór á fund Mikael Carlsen, sem sér um málefni skiptinemans, til ad greida skuld mína vid skólann. Skólinn borgadi leiguna fyrir ágúst og trygginguna.. ég átti í smá basli vid ad taka út féd af kortunum mínum, en þad tókst ad lokum...! Ég missti hins vegar af gjaldkeranum og geng því um med sem svarar tíl 60.000 ísl. kr. En ég held ad ég sé kominn med dagsetningu á heimför og er líklegt ad þad verdi í kringum 15. des. Sem er ekki eftir svo langan tíma ad mér skilst...!
já og svo .. var ég ad skipta um trompetleikara í bandinu mínu... sjarmörinn og næs gæinn.. Hans Christian Ilskov Erbs eda bara H.C. ætlar ad leggja á sig smá vesen til ad spila med okkur... hann er nefnilega ad "túra" med Countdown stórsveitinni (med Jesper) sömu viku og tónleikarnir verda... þannig ad hann þarf ad keyra í rúmlega klukkutíma til Århus eftir tónleika Countdown.. til ad spila 20 mín med okkur..! Helvíti hresst..! OG til ad gera langa sögu stutta þá höfum vid verid ad pæla alvarlega í því ad hann (HC) og saxistinn Morten Bruun komi til Íslands í sumar til ad skoda sig um og sídast en ekki síst til ad taka nokkur gig med frumsamda efnisskrá...! Svo er spurning um ad ég fari til DK í sumar og sama/svipad band túri smá..! Massíft..! þannig ad mig vantar (mögulega) trymbli og gítarleikara fyrir Íslands dótid..! yeah man..!
ÆÆÆÆ.. hvad ég fór allt of seint ad sofa og allt of snemma á fætur...! En svona er þetta...! Mætti gladbeittur í samspil í morgun.. spiludum en eitt nýtt lag eftir Per Møller...! Hann hefur oft sérstaka (ad mínu mati) skodun á því hvernig bassalínan á ad vera... oftast felst þad í því ad ég þarf ad elta einhverja smá "núansa" sem eru sprotnir af hans gítarspili...! fyrir vikid hljóma línurnar oft ansi gítarlega til ad byrja med .... og illa grúf hæfar ad mínu mati, eda mínum stíl..! En þad er einmitt áskorun fyrir mig... ad láta þetta virka..! Og med þennan frábæra trymbil mér vid hlid.. þá er þad svo sem ekki lengi ad gerast...! Í seinast skiptid sem vid spiludum lagid í dag, þá rokkadi þad bara helvíti feitt... allir med "attitjút" ;) ...! Annars finnst mönnum nóg komid af því ad eyda heilum og hálfum æfingum í ad læra ný lög, án þess ad spila eldri lögin...! Tónleikarnir eru eftir mánud... og tja sum þessara laga hafa ekki verid spilud svo vikum skiptir... og þá jafnvel bara þegar verid var ad læra þau...! Undarleg vinnubrögd ad mínu mati.. og ég sé ekki alveg ad tímanum sé best varid á þennan hátt, þegar verid er ad æfa bönd...! Eda hvad segidi...!

3. nóv. 2003

Annars eru tónleikar annad kvöld...: Allir ad fjölmenna..!

Rytmisk koncert café

Gyngen, Mejlgade, Århus kl. 21:15

Program:
21.15: Rune Kristensen
21.50: Anders Kirkegaard
22.25: Kasper R. Falkenberg
23.00: Thomas Sejthen

Alle de optrædende er RM-studerende.

Fri entré
Dagurinn er bara búinn ad vera nokkud þéttur...! Ég var ad spila í útsetningatíma milli 15-17.. beint ad æfa bandid mitt kl. 17-ca.19.. hjóla heima í mat og stutt chill.. aftur í skólann.. æfa píanó.... svo var trompet sjarmörinn H.C. eitthvad ad tala um ad kíkja á Stúdentabarinn sem er hér skammt undan..! En thad verdur thá stutt stop..! "Still crazy after all those beers...!
Söngur er stud...! yeah...! og Sus er fín..! Næsta vidfangsefni er gamli Paul Simon slagarinn.. "Still Crazy After All Those Years". Tíminn fór í ad finna hentuga tóntegund og syngja lagid yfir nokkrum sinnum...! Svo á ég ad íslenska textann og svona.. bara stud..! Annars hefdi ég getad samid þennan texta.. um mig..! HA?

Still Crazy After All These Years

I met my old lover
On the street last night
She seemed so glad to see me
I just smiled
And we talked about some old times
And we drank ourselves some beers
Still crazy after all these years
Still crazy after all these years

I’m not the kind of man
Who tends to socialize
I seem to lean on
Old familiar ways
And I ain’t no fool for love songs
That whisper in my ears
Still crazy after all these years
Still crazy after all these years

Four in the morning
Crapped out
Yawning
Longing my life away
I’ll never worry
Why should I?
It’s all gonna fade

Now I sit by my window
And I watch the cars
I fear I’ll do some damage
One fine day
But I would not be convicted
By a jury of my peers
Still Crazy
Still Crazy
Still Crazy after all these years

2. nóv. 2003

Danir eiga ekkert sérlega audvelt med ad segja nafnid mitt... þeir virdast því hafa sperrt eyrun um daginn þegar Bill Warfield kynnti mig á a.m.k. ödrum tónleikunum sem Siggi... núna þykir þad vera málid.. mér finnst þad ekki...! Annars má ég til med ad gagnrýna adferdis Bill Warfield adeins.. hann er greinilega af gamla skólanum.. handskrifad score og partar... gott og blessad.. vandinn felst í því ad þad er alveg haugur af villum hjá kappanum bædi í scorunum og sérstaklega í pörtunum.. þad fór gódur tími bara í leidréttingar... Ef madurinn mundi tæknivædast og nota tja.. Sibelius eda eitthvad sambærilegt þá væri mun audveldara fyrir hann ad leidrétta vitleysurnar og eyda meiri tíma í ad æfa bandid...! Hann er n.b. ad ferdast um sem gestastjórnandi...! Sé hann fyrir mér vera ad leidrétta sama ruglid aftur og aftur..!
Gott kvöld og velkomin ad skjánum... þá fer madur ad komast í æfinga gírinn (vonandi) eftir leti kastid mikla sem átti sér stad eftir stórsveitarpakkann..! Síddegid fór í spuna (frjálsan) med smá fókus á fraseringar og tækni..! MBL 13. ágúst, 1998...: "Hvar endar spuninn og hvar byrjar tónsmíðin? Ætli mörkin séu oft ekki heldur óskýr þar á milli. Ætli mörg meistaraverk Jóhanns Sebastians Bachs hafi ekki byrjað sem spuni einsog margur spuni Louis Armstrongs endaði sem heilsteypt tónsmíði. Ýmsir frjálsdjassleikarar spinna og spinna og skrifa svo hluta spunans niður.".. þad fór því svo ad einhverjar hugmyndir fæddust... svo er bara ad vona ad þær lifi af ad fara í gegnum heilan á mér og á blad...! þad er svo kannski önnur saga..! En þad er einmitt á stundum sem þessum ad ég vildi ad ég hefdi betri adstödu upp á kollegí.. t.d. tölvu med Sibelius, til ad hripa nidur tilfallandi stef...! En annars er þetta allt gott og blessad..!

1. nóv. 2003


Annars vil ég óska hljómsveitinni Tvö Dónaleg Haust til lukku med bassaleikarann nýja og Ingó med giggid..!
já gleymdi ad segja ykkur frá því ad þad var gerd væg tilraun til ad keyra mig nidur.. hjólandi manninn...! væg sökum þess ad bíllinn var á sérlega litlum hrada .. en engu ad sídur var hann ekki ad sjá mig..! Svo heyrdi ég blótad á dönsku langar leidir...! Mannfíla...!

31. okt. 2003

MENTAL NOTE: ekki reyna ad skipuleggja hljómsveitar æfingar í gegnum SMS.
Í dag er dagur letinnar og kvöld hinna síkátu hrekkjalóma...! þannig ad í dag hef ég svo sem ekki afrekad mikid.. en samkvæmt gamalli indíjána speki.. þá þarf madur stundum ad slaka á og láta andan (the spirit) ná líkamanum.. því þad er jú hægt ad taka fram úr sjálfum sér.. er einhver ad skilja mig..!?! En menn virdast ánægdir med mætinguna á big band dótid og hér eru nokkrar myndir...!


nú hver veit nema ad madur gerist hrekkjalómur í kvöld..!

30. okt. 2003

þá er Weather Report dótid á enda runnid.. tókst bara ágætlega ad ég tel.. ef madur fer ekki ad einblína of mikid á smáatridi..! Annars vard ein smá breyting á mannskapnum rétt fyrir fyrstu tónleikana, gítarleikarinn gedþekki Simon Bekker tók upp á því ad skera sig í fingurna.. þannig ad "verdlauna" gítarleikarinn Kristian Vestergård tók ad sér djobbid..! þad verdur gaman ad heyra upptökur frá þessu..! Svo fengu sumir sér hressingu á eftir..! þannid ad ég er nú ad súpa seydid af því..! Var annars ad koma af æfingu med bandinu mínu..! Nokkud endasleppt æfing.. saxa lausir og gítarleikarinn (Bekker) þurfti ad fara í fyrra fallinu..! En annars eru ýmsar pælingar í gangi... meira um þad sídar..!

29. okt. 2003

Hellú..! Allir lifandi bara..! Nú í gær voru margumtaladir Weather Report tónleikar í Ridehuset. þetta tókst bara ágætlega.. engir skandalar...! En ég held/vona ad þetta verdi allt adeins betra í kvöld.. svo á ég líka von á ad meiri hlutinn af fólkinu sem býr med mér ætli ad kíkja.. þad er ekkert nema hressandi..! Annars létum vid Jeper trommari okkur ekki nægja ad spila á tónleikunum... því vid fórum á Fatter Eskil ad þeim loknum og tókum þátt í vikulegu blúsdjammi þar á bæ.. ég spiladi eitt sett..! Annars hafdi ég hjólad nidri Ridehuset í "hljódprufuna", (med bassann) og eru þad um 5 km adra leidina.. þannig ad madur þreyttist sæmilega fyrir pakkan.. þannig ad strætó er málid í þessu tilviki... nú svo fengum vid frítt ad éta í Ridehuset.. þad voru tveir réttir sem madur gat valid um.. ég fékk einhvern artífatí fiskrétt, sem bragdadist svo sem vel.. en skammturinn var ekki fyrir vinnandi mann!! Vona ad þad verdi meira "kjöt á beinunum" í kvöld.. held þad verdi "chilli"..!

27. okt. 2003

Var ad koma af big band æfingu .. þær taka alltaf vel á ..! þetta er ad skrýda saman.. en getur samt verid brothætt.. enda eyddi Bill Warfield smá tíma í ad spjalla um mistök og hvernig madur "dílar" vid þau.. "recovery"..! Mestu mistökin eru ad láta mistökin í ljós (eda þannig...) koma upp um sig..! Annars var bleik brugdid í dag, thegar ég var ad versla mér strengi.. ég fór fyrir u.þ.b. mánudi og keypti 5 strengja Dr sett... á 300 og eitthvad danskar krónur í búd sem heitir Woodstock Guitars... helvíti gott verd þar á bæ..! En ég er bara svo áttavilltur nidrí bæ svo ég tala nú ekki um rétt í kringum midbæinn.. ég hef farid í nokkrar hljódfæraverslanir en í dag fann ég barasta enga.. en eftir 1 símtal og 1 fyrirspurn fann ég búd sem heitir Rock City.. þar kostadi 5 strenga Dr sett 500 og eitthvad krónur.. greyid afgreislublókin sá ad mér var alvara med ad ég hafdi fengid settid ódýrara í WG og gaf mér ágætis afslátt upp á 119 d.kr. (ég keypti 1,5 kg af kjúklingabringum á 120 kr í dag svo ad þad munar um minna..!) en engu ad sídur mun dýrara en hjá WG.. ég hafdi bara ekki tíma til ad leita ad Woodstock.. man þad bara næst...! En jæja best ad skrölta heim..!
Var í söngtíma.. jamm og jæja..! er ad spá í ad dæla á ykkur hradvirknislegu, ósönghæfu íslensku thýdingunni á texta Elton John vid "Your Song". þessi þýding var svona meira gerd fyrir skilning.. ég hefdi aldrei látid svona frá mér sem eitthvad nothæft.. en þad segir sig sjálft held ég..!

"Lag þitt"

Hún er eilítid skrýtin, þessi tilfinnig innra med mér.
Ég er ei einn þeirra sem geta sig falid.
Ég á ei aurinn, en drengur ef ég ætti,
þá keypti ég hús, þar sem vid (bædi) gætum búid (dvalid.. rímar ;)..).

Ef ég væri leirsmidur, og þó ætli þad,
eda eiturbraskari í ferdasýningu
þad er ei mikid, en ég get ei betur,
mín gáfa er mitt lag, (og) þetta er þitt.

Og þú getur öllum sagt, ad þetta sé þitt lag
þad kann ad vera nokkud einfalt, en þannig er þad nú (gert).
Ég vona ad þér sé sama
Ég vona ad þér sé sama ad ég færi í ord
Hversu dásamlegt lífid er þegar þú ert (í heimi) hér.

Ég sat (uppi) á þakinu og sparkadi í mosann
nú sum þessara erinda flæktust fyrir mér
En sólin hefur glatt mig medan ég kvad þetta lag
þad er tileinkad fólki á vid þig, sem heldur henni gangandi.

Svo þú fyrirgefur mér minnisleysid, en þetta eru mín verk.
þú veist, ég hef gleymt hvort þau séu græn eda blá,
en þarna, þú veist, ég meina,
augun þín eru þau fegurstu sem ég hef séd.


jamm svo er nú þad.. vonandi er hægt ad hlægja ad þessu..!

26. okt. 2003

Jæja þá er önnur big band æfing frá..! kemur allt saman...! Bill Warfield er ferlega týpískur amerískur midaldra jazz gaur .. (hvernig sem hann nú er svo..!) Segir sögur og svona.. honum finnst Winton Marsalis (lat: Winston Canabis (hehe ný sígarettutegund..! ;)) hafa eydilagt jazzinn...! jazzgo..! Annars var ansi hressandi móment á æfingunni í gær þegar Chappe kemur vid annan mann inn í æfingar herbergid...! Madurinn lítur yfir hópinn.. ég sá þad á honum ad hann hlyti ad vera bassaleikari, svo var þad hvernig hann leit á mig.. hehe...! Chappe kynnti gaurinn og hann reyndist vera Hollenskur bassanemi í heimsókn...! Hann kom svo til mín og plantadi sér hjá mér og vid reyndum svona eitthvad ad spjalla medan vid æfdum The Three Marias..! Hann hafdi verid í 6 daga og fer í dag (26.10.2003) er ad spá í ad sækja um sem skiptinemi í DJM...! Hann fékk símanúmer og e-mail hjá mér og ætlar ad vera í bandi...! Alltaf hressandi ad kynnast fólki.. ekki satt..! Nú annars virdist sem Bill hafi hætt vid ad spila Teen Town.. af einhverjum ástædum.. trompetleikararnir voru mjög fegnir.. þeir hefdu þurft ad æfa sig heilan helling...! Já og Havona... shit.. vid erum a.m.k. ekki ad spila lagid of hægt.. en þad er meiri dýnamík í gangi þannig ad madur er ekki á útopnu allan tímann..! hmm!?! hvad meira..! já í dag seinkudum vid klukkunni um 1 klst. Vetrartími takk fyrir...! Eda eins og mbl.is ordadi thad..!!: Evrópulönd breyta klukkunni
Klukkunni var flýtt í flestum Evrópuríkjum í nótt og gátu Evrópubúar því legið í rúminu klukkutíma lengur í morgun. Klukkan á Bretlandi, Írlandi og Portúgal er nú það sama og hér á landi en flest önnur lönd eru klukkutíma á eftir. Finnar og Grikkir eru tveimur tímum á eftir.

þad verdur þá ekki eins mikill munur ad koma heim *hóst*....! En segjum þad .. Lifid heil..!

25. okt. 2003

Big band í allan dag .. frá 12:00 .. er gall súr og daud þreyttur..! Frá ýmsu ad segja en þad verdur ad bída held ég.. ! Verd ad ná í kjörbúdina ádur en hún lokar..!

24. okt. 2003

Gott kvöld gott fólk.. og allskonar..! Gerdi mér sér ferd í skólann til ad sækja bassa partinn ad Havona.. loksins.. ! Annars bara allt gott ad frétta... kuldinn er farinn ad ágerast hér í Árósum.. vindurinn adeins meiri í kvöld heldur en venjulega.. verkjadi í eyrun eftir hjólreidartúrinn... en bara hressandi..!
já og svona til ad auka studid og minnka pressuna, thá mun danska ríkisútvarpid hljódrita tónleikana á midvikudaginn...!!
Bíldudalsgrænar baunir... ! Var ad koma af big band æfingu.. ! þad er bara ekki hægt ad æfa þetta of mikid..! The Three Marias gekk bara vel, sem og Man In The Green Shirt. Báturinn fór ad vagga þegar kom ad Havona.. ég hafdi engann part.. en var ad reyna ad "feika" mig eftir einhverju "Real" bókar dóti.. sem var hálf vafasamt.. því útsetningin fer um vídan völl frá upphafinu.. og því ég þarf ad spila unislínur med ödrum á stökustad..! Ekki létt ad spila þetta grúf í tempói..! Svo var þad Teen Town.. laglínan slapp fyrir horn.. hún á ad vera unis med einhverjum.. ég var í einhverju basli med ad skilja "Q"-in eftir sólóid.. þetta kemur...! Annars kemur Bill Warfield í dag og Chappe ætlar ad krefja hann um bassapartinn í Havona.. verd ad nálgast hann í kvöld..! No rest for the wicked..!

23. okt. 2003

Jæja þá .. þá er fyrsta æfing med bandinu mínu yfirstadin.. gekk barasta bærilega.. gaman ad prufa þessi lög í nýju "umhverfi" .. mestur tími fór í "Fridinn".. eins og svo oft ádur .. en gekk samt nokkud greidlega..! Enn eitt lagid bættist í Weather Report súpuna.. lag eftir Bill Warfield sjálfann "Mad Dog" eitthvad..! 7 bladsídur af (hand)skrifudum bassaskít..! Ekki mikill tími í neitt annad en ad æfa sig.. á morgun byrjar svo "æfinga lotan mikla" vegna Weather Report tónleikanna.. æft verdur á hverjum degi fram ad tónleikum, á þridjudag er svo generalprufa um daginn og tónleikar um kvöldid..! En þid hugsid bara vel til mín á medan .. sjáumst..!

22. okt. 2003

ekki má gleyma ad dvölin er nú hálfnud...! tveir mánudir í sarpinum!!
Hvern hefur ekki langad til ad vera í hljómsveit med Kasper og Jesper .. verst ad þad vantar Jonatan...! hehehe! Hressleiki...!
Gott kvøld... bara verid ad æfi sig hægri, vinstri, snú...! Teen Town útsetninging kom í hólfid ... virdist vera frekar mikid af villum... frekar en smekkleysi...! Annars á madur ad kunna þetta... já svo er bassasóló líka, þannig ad núna eru a.m.k. tvö bassasóló; í Havona og Teen Town..! Mér sýnist ad í Havona útsetningunni, sé búid ad útsetja fyrri hluta bassasóló Jaco..! Ég hef enn engan sérstakann bassapart fyrir Havona.. er ad vinna úr "scorinu" og básúnu og gítarpartinum..! Skrópadi á tónleikunum í gær .. var ad æfa mig..! jæja best ad gera sér undirspil fyrir sólóin..! og senda trompetleikaranum sem verdur í bandinu mínu lögin í e-mail.. fyrsta æfing á morgun Jesper ætlar ad leysa Bent af í þad skiptid.. over 'n' out..!

21. okt. 2003

var ad fá svohljódandi e-mail frá Chappe:

New music in your box
Teen Town on its Way !!!!!!!!!!!!
music for teen town in your box tomorrow.
Start practising
Chappe


Annars eru tónleikar í kvöld:

Rytmisk koncertcafé

Musikcaféen, Mejlgade, Århus kl. 21:15

Program:
21.15: Søren Dahl Jeppesen
22.25: Kremeliir vs. Fantabulous
23.00: Søren Kybelund-Hansen
23.35: Simon Bekker

Alle de optrædende er RM-studerende.

Fri entré


Samspil í morgunn.. mannskapurinn seint á ferd..! Rifjudum upp nokkur lög og fórum í eitt frumsamid eftir söngvarann. Annars er ég bara þreyttur gaur.. gekk hægt ad sofna... smá kalt og svona..! En samt snemma á fætur..! Hressleiki..!
Já hélt áfram ad æfa mig í gærkvöldi.. taktmælaæfingar og Weather Report lögin, milli þess sem ég hljóp nidrí þvottahúsid..! Hressleiki..!

20. okt. 2003

Æfdi mig í allan dag.. med einni jógúrt pásu og svo eldadi ég og bordadi og horfdi á Simpsons (of course..!). Æfingarlota dagsins byrjadi á upphitun svo fór ég í unison línuna í Havona, svo í bassalínuna.. er ad brjóta hana nidur .. tek nokkra takta í einu og reyni ad ná þeim upp í tempó..!! ... So far so good..!! Kemur hægt og rólega... þad á bara efir ad vera "blast" ad spila þetta..! Var farid ad verkja í vinstri hendina um 18:30..! En píanóid er næst...!
Nú þad týnast inn smátt og smátt, nóturnar vegna Weather Report tónleikana..! Er kominn med The Three Marias bassapartinn, sýnist hann vera eins og hann hljómar á Atlantis..! Havona útsetningin er einnig kominn inn... en getid hvad... bassaparturinn er týndur... þannig ad ég fékk bassabásúnu og gítar part + svo scorid... og var ég vinsamlegarst bedinn um ad a.t.h. scorid.. ef ég les rétt... þá er einhver skrifud sextánduparta lína.. á stökustad.. og gott ef þad er ekki sóló líka... (gulp).. nú þýdir ekkert helvítis slugs... er farinn ad æfa mig ..bæ!
Halló..! Nú vid Jesper gerdum okkur gott kvöld... þarna á laugardaginn... bandid sem vid sáum, á Cafe Jorden, hér Funky 4 og var sérdeilis hressandi... funk med heilmiklum New Orleans áhrifum... þeir tóku m.a. Tower Of Power slagara.. og voru med frumlegar/fyndnar útsetningar af ansi kunnuglegum húsgöngum..! (já húsgöngum ekki húsgögnum...!) Jesper var med trompetinn og spiladi í nokkrum númerum..! Hressandi..! Nú annars var ég ad skrída úr söngtíma.. og þad var barasta fínt.. söng "Your Song"...! Næst á ég ad koma med íslenska þýdingu á textanum, bara þýdingu ég á ekki ad geta sungid hann, m.ö.o. hann þarf ekki ad vera sönghæfur..! Stud..!

18. okt. 2003

Gott og blessad kvöldid....! Allir hressir og schitzadir...! þrátt fyrir ad hafa sofid hressilega út þá fór minn ad æfa sig eftir tvöfaldann (nei ekki þannig tvöfaldann...) skammt af Simpsons .. Ef ykkur vantar hugmyndir af jólagjöfum handa mér þá virkar Simpson á DVD ágætlega....! En já æfdi mig.. á bassann ... upphitunar-/fingraæfingar.. svo datt ég í smá moll pentatón pælingar... spila moll pentatónstiga í 5ólum (5=penta.. aha...!) á tveimur strengjum t.d. D-moll á leid nidur nóturnar D, C, A á G-streng og G og F á D streng o.s.frv. ... því næst réds ég í taktmælaæfingar Peters Vuust og byrjadi ég á því ad skynja klikkid á þridju tríólunni í áttundaparts tríólunni... þad þarf ad gefa þessu smá tíma til ad byrja med... tricky .. en kemur.. tempóid var hægt 50bpm. því næst söng ég "Your Song" eins og ég ætti lífid ad leysa...! Svo ætladi ég ad fara ad æfa píanó.. en haldidi ad ég hafi ekki hitt herra Jesper B S.. hann er ad draga mig á einhverja tónleika á Cafe Jorden.. eitthvad funky second line shit.. alright..! All work no play... NEVER...! Gangid ekki á gufunum..! p.s. ... EGILL.....! HVAD KLIKKADI....!

17. okt. 2003

þad hlaut ad vera...!
Komidid sæl og blessud.. þad er nú búid ad vera stórtídindalaust í dag.. ekki mikid um læti..! Dró helst til tídinda þegar ég hringdi í trompetleikara ad nafni Bent...! Morten saxafónleikari hvadst adspurdur, gjarnan vilja spila med honum, þrátt fyrir ad hann þætti skrýtinn.... þad virkar nú bara hvetjandi á mig ef einhver er "weird"...! Hann tók annars bara vel í þetta, þrátt fyrir ad vera frekar upptekinn.. nú ekki meira um þad ad segja svo sem ... ég á ad tala betur vid hann á midvikudaginn...! já og hann útskrifadist úr DJM nú í sumar...! þetta fer ad vera spennandi...! get ekki bedid eftir ad byrja ad æfa.... jeiii.... jæja best ad fara ad æfa sig á slaghörpuna....!

16. okt. 2003

píanóid fékk ad kenna á því ... þrátt fyrir gleymdar nótur.. hjakkadi bara á bassa ostinatoinu og hljómunum sem ég mundi... sídan fékk Gordian Knot smá endur raddsetningu fyrir saxann... gódar stundir..! MIDI fællinn af Gordian er ekki alveg solid...!
Eftirfarandi grein birtist í bladinu information í fyrradag...!

Jazz fra vulkanøen
Andet 14. oktober 2003
Af CHRISTIAN MUNCH-HANSEN
På Island trives et fremsynet, eksperimenterende jazzmiljø, der ikke lader de øvrige skandinaviske lande noget efter i kvalitet og dristighed


Nye cd‘er
Højt oppe i det nordatlantiske hav ligger den vulkanske kæmpeø Island. Befolkningen er på blot 250.000 mennesker og geografisk er den effektivt afsondret, men traditionen for at spille jazz har været levende siden 40‘erne, om end mange først og fremmest forbinder Island med eneren Bjørk og måske jazzfusionsgruppen Mezzoforte, der solgte stort i 80‘erne. Er man gammel jazzræv, kender man dog nok saxofonisten Gunnar Ormslev, Islands i efterkrigstiden kendteste jazzmusiker.
En ny og vital generation af musikere er vokset frem i de sidste 10-15 år, og lige nu råder Island over nogle spændende repræsentanter for progressiv og eksperimenterende jazz. Vigtige navne er især guitarisen og el-bassisten Skúli Sverrison, guitaristen Hilmar Jensson og den unge saxofonist Jóel Pálsson.

Efter stilheden
Skúli Sverrison, der i øjeblikket bor i New York, har sammen med tenorsaxofonisten Óskar Gudjónsson indspillet den spartanske og umanerligt smukke After Silence, en plade med sit eget, sære liv. Udgivelsen skaffede de to musikere titlen som årets jazzmusikere på Island sidste år. 13 korte stykker spilles lavmælt indtrængende på saxofon, understøttet af et velklingende akkompagnement og lyddesign fra Sverrisons guitarer. Stykkerne er som små digte: der kommunikeres rammende og skævt fascinerende med få midler.
Det tekstløse cd-hæfte eksponerer en række associative snapshots bl.a. et stykke af en velourjakke, et soveværelse, en bryllupskage, en turistbus i disen, en grønklædt klippe og en vintergrav med friske blomster – fastfrosne øjeblikke af hverdagsliv og omgivelser, der i smuk stilhed akkompagnerer musikken.

Manende og bidsk
Sverrisson medvirker også på pladen Napoli 23, skabt af gruppen med samme navn. Han sekunderes af netop Hilmar Jensson (el-guitarer og elektronik), Eyvind Krag (viola) og Matthias M.D. Hemstock (trommer og elektronik). Folkemusikalske elementer af skandinavisk og indisk islæt blandes i en fascinerende iscenesættelse. Mørkt tonede melodisekvenser, spillet fortrinsvis på viola, tilsættes tvetydige guitarklange, soundscapes og effekter. Det hele har et filmisk, langsomt manende og ildevarslende præg. Pladen er vel som helhed for monoton, men har dog unikke momenter.
Hilmar Jensson viser en rå og bidsk side af sit instrumentale håndelag på Tyft med amerikanerne Andrew D‘Angelo (altsax, basklarinet og elektronik) og Jim Black (trommer, elektronik o.a.), med hvem Jensson også spiller i gruppen AlasNoAxis.
Tyft er en plade med stor spændvidde fra pauserende, akustisk fabuleren til aggressive, støjfikserede kraftudladninger. Det er dybt personligt, og hvis ikke man er sart, venter der en varieret, udfordrende og udmattende samling musik med vigtige hvilepunkter i Jenssons smukke, akustiske guitarpassager. Det vildtvoksende stykke, »Short or Hairy«, blev valgt som det bedste jazznummer på en islandsk cd i 2002.

Pálssons brede spekter
Saxofonisten Jóel Pálsson (f. 1972) har et langt CV at vise frem og to roste plader i eget navn før Septett. Dén plade indbragte ham sidste år og for anden gang udmærkelsen »Årets jazzplade« på Island.
Besætningen med tre blæsere og rytmegruppe med bas, trommer og tangenter giver en amerikansk klingende lyd, men der arbejdes i et bredt spekter: skift imellem stramme og løst skitserede passager, hymniske træk i harmonikken, vildtvoksende soli og pauserende frirum.
Pálsson kombinerer en nøgtern saxofonstil og tone med et overlegent håndelag (han kan minde om vor egen Jakob Dinesen). Hans kompositioner er ambitiøse med tendens til overmætning, men det opvejes af det levende gruppespil og gode soli
ikke mindst af Eythór Gunnarsson på elektriske tangenter.
Pálsson medvirker som gæst på cd‘en Rask i pianisten David Thor Jónssons navn. En flot lydoptagelse fanger de dristigt og eventyrligt spillede musikstykker i et abstrakt, akustisk lydlandskab, der rammer en arketypisk tone i skandinavisk jazz med associationer til kølig luft, forrevne klippeskær og pludselige vejrskift. Igen personlig musik af høj kvalitet.

Fortidens stemmer
Sigurdur Flosason (saxofoner og klarinetter) og Pétur Grétarsson (slagtøj) skal nævnes for deres Raddir Thjódar: ‘Nationens stemmer‘. Udgivelsen, der er en udfoldelse af Islands folkemusikalske arv, var blandt de nominerede til Nordisk Råds Musikpris i år.
»Nationens stemmer« hentyder til de tusinder af sange og musikfortællinger, opbevaret i islandske nationalsamlinger. Ældre optagelser med sangere og fortællere er klippet sammen med Grétarssons slagtøjsrytmer, Flosasons træblæserspil, samt udvalgte reallyde og effekter.
Ideen minder basalt om gruppen Northern Voices‘ registrering og musikalske bearbejdning af et andet folkemusikalsk materiale – eskimoiske trommesange – dokumenteret på pladen The Thule Spirit (1997). Raddir Thjódar er dog holdt i et mere simpelt og upoleret leje. Et sært fascinerende dokument, der vel kun har perifer interesse for ikke-islændinge.


*Skúli Sverrison & Óskar Gudjónsson: After Silence (Ómi Jazz 007)
*Napoli 23: Napoli 23 (Smekkleysa 5)
*Hilmar Jensson: Tyft (Songlines 1542-2)
*Jóel Pálsson: Septett (Ómi Jazz 011)
*Davíd Thor Jónsson: Rask (Ómi Jazz 006)
*Sigurdur Flosason & Pétur Grétarsson: Raddir Thjódar (Ómi Jazz 010)

GREININ SJÁLF ÚR GREINASAFNI INFORMATION

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker