21. des. 2003

Ísland er land þitt...!

Lauk við jólagjafakaupin í Kringlunni í gær. Tók svo sem ekki langan tíma, þar sem að sökum bágs efnahags verð ég að láta jólagjafakaup vera í lágmarki í ár, nánustu fjölskyldumeðlimir fá pakka.. and that's it!!

Fór og heimsótti mína óléttu systur (í dag, sunnudag) . Ég hafði veðjað að kúturinn kæmi í heiminn í dag, á fæðingardegi föðurafa okkar, Brynjúlfs Eiríkssonar. En svona er þetta, stjörnurnar láta stundum bíða eftir sér.

Hélt svo upp í Borgarnes. Gekk ansi stirðlega sökum afleits ferðaveðurs, fyrsti gírinn og "hazard" ljósin voru óspart notuð..! En slapp með skrekkinn...! Svo er nú það... !!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker