Helgin var þéttskipuð samvkæmum og mannfögnuðum. Matti bauð til teitis í villunni sinni á föstudagskvöldið og var þar samnfagnað góðu forprófi sem var háð fyrr um daginn niðrí FÍH.
Á laugardaginn fékk ég Nettettinn í kaffi og með því og vorum við að hlusta eftir hressandi lögum til að tækla á næstunni. Verk þeirra Brecker bræðra, Weather Report, Aphex Twins/Bad Plus, Sean Jones og Frank Zappa verða t.a.m. tekin til skoðunar.
Á laugardagskvöldið fórum við Sice svo í matarboð til Sváfnis söngmanns í Mönnum Ársins og átum við þar gómsæti og áttum góðar stundir með Mönnum Ársins og kvenndum þeirra, sem eru á annað borð kvenndir.
Á sunnudeginum fögnuðum við ásamt ættingjum, 70 ára afmæli hennar Helgu föðursystur minnar, þeirrar sömu og ég leigði kjallarherbergi af í áratug eða svo. Það var fínt að hitta eitthvað af þessu liði þar sem ég kemst ekki sökum spilamennsku á hið árlega þorrablót sem verður næstu helgi.
Þannig að.... samkvæmishelgi hin mesta!
Sýnir færslur með efnisorðinu fólk. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu fólk. Sýna allar færslur
15. jan. 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Um mig / about me

- Siggidóri
- Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,