23. maí 2004

All that jazz!

Jæja þá fer að styttast í UK för mína. Það verður chillað í London yfir helgina og svo verður fjölmennt á Ronnie Scotts á mánudagskvöldið til að sjá Dave Weckl Quartet spila fyrir gesti og gangandi. Í quartetnum er t.a.m. bassaleikarinn Tom Kennedy sem ku þykja ansi slingur með gígjuna og verðu gaman að sjá og heyra þá spila.


Jazzclub Ronnie Scotts, location. Posted by Hello


Annars var ég að bæta inn linkum á kantinn. t.a.m. hjá hollenska rafbassaleikaranum Frans Vollink, tékkið endilega á mp3 stuffinu hans svo er hann með ýmsar "transcriptions" líkt og kollegi hans Lucas Pickford.

Svo er stefnan að hafa smá Jaco Pastorius DVD áhorf niðrí FÍH annaðkvöld (mánudaginn 24 maí) kl. 20:00, fyrir áhugasama er einfaldast að mæta á svæðið, eða hafa samband.

Góðar stundir.

Congratulations Siim..!!



Ég óska hinum eistneska saxafónleikar og fyrrum skiptinema í Tónlistarskóla FÍH, Siim Aimla til lukku með útskriftina!

Veðrahamur

Jæja þá er maður búinn að sækja um á Jazzhátíð Reykjavíkur 2004. Sjáum til hvort þetta gengur eftir.

31...!

It's my birthday ... so give me a hug..!

Test Posted by Hello

I'm trying out this new "Blogger Users Can Add Pictures to their Blogs With Picasa's Hello Software "!!!

22. maí 2004

Já já !!

Fór á þetta fína stand up á fimmtudaginn. Minnir að ég hafi ekki farið á stand up síðan á Radíusbræður fyrir svona 10 + árum síðan. Anyways .. skemmtun góð Pablo Fransico fór á kostum. Í gær skellti ég mér á tónleika Jagúar flokksins á NASA. Flutt voru lög eftir Tómas R. Einarsson í útsetningum Samúels J. Samúelssonar. Bandið, sem var skipuð þónokkrum auka mönnum, var dúndur þétt að venju. Stemmingin var svolitla stund að fara að stað, því fólk ÁTTI jú að dansa. Ég sat nú samt á rassgatinu þar til í lokinn þegar ég var hættur að sjá á sviðið sökum iðandi manngrúans á gólfinu...! En það tók semsagt tíma að fá fólk í dans! Eitthvað gerðist þegar Bogomil Funk (áður Font) hóf upp raust sína. Sumt fólk getur ekki dansað nema það sé söngur, og það syngi með !! .. magnaður andskoti..! En þetta var allt mjög vel heppnað og óska ég Samma og félögum til hamingju með vel heppnað verkefni! Það er séns að sjá seinni tónleikana í KVÖLD 22 maí kl. 21:00 á NASA. Mæli með því...!

17. maí 2004

Langur dagur...!

Vaknaði 8:00 spilaði í fjórum stigsprófum fór svo í vinnuna og svo nemendatónleikar.. best að koma sér heim fljótlega ....

Davíð Þór Jónsson með álegg dagsins. Smurostur með súkkulaði kexi.. og yfirvaraskeggi...!!

11. maí 2004

Everyday people..!

Kennsla í gær.. mest svona verið að fara yfir verkefni komandi ársprófa hjá nemendunum mínum, sem verða á fimmtudaginn næsta. Á vikunni eru svo eru slatti af æfingum vegna stigsprófa annara nemenda í FÍH, mér telst til að ég komi að fjórum prófum. Gaman að því. Annars fór ég aftur í ræktinni í dag..! Stemming!

9. maí 2004

Já jæja.. þá er maður búinn að þessu..! Fór svo út að éta á Austur Indía Félagið og svo á Dillon og 22 og heim!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker