31. jan. 2006

Kaffi ilmurinn ....




...var óvenju snemma á ferðinni í morgunn. En að sötrinu loknu fór ég niðrí FÍH að æfa með Matta og Jóni Óskari fyrir stigspróf þeirra. Kominn tími á að dusta rykið af spuna-kótelettunum!


Ekki "jazz-chops", heldur "pork-chops"!


En að öðru.

Dave Douglas trompetleikari bloggar eins og vindurinn: http://www.greenleafmusic.com/. Meira að segja myndband með honum: "Fatty's Plucky Pup"




og ... ÚFF

29. jan. 2006

Nestlé!

Miklar framkvæmdir verið á heimilinu þessa helgina.

Fórum og eyddum pening í IKEA, Blómaval og BYKO. Vorum aðalega að kaupa ljós, gluggatjöld og blóm og eitthvað.

Ég náði meira að segja að fá smá rafstuð meðan ég fékk smá truflun frá Agli. Stuð er hressandi.

Setti inn nokkur "snapshot" úr lífi mínu seinust vikurnar HÉR.

SharePod


A Windows program which copies music to/from your iPod and shares music with non-iPod friends

The Bad Plus til Íslands!


Þetta fer maður nú að sjá..... líklegast!

THE BAD PLUS Á NASA 12. MARS
FRAMSÆKIÐ JAZZBAND SEM ROKKAR OG ER AÐ VALDA BYLTINGU Í TÓNLISTARHEIMINUM

The Bad Plus hafa eytt undanförnum árum í að afsanna allar hugmyndir um það hvernig órafmagnað djasstríó ætti að hljóma, ekki beint eins og fílar í postulínsbúð heldur frekar eins og nashyrningar í kringlu. Maður þarf ekki læknaslopp eða einhvers konar hlustunargráðu til að kunna að meta samstarf bassaleikarans Reid Anderson, píanóleikarans Ethan Iverson og trommarans David King. Það er sama á hvernig tónlist maður hlustar því að þetta virta tríó tjáir sig með krafti og ástríðu sem höfðar til allra sem hafa eyru, hjarta sem slær og taugakerfi.
UM THE BAD PLUS

Síðan hljómsveitin var stofnuð árið 2000 hefur The Bad Plus gefið frá sér tvær plötur á eigin vegum og þrjár aðrar fyrir Sony/Columbia. Á þremur seinni plötunum These Are the Vistas (2003), Give (2004) og Suspicious Activity? (2005) unnu þeir með fræga upptökustjóranum og óþreytandi hljóðversmeistaranum Tchad Blake, sem var tilnefndur til Grammy-verðlauna fyrir upptökurnar á Give. Einnig hafa þeir gefið út tónleikaplötuna Blunt Object: Live in Tokyo.

Á tónleikaferðalögum hafa The Bad Plus slegið í gegn og áhorfendur þeirra verið misjafnir hvað stærð, lögun, skapgerð og ríkisborgararétt varðar. Spila þeir á djassklúbbum? Já. Rokkklúbbum? Já. Tónleikahátíðum allt frá Bonnaroo til Bumbershoot? Ekki spurning. Hafa þeir hitað upp fyrir Pixies? Svo sannarlega. Hafa þeir spilað á Village Vanguard í New York? Já, oft. En einkapartíum sem Jake LaMotta og George Steinbrenner mættu í? Einu sinni. Hafa þeir unnið með danshópi Mark Morris? Athugið málið á Google. Hafa þeir spilað á bak við veitingastað í eigu fyrrverandi bassaleikara Hüsker Dü? Við semjum þetta ekki á staðnum. Er til sú tegund tónleikastaða sem The Bad Plus hafa aldrei spilað á? Nei.

Ef þið hafið lesið um The Bad Plus í tímaritum vitið þið líklega að þeir taka nokkur lög eftir aðra. En ef þið hafið lesið um The Bad Plus í sérstaklega góðum tímaritum vitið þið líka að þeir spila einkum eigið efni, þar sem allir þrír meðlimirnir eru mjög góðir lagasmiðir. En það er sama hver semur lögin, hljómsveitin kemur fram undir fjölbreyttum áhrifum. Þetta er ekki bara eitthvert djasstríó sem segist vera undir áhrifum frá rokktónlist og spilar þess vegna hátt og vitnar í Zeppelin. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa mikla reynslu af því að spila ýmiss konar tónlist og eru afar færir spunamenn sem byggja, breyta, bæta, bjaga og endurmóta það sem þeir spila án þess að missa tökin á lögunum.

Takið eftir því að The Bad Plus er hljómsveit sem vinnur sem ein heild. Ekki halda að Iverson sé leiðtoginn þótt hann sé í jakkafötum. Ekki sjá Anderson sem skyldurækinn miðjumann þótt hann standi í miðjunni og segi ekki orð. Og ekki halda að King sé úrþvætti á skilorði þótt hann refsi trommusettinu með kjuðum og öðru. Þetta er ómótstæðileg og framtíðarleg tónlist og flytjendurnir þrír sitja allir jafnir við stjórnvölinn.

TEKIÐ AF EVENT.IS



Flettið í gegnum þenna og þennan link til að finna tónlist með Bad Plus til að hlusta á!

28. jan. 2006

Talandi um keppni í söng....

Þá var ég að spila undir í Söngkeppni FB sem haldin var í Tjarnarbíó á fimmtudagskvöldið og var það hin besta skemmtun eins og þessar keppnir eru nú iðulega.

Meðal laga sem voru í keppninni voru t.a.m.:

Aqualung - Jethro Tull (aldrei spilað lag með J.T. fyrr en nú, gaman að því)
How Come You Don't Call Me (Anymore) - Alicia Keys (lagið er eftir Prince)
Runaway - The Coors
Blind - Lifehouse
Rómeó og Júlía - Bubbi
Summer Samba - latin standard
Bed of Roses - Bon Jovi
Rebel Yell - Billy Idol
Jolene - Dolly Parton
Slappaðu af -
Hallelujah - Leonard Cohen
svo var eitt frumsamið lag, eitt lagið var rappað og svo kom hljómsveit of flutti pönksyrpu.

Stuð.

Idol

Var að glápa á Stjörnuleitina hjá systur minni fyrr í kvöld. Ég var lang oftast sammála því sem ofurtöffarinn Bubbi hafði að segja um framistöðu keppenda. En fyrirkomulagið á kosningunni tel ég vera meingallað. Finnst að mæður ætti að kjósa þann sem er verstur á þessu stigi málsins, sem sagt að kjósa út.
Það fór a.m.k. illa fyrir manneskju sem átti fyllilega skilið að vera áfram inni.

Svo finnst mér undarlegur þessi hræðslu áróður um að hugsa um fólkið í landinu, hvað því finnst um hin og þessi lög. Mér sýnist þetta vera hreppa og vina kosning eins og málin standa núna. Það er amk slatti af liði þarna inn sem á lítið sem ekkert erindi. Hefði að skaðlaust mátta fækka um helming.

En það er spurning um að taka Bubbann á það .. og koma með skonrokks-sleggjuna á liðið?

23. jan. 2006

Ömurlegasti dagur ársins í dag

Nú er það svart því rannsóknir breska vísindamannsins Cliff Arnall sýna að dagurinn í dag er sá mæðulegasti á árinu. Meira af Mbl.is

Svo sem prýðilegur dagur.

Stóð þó í stappi í hádeginu. Úti í kuldanum... stefnir allt í hálsbólgu!

Það sem (tónlistar-) maður þarf að leggja á sig !

22. jan. 2006

Zappa Plays Zappa



Zappa leikur Zappa

Zappa Plays Zappa með þá Ahmet og Dweezil Zappa í broddi fylkingar spilar í Laugardalshöll föstudaginn 9. júní næstkomandi. Synir tónlistarmannsins og furðufuglsins Frank Zappa koma fram ásamt einvalaliði tónlistarmanna og leika tónlist föður síns en Frank Zappa lést árið 1993.

Á meðal þeirra sem leika í hljómsveitinni er Steve Vai, einn fremsti gítarleikari heims en Steve lék á árum áður með Frank Zappa og kom hingað til lands með hljómsveitinni Whitesnake árið 1990.

Samkvæmt upplýsingum RR ehf. sem flytur hópinn hingað til lands verða fleiri tónlistarmenn úr hljómsveitum Zappa einnig með í för og koma þeir fram sem leynigestir.

Nánar er fjallað um þetta í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.
http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1180600

Svo veit Kiddi eitthvað meira um þetta.
http://www.snerill.com/?p=170

og meira hér...
http://www.zappa.com/cheezoid/whatsnew/zpz/


Í fréttum er þetta helst.

Það er búið að vera mikið að gera seinustu vikur. Spilamennska í undankeppni fyrir Söngkeppni Framhaldskólanna. Spilaði fyrir MR í seinustu viku og svo verður FB keppnin næsta fimmtudag.

En annarrs var ég í þrítugs-afmælis veislu hjá systur minni í gær. Fór meira að segja á ball. Þannig að maður er nett lemstraður eftir það og langan dag af æfingum.

Later!

11. jan. 2006

Góðir Íslendingar

- þið eruð asnar

Gengið ...



Fór í feitan göngutúr um hverfið. Klukkutíma rölt. Tvímælalaust fyrsta skipulagða hreyfingin á þessu ári. Spurning um að fara að taka á því!

Annars voru hressandi umræður um það hvort að það sé líf eftir dauðann í "Ísland í bítið" í morgunn. Þar rökræddu Birgir Baldursson og Guðjón Bergmann um efnið.



Það má nú segja að ég hafi nú í all langan tíma hallast að þeirri skoðun sem Birgir talar fyrir um og hef ég þá farið í gegnum allskonar pælingar í þeim efnum, þannig að ég get óhikað sagt að ég hafi komist að þeirri niðustöðu eftir miklar pælingar í gegnum árin.



Menn hafa svo sem velt þessu mikið fyrir sér:

Er líf eftir dauðann? (Vísindavefurinn)

Er líf eftir dauðann? (Þórhallur Heimisson)

Er líf eftir dauðann? (Örvitinn.com)


Og svo kunnuglegur pistill frá manninum sem kenndi mér heimspeki í framhaldskóla.
Veðmál Pascals (Atli Harðarson)

Lífið eftir dauðann í stíl ásatrúarmanna.


En eins og einhver sagði.... lífið er bara "frímínútur" frá dauðanum. Við vorum dauð .. svo fæddumst við og við munum svo sannarlega ekki lifa að eilífu.

10. jan. 2006

Amelia o.fl.

Eitthvað var maður nú seinn á lappir í dag ... kannski fór maður seint í bólið .. aldrei að vita.

Var nú bara heima að æfa mig í dag. Kíkti t.d. á bassalínuna í laginu Amelia eftir Jaco. Eitt af hans eldri lögum. Skemmtileg lína sem má nálgast á www.fransvollink.com (undir Jaco Transcriptions).

Talandi um Frans. Þá skellti ég mér á debut diskinn hans um daginn. Mikið fjúsjón þar á bæ og rafmagnaður jazz. Frábær bassaleikari þar á ferð.

Keypti plötuna í gegnum www.cdbaby.com, sjaldan fengið jafn hraða þjónustu. Topp menn!

Og fyrst maður var kominn í bassahetju flokkinn þá smellti ég mér líka á:

MATTHEW GARRISON: Matthew Garrison

MICHAEL MANRING: Soliloquy

auk: FRANS VOLLINK - SEBASTIAAN CORNELISSEN: One Spirit

Talandi um Tarantino ....



Þá var lokaþátturinn af
CSI þónokkuð meira hressandi en venjulega.


5. jan. 2006

I'm so proud

TARANTINO FALLS IN LOVE WITH ICELAND AT NEW YEAR


See the video

Film-maker QUENTIN TARANTINO is vowing to spend every New Year's Eve in Iceland after enjoying a boozy night with a bar full of "supermodels".

The KILL BILL director is a longtime fan of Iceland and when friends invited him to see in 2006 there, he jumped at the chance.

He says, "I almost can't imagine New Year's anywhere else after that because Icelanders, they go and they drink like crazy any old way, but, on New Year's they lose their minds - in particular the women lose their minds and like drink like crazy.

"We were in this club full of all these drunken girls and this one girl is like, 'Oh man, I'm so embarrassed about Icelandic women - they always go out and they always drink way too much and make complete fools out of themselves.

"The moment after she said that a drunken girl walks by and does a face plant, 'Bam!' right in front of us.

"I'm in a room full of supermodels who were drunk out of their mind standing on a table, (going) 'Let's get the party started.' I'm like, 'Where have I been all my life.'

"In America, the idea is to get the girls drunk enough to go home with you, in Iceland it's to get the girls home with you before they get so drunk that they're passing out in your bathroom or vomiting all over you."

3. jan. 2006

Mest spilaði í iTunes árið 2005




Ég hlusta nánast alltaf á einhverskonar "random" (slembi hlustun?!) eða á sérhannaða spilunarlista sem eiga að þjóna einhverjum tilgangi.

Þetta er toppurinn skv. mælingu iTunes spilarans hjá mér.

42 lög voru spiluð 7 sinnum eða oftar.

2005




Gleðilegt ár öllsömul!!


Smá upprifjun á árinu sem leið

Janúar:

Hóf árið í Þýskalandi

Keypti árskort í líkamsrækt

Febrúar:

Kenndi á 8 vikna bassanámskeiði í Hafnarfirði

Var að vinna í útvarpskjölunum s.k. fyrir FÍH. En við skráðum niður spilun á lögum á nokkrum vel völdum útvarpsstöðvum í júní-júlí 2004

Borgaði inn á Lakland bassann.

Æfði af og til með Topless Latino Fever, sem byrjaði sumarið 2004 sem “latin æfingabúðir” fyrir mig og Gautaborgar-Krissa. Bandið á eitt lag á jólaplötunni Stúfur sem Atli Bollason gaf út.

Esben bróðir Sice kom í heimsókn.

Spilaði í Söngkeppni Iðnskólans í Reykjavík.

Mars:

Fjárfesti í utanáliggjandi hörðum disk, sem skömmu síðar gerði mér auðveldar að hafa stöðugan aðgang að mínu eigin geisladiska safni, sem og auðveldara að geyma efni sem maður rekst á.

Fór í mitt fyrsta útvarpsviðtal þar sem ég var ALEINN að sitja fyrir svörum. Hef svo sem farið í viðtöl áður.

Spilaði á Jazzklúbbnum Múlanum með bandi sem ég kallaði “Skonrokk” og fluttum við einvörðungu lög eftir mig.

Apríl:

Fór í eftirminnilegan túr til Danmerkur og spilaði á nokkrum tónleikum með Amalgam sveitinni. Sá Kurt Rosenwinkel á tónleikum í þeirri sömu ferð.

Fékk Laklandinn.

.. og sjálfsagt vorum við hjúin eitthvað farin að huga að því að finna okkur stærra húsnæði en það sem við dvöldum í um þær mundir.

Maí:

Maí virðist hafa verið stórtíðindalaus. Mikið um að maður kíkti á burtfarartónleika frá F.Í.H.

Júní:

Skoðaði íbúðir á fullu.

Hljómsveitin Malus spilaði sitt fyrsta gigg þann 9.

Æfði með M-Projectinu hans Matta.

Keypti íbúð.

Júlí:

Flutti í nýju íbúðina.

Spilaði með Malus.

Keypi mér nýjan magnara.

Var viku í Danmörk.

Ágúst:

Kennsla hefst að nýju. Þjálfaði samspil sem spilaði svo á Ljósanótt Reykjanesbæjar.
Annars stórtíðindalaust.

September:

Amma og mamma Sice komu í heimsókn.

Hóf störf í Tónlistarskóla Mosfellsbæjar.

Egill hóf þreifingar með popp-bandið sitt.

rafbassinn.blogspot.com leit dagsins ljós.

Klukkið” tröllreið bloggum landsins.

Jazzhátíð Reykjavíkur 2005 hófst. Meðal áhugaverðra tónleika voru t.d. tónleikar Kenny Garrett og Koko" sem er dúett skipaður japönsku víbrófón-leikkonunni Taiko Saito og þýska píanólaikaranum Niko Meinhold.

Október:

Jazzhátíðin kláraðist. Jesper Sörensen kom í heimsókn til landsins.

Nóvember og Desember:

Stórtíðindalausir að mestu.



Sem sagt alveg hið ágætasta ár.
Íbúaðakaup og flutningar hljóta að teljast til stærri viðburða ársins.
Svo er bara gaman að því að vera í starfi sem maður fílar og að maður kynnist stöðugt fólki sem er áhugavert og skemmtilegt, bæði í gegnum starfið sem og músíkina almennt.

Ekki strengi ég nein heit eða set mér nein sérstök markmið fyrir nýja árið.
Maður heldur bara áfram að:

Reyna að lifa skikkanlega hollu líferni.
Kynnast fólki og halda kynnum.
Æfa sig á hljóðfærið og semja tónlist.
Og ... bara ... hafa gaman af þessu öllu saman!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker