28. feb. 2007

Drengur

Jámm, þá hefur frumburðurinn komist í heiminn. Það gerðist kl. 13:24 í dag. Uppskurðurinn gekk bara mjög vel og allir við góða heilsu. Strákur náði að hreinsa lungun sjálfur þannig að við fengum hann fljótlega í hendurnar.

DSC_0070

Þannig að við erum afskaplega sátt við lífið og tilveruna.

Hérna eru svo nokkrar myndir: http://www.flickr.com/photos/siggidori/sets/72157594562760059/

DSC_0074

Aðfaranótt....

Kl. er 03:05. Bumbustubbur hefur haft, til þess að gera, hægt um sig. Fátt sem bendir til þess að hann ætli sér að verða sér út um þá lífsreynslu að fæðast (á eðlilegan máta).

Waiting (....still)

Þá er það plan B: Við Sice förum upp á spítala kl. 09:00 í fyrramálið og væntanlega staðan tekin en svo er stefnt að því að ná setuliðanum með keisaraskurði um kl. 12.

Hmm...

Nokkrar nýjar myndir á flikkinun.

Ég verð þá bara nýbakaður... þegar heyrist frá mér næst...

Shalom.

16. feb. 2007

Setið á strák sínum...


Sice, week 40
Originally uploaded by Siggidóri.

Við fórum í mæðraskoðun í gær og fengum þær fréttir að barnið væri engan vegin komið í höfuðstöðu (eins og metið hafði verið í vikunni áður, ...hvað þá skorðað) heldur væri það "sitjandi".

Það var því hlaupið til og pantaðir tímar til að vega og meta stöðuna betur. Deginum í dag var varið upp á spítala þar sem móðir og barn voru mæld og metin hátt og lágt. Einnig var gerð tilraun til að snúa barninu, en það gekk nú ekki eftir. Vending er það víst kallað.

Það er víst þó nokkur hætta á að þessar aðfarir hrindi af stað fæðingu og hafði Sice því verið fastandi frá miðnætti ef gera þyrfti bráða keisaraskurð. Einnig fékk hún sprautu sem á að minnka líkurnar á að fæðingin fari af stað meðan að vendingin er reynd. Efni sprautunar getur verkað svipað og adrenalín, með handsjálfta og tilheyrandi, þannig að þetta voru smá átök. En allt kom fyrir ekki. Vendingartilrauninni var snarlega hætt þegar hjartsláttur barnsins fór lítilega niður. Meðan á þessu stóð var stöku sinnum ómskoðað til að athuga stöðuna og þóttumst við þá sjá hvert kynið var, en sögðum þó ekkert þegar þarna var komið við sögu.

Sice at the hospital

Síðan þurfti að fylgjast með móður og barni í sírita (monitor) í drjúgan tíma til að úr skugga um að allt væri með felldu.

Þegar þarna var komið við sögu fengum við að fara og fá okkur í gogginn, við kíktum á Hornið og sjáum eftir því. Rándýr og lélegt. Ég pantaði mér eitthvað rjómapasta krap.. sem kostaði 2000 og ég var með meltingartruflanir og bakflæði í allan dag út af þessum viðbjóði. Svo reyndu þeir að selja mér DJÚS sem appelsínu safa... fyrir 360 kr.... get real!!

En... aftur upp á spítala. Nú tók við meiri mónitor og svo fórum við í ómskoðun þar sem barnið var mælt bak og fyrir og síðan í röntegenmyndatöku til að mæla grind móðurinnar. Við fengum að taka með heim eina röntgen myndina, þar sem barnið sést mjög vel. Stórskemmtileg mynd.... vona að ég geti birt hana hér fljótlega.

Monitoring

Já og... kynið barnsins var svo endanlega opinberað í ómskoðuninni........



STRÁKUR .... á leiðinni! :-)

Svo var farið yfir mælingarnar og staðan metin. Líklegast látum við reyna á eðlilega fæðingu. Svo verður bara gripið inn í ef þurfa þykir. En þetta skýrist nú betur fljótlega.

Lifemarks

Þannig að við vorum á spítalanum frá 09:30-16:00, komum dauðþreytt heim og fengum okkur lúr. Svo rumskaði ég til að fara á æfingu með Mönnum Ársins.

Jeps... nóg að gera. Talandi um... þá var ég að spila í Söngkeppni M.S. í gær sem var ansi vel framkvæmd. Bandið gott og stemming. Smá stress fyrir sándtékkið/rennslið þar sem mæðraskoðunin var akkúrat rétt fyrir og bjóst ég jafnvel við á tímabili að þurfa
að beila á pakkanum. En það fór allt vel.

5. feb. 2007

Morgunstund.



Þessi mynd er reyndar tekin um kvöld.

En hvað um það, þeim fer nú fækkandi (býst ég við) þeim morgnum sem maður getur ráðstafað að eigin geðþótta, þar sem það styttist óðum í að barnið fæðist. Settur dagur er 18. febrúar, þannig að nú erum við innan (gefins) tveggja vikna skekkjumarka. Biðin er náttúrulega löngu orðin spennandi. Bumban er "fallin", og höldum við að barnið sé nú að skorða sig en það var ekki skorðað í síðustu mæðraskoðun (seinasta miðvikudag), við fáum það vonandi staðfest n.k. miðvikudag.

Annars hefði ég átt að vera á æfingu með Nettettnum akkúrat núna, en æfingin forfallaðist sökum veikinda eins í hópnum, megin hann ná heilsu sem fyrst blessaður. Sjálfur er ég búinn að vera með kvef/hálsbólgu drullu í viku, og var ég tvo daga frá vinnu sökum þess í seinustu viku.

Annars er nóg að gera í tónlistinni. Menn Ársins æfa frumsamda tónlist og spila nokkuð reglulega á næstunni (hægt er að sjá dagsetningar tónleika á myspace-síðu(m)), t.a.m. verðum við með stutta tónleika í beinni á RÁS 2, þann 23. febrúar. Svo er ég að spila í nokkrum söngkeppnum og var æft fyrir eina þeirra um helgina. Ávallt hressandi.

Nóg að gera...!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker