30. mar. 2004

Tune in.. cop out!!

Það voru nú ansi margir sem skrópuðu á Ung Jazz .. en næstu þriðjudagskvöld verður tónleikunum útvarpað á Rás 1 kl. 23.10.

þriðjudagur til þrautar.. hvað sem tautar ..

jæja.. þá er ansi jazzaðri helgi lokið .. Ung Jazz hefur runnið sitt skeið. Tókst allt saman ágætlega. Mæting tónleikagesta hefði þó mátt vera meiri og markvissari!! Eins og svo oft kannski..! Svo voru jamsession á Kaffi List á föstudagskvöldið (hressandi myndir birtast síðar) og í Stúdentakjallaranum á laugardagskvöldið...! Allt með eindæmun hressandi, svoleiðis!

En annars er það bara hversdagurinn þar til ég fer út til DK á fimmtudaginn. Hitta fullt af fólki sem er mér enn ókunnugt. Stemming!

En hverjir ætla á Mezzoforte á morgun.. rétt up hönd!

26. mar. 2004

Stutt í spunann!

God dag!

Alltaf er jafn súrt að sofa vel og vandlega eftir heila viku af of litlum svefni.. en svona er þetta..! Maður verður að reyna að hressa sig við.. fyrir tónleikana í kvöld.. Ung Jazz á Hótel Borg..!

Á morgun er svo NEF jam .. ég kem með 1 atriði (slightly) undirbúið, magnaður dúett það!

Annars bara stuð!

24. mar. 2004

..... súrleiki í vændum....

Ætli maður verði ekki vændur um súrleika þegar fer að líða á daginn.. of seint að sofa tvær nætur í röð og of snemma á fætur sömuleiðis.. verð að kenna fram eftir degi..

Svo er það Angurgapi á jazzkvöldi í MH. Stemming.

Annars fæ ég oft hugmyndir þegar ég æfi mig, fer janfvel að semja lög og eitthvað.. fékk nokkuð orginal hugmynd .. hef þetta hér til að minna mig á það ..



meira síðar...!

23. mar. 2004

Gigs ahead??

Er að undirbúa tónleikaferð okkar í sumar, þ.e. dönsku drengirnir og ég og Siggi.

Áhugasömum er bent á "linkana" hér til hægri til að fá vísbendingu um hvernig það gæti hljómað..!

20. mar. 2004

Já!!!

This is it ..! The Search is over..!

*geisp*

Ekki var nú sofið yfir sig hér í foreldrahúsum.. ég svaf í stofunni sökum fjölmennis (systir mín og sonur hennar).. sem þýðir það að bróðir minn (soon to be teenager) vildi fá að sjá sjónvarpið kl. 8:30 .. ekki alveg að dansa við þá hugmynd..!
Þannig að hressleikinn ræður ríkjum..

Svo lenti ég í ungbarnagæslu .. no problem .. þar til gaurinn fór að gráta .. best að prufa að strömma gítarinn .. já.. virkaði í nokkrar mín ... en hey maður keppir ekki lengi við brjóst.. rokk er gott, en án brjósta.. varla!

hehe..! Fann þennan gaur, hér eru hans útgáfur af t.d. Havona og Palladium.. !! Alltaf frískandi að fá samanburð..!

En talandi um frískleika .. skattframtalið 2004!! YEAH!!

En meira kaffi meira gaman...!

19. mar. 2004

Er í Borgarnesi í þessum rituðu orðum.. að gera skattframtalið 2004.. stuð!! Annars var maður chillaður í dag.. lengi í gang ... æfði mig aðeins, fór svo í ræktina og tók vel á því .. og fór svo í 'nesið.

Annars er Gordian Knot komið á Jon.is. (Sjá linkinn á kantinum)
Check it out..!

18. mar. 2004

Það rignir í Reykjavík.

Angurgapinn frestaðist í morgunn.. þannig að ég sofnaði óvart aftur og vaknaði rétt áður en ég fór í tíma til S.F. Við ræddum um forprófið (sem hann var mjög sáttur við), dagsetningar fyrir tónleikana og hverju ég get unnið í fram að þeim tíma .. það vantar ekki efnið..! Annars bara drífa sig í ræktina.. æfa sig og fara svo á æfingu með Angurgapa..! og kannski æfa sig meira ..!



Forsala aðgöngumiða á UngJazz 2004 er hafin í hljómplötuversluninni 12 tónum á Skólavörðustíg 15. UngJazz 2004 er samnorræn jazzhátíð þar sem fram koma ungir tónlistarmenn frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Markmið hátíðarinnar er að gefa ungum tónlistarmönnum möguleika á að koma á framfæri frumsaminni tónlist og að fá tækifæri til að hitta jazztónlistarmenn frá hinum Norðurlöndunum. Á hátíðinni koma fram 6 hljómsveitir og er mikil breidd í því efni sem sveitirnar flytja.

Verðið er ágætt líka ..:
26. mars 1.500,- á öll atriðin - 27. mars 1.500,- á öll atriðin - Báðir dagarnir á tilboði 2.500,-

Sjáumst..!

17. mar. 2004

Motown bítið

Ef einhver var að spá í því .. ! Motown bítið og af gefnu tilefni FRET.

tvö núll !! 2 - 0 .. 00

Byrjaði aftur í ræktinni í gær eftir ca. 3 vikna hlé .. kúnstpásu..! Alltaf gaman að svitna af sjálfsdáðum..!! Fór í tíma til Robba í gær.. nenni ekki að skrifa allar pælingarnar .. æfi þær bara og svo sjáum við hvort þær skila sér.. fyrr eða síðar..! Nú ... Í morgun var smá æfing með stigsprófsbandinu hans Matta..! Ingvi trommar og Siggi á gítar.. annars er Ingvi einnig í bandinu hans Matta sem er að spila frumsamda stöffið hans.. og einnig þeir John Gear á trompet og Ásgeir Ásgeirsson á gítar ..
Já og keypti mér nýjann gemsa .. Nokia 7250i .. !! Og fékk nýtt kort með númerinu mínu 699-4146.
Annars var það bara kennsla í dag og æfing með Angurgapa síðlakvölds.. MH tónleikarnir verða víst á miðvikudaginn að viku liðinni ..! takk og bæ!!

16. mar. 2004

Þoka!!

Var að koma af æfingu með hljómsveitinni hans Matta.. renndum í tvö lög .. þetta á eftir að verða skemmtilegt..!

15. mar. 2004

Loksins gott veður..!

Jæja þá er Sice burtflogin til Cheltenham á ný eftir vikudvöl hér á klakanum.. í roki og rigningu að mestu leyti..! Svo styttir náttúrulega upp um leið og hún fer!! Týpískt..! En við stunduðum heimsóknir... til foreldra minna og systur og co, fórum í glóðarsteikarteiti, sem var gaman og svo var Svarta Kaffið teygað á Kaffi List, skömmu síðar.. og tjúttað frameftir..! Kíktum síðan á Jazzklúbbinn Múlann á sunnudagskvöldið og sáum Be Bop hljómsveit Óskars Guðjónssonar fara hamförum.. þétt og gott og allir í stuði, og vel mætt!!
En best að fara að æfa sig..!


Framundan þessa vikuna eru t.a.m. æfingar með nýrri hljómsveit Matthíasar Baldurssonar, sem hefur verið ansi iðinn við kolann og er með heilann haug af frumsömdu groove-jazz dóti..! Verður athyglisvert og gaman..! Svo er æfingatörn hjá Angurgapa vegna Ung Jazz.. já og Angurgapinn mun kitla kuðunga á jazzkvöldi í MH á fimmtudagskvöldið kemur..!

Sjáumst spræk..!

8. mar. 2004

hmm!?!

Ég tók því nú afskaplega rólega um helgina .. var í feitu schjilli upp í Borgarnesi...! Gerði fátt af viti og ennþá færri vitleysur..! Sem er gott..! Svaf út í dag og fór svo að kenna.. eitthvað um veikindi og svona .. þannig að eiginleg kennsla hófst kl. 17:00 í stað 13:00.. svona er þetta..! Nú annars er ég í þessum skrifuðu orðum að drepa tímann hér í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.. þar til ég fer og sæki Sice út á flugvöll..! Hún ætlar að staldra við í eina viku í þetta skiptið..!
Einhverjar spurningar??!!

5. mar. 2004

Systematic excrement

Annars var þetta í boði í morgun frá minni hálfu.


Forpróf, 5. mars 2004.

1. Gengið á Gufunum (Sigurdór Guðmundsson). Post-rock free improv. Sóló: Steinar, Ívar og sameiginleg snarstefjun.
2. Havona (Jaco Pastorius). Funk-jazz-samba. Sóló: Sigurður, Sigurdór, Agnar, (Jóhann/Ásgeir).



3. You Turn. (S.G.) latin”ish”. Hefst sem líflegt latin, en endar í melonkólískri “semi” ballöðu “fíling”. Sóló: Sigurður, Ívar.
4. Elegant People (Wayne Shorter). “Funk-ballad”. Sóló: (Agnar), Ívar, Sigurdór.
5. Friður sé með Yður. (S.G.) Funk/rock, odd-meter, groove, free improv. Sóló. Sigurður, Ívar, Steinar.
6. Palladium (Wayne Shorter). Latin-funk. Sóló: Steinar.
7. Gordian Knot. (S.G.). Modal, free, “austræn” stemming. Sóló.... hver sem er!! .. endar á bassasóló.
8. Man in the Green Shirt (Josef Zawinul). Jazz-rock/funk. Sóló: Steinar, Ívar, Agnar, Sigurður.

Agnar Már Magnússon: hljómborð/rhodes
Ásgeir Óskarsson: slagverk
Ívar Guðmundsson: trompet
Jóhann Óskar Hjörleifsson: trommur
Sigurdór Guðmundsson: rafbassi
Sigurður Þór Rögnvaldsson: rafgítar
Steinar Sigurðarson: tenor sax.

Meira eða minna búið spil...!

Jæja þá hefur maður lokið "keppni" í stigsprófs veseninu..!! 8. stigið varð að staðreynd rétt fyrir hádegi í dag. En við hófum daginn snemma í morgun við félagarnir... Ívar, Siggi og ég. Ívar reið fyrstur á vaðið. Spilaði tvö lög eftir sig, modal og funk lag, og síðan Aspire eftir Kenny Wheeler og Katerina Ballerina eftir Woody Shaw..! Siggi spilaði tvö cover einnig Rosenwinkel lag og Pat Metheny lag af Bright Size Life og frumsömdu voru Lómur og Grindli. Ég spilaði Havona eftir Jaco Pastorius (tempóið var aðeins yfir velsæmismörkum..!) Gengið á Gufunum og Gordian Knot eftir mig.. og Elegant People eftir Wayne Shorter. Þetta tókst allt alveg prýðilega og hljómaði vel og var gaman... persónulega fannst mér ég ekki alveg vera að ná Havona á þessu tempói svo snemma dags .. en hey svona er þetta!!! Þá er bara að fara að æfa sig.. ! Góðar stundir...!

3. mar. 2004

bögg

Sá í netbankanum hvar kredidkortið mitt hafði verið notað eftir að því var stolið... 22 við Laugaveg.. fór þangað og spurði um óskilamuni.. t.d. svartan jakka ... og jú þeir höfðu jakkan... en engan síma eða veski .. enda virðast þjófarnir hafa farið í Kebab Húsið á eftir 22. Vonandi fengu þeir/hann/hún/það matareitrun...!

1. mar. 2004

I lost my gsm phone (among other things)

If you need to contact me .. call (+354) 699-4341.

já týndi semsagt gemsanum (honum stolið jafnvel ..!!), ásamt, veski og jakka...! Mjög súrt ..! En gróf upp gamlan gemsa og kort .. 699-4341 .. þar til annað kemur í ljós..!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker