Sýnir færslur með efnisorðinu myndband. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu myndband. Sýna allar færslur

26. nóv. 2007

Menn Ársins eru uppteknir menn...

Menn Ársins @ Lundgaard, Denmark

Þá fer að slá í viku síðan Menn Ársins sneru heim á klakann eftir ansi vel heppnaða upptökutörn á Lundgård upptökuheimilinu á Jótlandi. Stíf törn sem maður fann, þegar heim var komið, að hafði tekið þó nokkuð á. En mikið var þetta mikil stemming og skemmtilegt. Mæli með þessu. :)

Skellti til gamans nokkrum vídeó skotum af okkur þar sem við erum við upptökur, allt hrátt og í dogma stíl. ;-)





Svo er Sváfnir með eitthvað líka.

Sice og Andreas Úlfur voru í DK líka en voru þó ekki á Lundgaard. Þetta var í fyrsta skipti sem ég sé ekki frumburðinn daglega. Held við höfum báðir staðið það ágætlega af okkur. Sice náði sér í flensu sem ágerðist og endaði með lungnabólgu sem hún er rétt að jafna sig á núna. Þannig að það er svo sem ekki mikið búið að gerast hér eftir að heim var komið nema að hjúkra konu og annast soninn, og reyna að safna kröftum.

En jú jú .. það var í nógu að snúast hjá Mönnum Ársins um helgina. Við spiluðum á Hressó á föstudaginn og svo fluttum við lagið hans Tóta í undankeppni júróvisjón á laugardeginum og svo spiluðum við á Café Aróma þar á eftir.

Lögin sem ekki komust áfram á laugardaginn geta ennþá komist áfram í keppninni. Rás 2 stendur fyrir kosningu um hvort lagið fer áfram. Úrslitin verða gerð kunn um kl. 15. í þættinum Helgarútgáfunni á laugardaginn. Hægt er að kjósa alla vikuna.

If You Were Here (hlusta)
Þórarinn Freysson (höfundur)
Símanr.: 900 2202 (kjósa)



En það er ekki að spyrja að nördunum lagið er strax komið á YouTube. Tékk it.



8. okt. 2007

Tell Me About the Magic Underwear

Ég fór með bassana mína í yfirhalningu um daginn. Ég mæli með þess háttar. Allt stillt rétt, pússað og allt hvað eina.

Dr. House virðist einnig vera liðtækur bassaviðgerðarmaður... eins og sjá má hér! #

1. sep. 2007

!

Það er til mikið af fólki í heiminum sem er illa haldið af veruleikafirringu. Fólk sem trúir því af lífi og sál að endalok heimsins séu handan við hornið og að Djíses Kræst sjálfur muni koma á senuna (á ný). Fólkið biður fyrir endalokum heimsins og getur varla beðið eftir því að endalokin komi. Það sem er ógnvekjandi fyrir okkur hin er að innan þessa hóps eru valdamiklir menn (í U.S.A.), valdamiklir menn sem beint eða óbeint geta haft mikil áhrif á málefni heimsins, stríð t.a.m. og ef við leiðum hugan að því að það eru enn til kjarnorkuvopn þá fer þetta að vera soldið súrt allt saman. Firringin er slík (hjá þessu fólki) að stórt sveppa ský yfir einhverri stórborginni (eða hvar sem er) væri í þeirra huga skýrt merki um að J.C. Jósefsson væri mættur til að sækja það og taka sig með til paradísar.



Lesa má nánari lýsingar hér #.

31. ágú. 2007

Læknar og kukl...

Svanur Sigurbjörnsson skrifar á bloggi sínu:

Um miðbik 20. aldarinnar náði virðing almennings fyrir nútíma læknisfræði og vísindum hámarki. Stórfelldar framfarir urðu á sviðum skurðlækninga og smitsjúkdómalækninga og ungbarnadauði minnkaði á dramatískan máta. Læknar voru litnir á sem eins konar guðir því fólkið var þeim og vísindunum svo þakklátt og taldi þá vita best. Fólk sá að vísindin og rökhyggjan virkaði og bætti lífsgæði þeirra á mjög áhrifaríkan máta.

Nú 40-50 árum síðar er þetta óðar að gleymast. Fólk er vant því að fá
.... lesa meira #

-----------

Í samhengi við þetta langar mig að benda fólki á að skoða þátt Richard Dawkins "Enemies Of Reason". Fyrri hluti þáttarins virðist ekki vera inni á video.google í augnablikinu en seinni hlutinn (sá er fjallar einmitt um læknavísindin, kukl og fjárplógastarfsemi þeirra sem stunda hjátrúar"lækningar") er hægt að sjá HÉR!

5. júl. 2007

Andreas Úlfur spinnur á píanóið í Hingeballe

Fyrstu kynni Andreasar Úlfs af píanói. :)

Spuninn í blóð borinn, nokkuð impressionískur, minimalískur og lágstemmdur, (hehe).
Faðirinn truflar hann reyndar aðeins í restina.




18. maí 2007

Trúarlegt einelti

.
Í þessu broti úr fréttaskýringaþættinum 20/20 sjáum við hvað sumir trúleysingjar þurfa að kljást við í Bandaríkjunum. Frá: http://www.vantru.is/2007/05/17/08.00/

16. maí 2007

Ef þú ástsælist 'hvern, þá gjör frjálsa....

Ég var að "pikka upp" "If You Love Somebody Set Them Free" með Sting, fyrir æfingu hjá (hljómsveitinni) Menn Ársins. Datt í hug að leita mér að myndbandinu.


Spurning um að fara alla leið með pakkann og dansa eins og Darryl Jones. Je!



Flott band hjá Sting.
Omar Hakim, Daryl Jones, Kenny Kirkland (1955-1998) og Branford Marsalis. Ekki dónalegt.


Menn Ársins verða að spila á Hressó n.k. laugardag, 19. Maí, milli kl. 22 og 01.

Thants & Blants

Eða.... Allt sem þið vilduð vita um vatn, en höfðuð ekki hugmynd um það!


Breskur húmor þá eða?

Séð hjá: Ósk.

30. mar. 2007

Augun Opnast - Menn Ársins

Tékkið endilega á þessu snilldarmyndbandi við lagið "Augun Opnast" með hljómsveitinni Menn Ársins. Lagið er reyndar hljóðritað áður en ég gekk til liðs við þá meistara, þannig að ég get lítið montað mig af þessu.

En eðalmúsík og snilldar vídeó.

Augun Opnast - Menn Ársins



Við (Menn Ársins) verða svo í góðu flippi á Hressó annað kvöld (laugard. 31. mars.). Sjá nánar HÉR.

Menn Ársins @ Hressó.  March 31., 22:00 pm.


Menn Ársins
Originally uploaded by Sice.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker