29. jan. 2005

x-

Dís - Jóhann Jóhannsson / Ragnheiður Gröndal
Hjálmar
Hello somebody - Jagúar
Hljóðlega af stað - Hjálmar
Vetrarljóð - Ragnheiður Gröndal
Jens Ólafsson
Ragnheiður Gröndal
Hjálmar
Skuggsjá - Jóel Pálsson & Eyþór Gunnarsson
Jóel Pálsson & Eyþór Gunnarsson
Evil beaver - Haukur Gröndal
Sálmar - Ellen Kristjánsdóttir

23. jan. 2005

Blót

Árlegt Þorrablót föðurfjölskyldunnar var haldið á laugardaginn. Mætingin var ágæt, en það virðist samt vera sem svo að sumir reyni alltaf að mæta, meðan aðrir láta sleggju ráða kasti, nú svo og hinir sem maður sér aldrei. En þetta var fínt, róleg stemming, maturinn fínn og farið í leiki (sumir þó of skátalegir fyrir minn smekk).

Hákar og brennivín, túkall.

21. jan. 2005

Arnar Eggert stingur í Stúf.

TÓNLIST - Íslenskar plötur

Það leynist ýmislegt...
Ýmsir - Stúfur

Fram koma Ókind, Hermigervill, Topless Latino Fever, Doddi, Lokbrá, Atli &, bob, Isidor og Hjaltalín. Stúfur er gefin út af þátttakendum en umsjón með útgáfunni var í höndum Atla Bollasonar.










...undir jólatrénu og eitt af því fornvitnilegra sem ég fann þetta árið var þessi diskur hér, Stúfur. Atli nokkur Bollason, ungur tónlistarmaður (Frír bjór, Norton, Atli og Leó) gekkst fyrir útgáfu þessarar "neðanjarðar"-jólaplötu sem inniheldur ungar hljómsveitir og listamenn á borð við Isidor, bob, Lokbrá, Hermigervil og Ókind. Það er nokkuð um það á hverju ári að fólk flippi eitthvað með jólalögin en sjaldnast er það borið á borð fyrir almenna kaupendur. Stúfur bætir úr því og sum innslögin hér í jólalagakreðsuna eru ágæta vel heppnuð og gæða útjaskaðan geira ferskleika. Diskurinn er þá í sönnum jólaanda að því leytinu til að allur ágóði hans rennur óskiptur til Mæðrastyrksnefndar.
Segja má að öll lögin hér séu utan garðs með tilliti til þeirrar jólatónlistar sem glymur á þorra landsmanna um hátíðarnar. Hér er í nær öllum tilfellum reynt að blanda nýjum blæbrigðum og tónum við auðþekkjanlegar uppskriftir.

Ókind ríður þannig á vaðið með útgáfu á "Jólakettinum" eftir Ingibjörgu Þorbergs (sem Björk flutti m.a. á plötunni Hvít er borg og bær árið 1987). Útgáfa Ókindar er skemmtilega rafmögnuð og bara nokkuð mögnuð líka.

Atli & flytur þá "The Christmas Song" (Hér "Ristaðar kastaníur". Lagið er frægast í flutningi Nat King Cole og inniheldur m.a. upphafslínurnar "Chestnuts roasting on an open fire..."). Mjög smekkleg og nýstárleg útgáfa af þessu sígilda lagi. God Speed You Black Emperor! útgáfa Dodda af "White Christmas" er nokkuð vel heppnuð og hin mistæka sveit bob á þá glæsilegt útspil hér með frumsamda laginu "Clowns in Christmas Town". Víruð furðusmíð sem gengur upp, eins og sjálfir Slint hefðu reynt sig við hátíðarlag.

Lokbrá eiga athyglisverðasta lagið, útgáfu af "Ó helga nótt", og er sannarlega ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Lagið ber með sér hráan sjarma, er greinilega flutt af metnaði og ástríðu en söngurinn er full falskur.

Ekki er þó allt jafn vel heppnað. "Jólasull" Hermigervils er nákvæmlega það, miður heppnað sull, Topless Latino Fever ganga rangsælis í kringum lagið "Göngum við í kringum" og innlegg Isidor fellur á milli þilja. Ég á erfitt með að átta mig á lagi Hjaltalín.

Eðlilega kannski eru einstök gæði laga brokkgeng en umgjörðin og hugmyndafræðin á bakvið diskinn vegur upp á móti því. Umslagshönnun er þá minimalísk og svöl og í góðu samræmi við innihaldið. Framtakið sem kom Stúf á kreik er þegar allt er talið bæði verðugt og sniðugt og óhætt að hvetja til áframhaldandi starfsemi í þessa áttina. Alltént fær undirritaður aldrei nóg af "exótískum" jólaplötum sem þessum.

Arnar Eggert Thoroddsen

18. jan. 2005

Trúir þú á vorið?

Jæja, þá styttist óðum í að þorrinn hefji innreið sína í tilveru okkar og er veðráttan eftir því. Snjóflóðahætta fyrir vestan,snjór og hálka á vegum víðs vegar. Leiðinlegi hluti vinnu minnar er oftast að keyra þangað, við misgóðar aðstæður. Reykjanesbrautin er eitthvað sem maður saknar ekkert svona dags daglega. Hvað þá þegar veðrið og færðin er eins og hún er um þessar mundir. En maður verður að þjösnast áfram og trúa á betri tíð með blóm í haga.

Bill Evans túlkaði staðhæfinguna um að við verðum/hljótum að trúa á vorið, á þennan máta árið 1977.



Jazz og samtöl.

16. jan. 2005

ÍE: Frjósemisgen fundið // Breed on ..!!

Í fyrsta sinn hefur fundist breyting á erfðamengi mannsins sem hefur áhrif á frjósemi. Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa uppgötvað þriggja miljóna ára umhverfu í erfðamenginu. Þeir sem bera hana, eiga að meðaltali fleiri börn en aðrir.

Ættfræðigrunnur Íslendingabókar hefur enn einu sinni sannað gildi sitt segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðargreiningar. Með því að nýta hann hefur rannsókn leitt í ljós að þeir sem bera ákveðna umhverfu í erfðamenginu eiga meira barnaláni að fagna en aðrir.

Erfðaupplýsingar allra lífvera eru skrifaðar með fjórum DNA bösum sem nefndir eru, G - A - T og C. Litið er á þá sem stafróf erfðanna. Þegar tiltekin röð þessara basa hefur snúist við nefnist hún umhverfa. Fjallað er um rannsóknina á vefsíðu erfðafræðitímaritsins Nature Genetics í dag. Umhverfan sem fundist hefur á litningi 17, er sú næststærsta sinnar tegundar sem vitað er um. Forstjóri ÍE segir rannsóknina sýna að íslenskar konur sem beri hana eignist fleiri börn en þær sem ekki hafi hana.

Kári segir upplýsingarnar örlítinn kafla í þróunarsögu mannsins og nýtist þær fyrst og fremst til að auka skilning á þeirri sögu. 20% litninga Evrópumanna, 6% litninga Afríkumanna og 1% litninga Asíumanna eru með umhverfuna.

RÚV.

A common inversion under selection in Europeans

A refined physical map of chromosome 17q21.31 uncovered a 900-kb inversion polymorphism. Chromosomes with the inverted segment in different orientations represent two distinct lineages, H1 and H2, that have diverged for as much as 3 million years and show no evidence of having recombined. The H2 lineage is rare in Africans, almost absent in East Asians but found at a frequency of 20% in Europeans, in whom the haplotype structure is indicative of a history of positive selection. Here we show that the H2 lineage is undergoing positive selection in the Icelandic population, such that carrier females have more children and have higher recombination rates than noncarriers.

Nature Genetics.

14. jan. 2005

Allir á iði?

Mikill áróður dynur nú á okkur í flestum fjölmiðlum landsins um að það sé nú nauðsynlegt að hreyfa sig og borða skynsamlega, og jafnvel að komast í betra form og ná skynsamlegri þyngd. Ritstjóri þessarar síðu tekur heilshugar undir það.


Fleiri aðferðir.

11. jan. 2005

Mannrækt.

Jæja ég hafði það af að koma mér í ræktina í dag. Keypti mér árskort. Svo nú verður tekið á því, jafnt og þétt. Alltof langt síðan maður fór seinast, og í raun svolítið ógnvænlegt hvað það virðist vera fljót að tapast niður það sem maður hefur þó lagt inn fyrir. Já jólin eru hættuleg.

Í spilaranum: Fréttir á RÚV.

The Da Vinci Code

Já langt síðan ég hef tekið jafn svakalega lestrartörn og nú um jólin. Tók mig til og las Da Vinci Lykilinn (Da Vinci Code, á ensku reyndar) eftir Dan Brown. Mögnuð bók sem maður getur ekki lagt frá sér og krefst þess að vera lesin spjaldanna á milli. Plottið heldur manni við efnið. Mæli hiklaust með henni.

Ég er hins vegar lítið hrifinn af þeirri hugmynd að Tom Hanks leiki Robert Langdon.



En Julie Delpy sem Sophie .. tja .. hmm já afhverju ekki.



A Book Review by Reverse Spins


10. jan. 2005

Back 2 work

Fyrsti (alvöru) kennsludagurinn á nýju ári, alveg mánuður síðan síðast. Úff já .. vonandi fer rútínan að skella sér í gang. Maður þarf að fara að henda sér í ræktina áður en maður verður líkamlegt úrhrak.

8. jan. 2005

Sko.

Amalgam komnir með amk 1 gigg í DK. ;)

Kominn á klakann.

Jæja þá er maður kominn á skerið kalda.
Ferðalagið heim gekk prýðilega og dvölin á First Hotel í Köben var hin prýðilegasta. Fékk snert af hamborgara eitrun, þar sem ég át algerlega yfir mig af einhverjum mest júsí burger sem ég hef étið nýlega, enda var maður svangur eftir ferðalagið. Annars var bara chillað og tíminn drepinn yfir danska ríkissjónvarpinu DR1, sá t.d. þátt um dönsku rokksveitina NEPHEW, en H.C. hefur verið að spila eitthvað með þeirri sveit og sást hann í seinasta laginu. Gaman að því.

Kíkti á jazztónleika á Póstbarnum í gær, fínir tónleikar þar sem írskur gítarleikari að nafni Simon spilaði ásamt Óskari Guðjóns., Matta M.D. og Valda Kolla. Nokkur frumsamin lög og sjaldheyrðari jazz lög eins og t.d. Falling Grace eftir Steve Swallow, ásamt standördum. Alone Together var t.d. endurhljómsett og í 5/4 ef ég heyrði rétt. Skemmtilegt.

Annars var að bæta upp kennslu í dag, og notaði tækifærið og notaði tölvur skólans, en tölvan mín heima er á gjörgæslu og er algerlega sambandslaus við umheiminn (internetið) í augnablikinu. Vonandi lagast það þó sem fyrst.

Lifið heil.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker