16. jan. 2005

ÍE: Frjósemisgen fundið // Breed on ..!!

Í fyrsta sinn hefur fundist breyting á erfðamengi mannsins sem hefur áhrif á frjósemi. Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa uppgötvað þriggja miljóna ára umhverfu í erfðamenginu. Þeir sem bera hana, eiga að meðaltali fleiri börn en aðrir.

Ættfræðigrunnur Íslendingabókar hefur enn einu sinni sannað gildi sitt segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðargreiningar. Með því að nýta hann hefur rannsókn leitt í ljós að þeir sem bera ákveðna umhverfu í erfðamenginu eiga meira barnaláni að fagna en aðrir.

Erfðaupplýsingar allra lífvera eru skrifaðar með fjórum DNA bösum sem nefndir eru, G - A - T og C. Litið er á þá sem stafróf erfðanna. Þegar tiltekin röð þessara basa hefur snúist við nefnist hún umhverfa. Fjallað er um rannsóknina á vefsíðu erfðafræðitímaritsins Nature Genetics í dag. Umhverfan sem fundist hefur á litningi 17, er sú næststærsta sinnar tegundar sem vitað er um. Forstjóri ÍE segir rannsóknina sýna að íslenskar konur sem beri hana eignist fleiri börn en þær sem ekki hafi hana.

Kári segir upplýsingarnar örlítinn kafla í þróunarsögu mannsins og nýtist þær fyrst og fremst til að auka skilning á þeirri sögu. 20% litninga Evrópumanna, 6% litninga Afríkumanna og 1% litninga Asíumanna eru með umhverfuna.

RÚV.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker