8. jan. 2005

Kominn á klakann.

Jæja þá er maður kominn á skerið kalda.
Ferðalagið heim gekk prýðilega og dvölin á First Hotel í Köben var hin prýðilegasta. Fékk snert af hamborgara eitrun, þar sem ég át algerlega yfir mig af einhverjum mest júsí burger sem ég hef étið nýlega, enda var maður svangur eftir ferðalagið. Annars var bara chillað og tíminn drepinn yfir danska ríkissjónvarpinu DR1, sá t.d. þátt um dönsku rokksveitina NEPHEW, en H.C. hefur verið að spila eitthvað með þeirri sveit og sást hann í seinasta laginu. Gaman að því.

Kíkti á jazztónleika á Póstbarnum í gær, fínir tónleikar þar sem írskur gítarleikari að nafni Simon spilaði ásamt Óskari Guðjóns., Matta M.D. og Valda Kolla. Nokkur frumsamin lög og sjaldheyrðari jazz lög eins og t.d. Falling Grace eftir Steve Swallow, ásamt standördum. Alone Together var t.d. endurhljómsett og í 5/4 ef ég heyrði rétt. Skemmtilegt.

Annars var að bæta upp kennslu í dag, og notaði tækifærið og notaði tölvur skólans, en tölvan mín heima er á gjörgæslu og er algerlega sambandslaus við umheiminn (internetið) í augnablikinu. Vonandi lagast það þó sem fyrst.

Lifið heil.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker