Sýnir færslur með efnisorðinu Evrópusöngvakeppnin. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Evrópusöngvakeppnin. Sýna allar færslur

26. nóv. 2007

Menn Ársins eru uppteknir menn...

Menn Ársins @ Lundgaard, Denmark

Þá fer að slá í viku síðan Menn Ársins sneru heim á klakann eftir ansi vel heppnaða upptökutörn á Lundgård upptökuheimilinu á Jótlandi. Stíf törn sem maður fann, þegar heim var komið, að hafði tekið þó nokkuð á. En mikið var þetta mikil stemming og skemmtilegt. Mæli með þessu. :)

Skellti til gamans nokkrum vídeó skotum af okkur þar sem við erum við upptökur, allt hrátt og í dogma stíl. ;-)





Svo er Sváfnir með eitthvað líka.

Sice og Andreas Úlfur voru í DK líka en voru þó ekki á Lundgaard. Þetta var í fyrsta skipti sem ég sé ekki frumburðinn daglega. Held við höfum báðir staðið það ágætlega af okkur. Sice náði sér í flensu sem ágerðist og endaði með lungnabólgu sem hún er rétt að jafna sig á núna. Þannig að það er svo sem ekki mikið búið að gerast hér eftir að heim var komið nema að hjúkra konu og annast soninn, og reyna að safna kröftum.

En jú jú .. það var í nógu að snúast hjá Mönnum Ársins um helgina. Við spiluðum á Hressó á föstudaginn og svo fluttum við lagið hans Tóta í undankeppni júróvisjón á laugardeginum og svo spiluðum við á Café Aróma þar á eftir.

Lögin sem ekki komust áfram á laugardaginn geta ennþá komist áfram í keppninni. Rás 2 stendur fyrir kosningu um hvort lagið fer áfram. Úrslitin verða gerð kunn um kl. 15. í þættinum Helgarútgáfunni á laugardaginn. Hægt er að kjósa alla vikuna.

If You Were Here (hlusta)
Þórarinn Freysson (höfundur)
Símanr.: 900 2202 (kjósa)



En það er ekki að spyrja að nördunum lagið er strax komið á YouTube. Tékk it.



17. okt. 2007

Stíf helgi

Jú, helgin var þétt eins og lesa má í pistlinum hér á undan. Upptökur á júróvisjón lagi Tóta gengu vel og munu halda áfram á næstu dögum/vikum.

Um helgina var ég með í láni Mark Bass magnara og box til prufukeyrslu. Einn 15" hátalari (á gólfi) + 2x10" box þar ofan á og svo 500w magnari með lampaformagnara. Þetta kom nú í heildina bara vel út held ég, og finn ég og heyri þó nokkurn mun frá Ampeg Portabass 250 magnaranum mínum en hann hefur 1x12" hátalara. Meiri fylling og styrkur til að gera langa sögu stutta.

Talandi um spilamennsku. Það hefur verið allt annað líf að spila á búllunum eftir að reykingabannið tók gildi. Ekki dónalegt að geta jafnvel farið í sömu fötin og maður klæddist kvöldinu áður án þess að kúgast vegna reykingarstybbu. En nú brá svo við að eftir spilamennskuna á Hressó á föstudaginn var hin megnasta reykingarstybba af fötunum, og er það eitthvað sem ætti nú ekki að gerast á reyklausu svæði, nei ég meina veitingahúsi, er það? ... og nei það reykir enginn í bandinu. Hressó hefur komið sér upp ansi misheppnaðri reykingar aðstöðu. Einverskonar plast (sýndist mér) var búið að setja utan um nokkur borð og stóla í garðsvæði staðarinns. Ekki var lokað milli aðalsalarins og garðsins, ergo heilmikinn reyk lagði INN á staðinn, það mikinn reyk að maður fann fyrir því. Vonandi sjá þeir að sér og bæta úr þessari heimskulegu "lausn".

Menn Ársins eru enn við stífar æfingar. Nú höfum við blásið til tónleika á Domo Bar þann 30. oktober n.k. Bæði svona til að setja sjálfum okkur "deadline"/ramma (fyrir upptökurnar) og svo líka til að prufukeyra efnið og leyfa öðrum að tékka á þessu efni okkar með okkur.

Vonumst við til að sjá sem flesta, en frítt inn verður á tónleikana sem ættu að hefjast upp úr kl. 21.

Ef þið viljið kynna ykkur þetta nánar má lesa meira og láta minna sig á þetta á:

Facebook
Myspace
Last.fm

10. okt. 2007

Nú um þessar mundir....

Fyrir þau ykkar sem voru ekki búin að frétta af því, þá er ég núna að njóta fæðingarorlofs sem mun vara fram að jólafríi. Hendugt ha? ;-)

Andreas Úlfur í baði - bw

Þannig það slitnar varla slefan á milli okkar feðga þessa dagana (hann sér um slefið...).

Bassa-feðgar-2

Já margt að gerast hjá Andreas Úlfi. Hann er farinn að rölta um með stuðningi Brio kerrunar sinnar, nú og svo er skriðið um allt að sjálfsögðu og tætt og nagað. A.m.k. 1 tönn komin, og fleiri á leiðinni eins og gengur. Allt að gerast ;-) og það gerist hratt. Babblið þróast og hvað eina. Nýjasta sportið hjá honum er að skrækja/"öskra" af þvílíkum styrk að sker í eyru.... og er ég nú ýmsu vanur í þeim efnum. Þannig að stuð í bæ! :)


Sigurdór - Menn ÁrsinsSváfnir - Menn ÁrsinsDiddi - Menn ÁrsinsHalli - Menn Ársins


Menn Ársins eru í óða önn að æfa frumsamið efni. Við erum búnir að bóka hljóðver á Jótlandi í Danaveldi og munum við læsa að okkur dagana 13.-17. nóvember n.k. Staðurinn er Lundgaard stúdíóið. En þar hafa jú ýmsir íslenskir tónlistarmenn hljóðritað nýlega, Magni og Jagúar svo dæmi séu tekin. Lundgaard hljóðverið er staðsett hér.

Sigurdór grænn bakgrunnur multiplyHalli rauðurbakgrunnur overlay
Sváfnir blár bakgrunnur overlayDiddi gulur bakgrunnur overlay

Menn Ársins eru að spila núna um helgina. Á föstudaginn erum við á Hressó og hefjum við leik um kl. 22:00 og á laugardaginn erum við á Café Aroma í Hafnarfirði og byrjum við að spila um miðnættið.
... og ekki nóg með það heldur verðum við "uppteknir" frá hádegi á laugardag niðrí Stúdíó Sýrlandi þar sem við munum hljóðrita lag eftir fyrrum bassaleikara Manna Ársins, Þórarinn Freysson heitir hann.



Lagið komst inn í forkeppni Evróvision Söngvakeppninar (sjá: Laugardagslögin á RÚV), og höfundirinn er fjarri góðu gamni á Englandi, þannig að Mennirnir hlupu undir bagga.


Að því er ég best veit verður lagið flutt í þættinum Laugardagslögin þann 24. nóvember n.k.

Þannig að ... í nógu að snúast. Skemmtilegir tímar framundan, eins og alltaf. ;)

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker