4. júl. 2005

nú og ..!Fínt MaLus gigg um daginn, fín mæting og stemming. Ég fékk lánaðann "Ampeg PortaBass 250" magnara í Tónastöðinni. Sett'ann aðeins í samband heima en það vildi ekki betur en svo að það sló út rafmagninu, hann er aðeins kraftmeiri en hinn kettlingurinn (þó að hann hafi verið nóg þannig séð..!). En með smá tilfærslu gat ég tékkað á honum fyrir giggið. Sándaði bjútíful...! Það fór hins vegar soldið fyrir ofan garð og neðan þarna niðr'á Pravda. Bassi (og tíðnir þess hljóðfæris) geta verið tregar í taumi undir vissum kringumstæðum. Ég var staðsettur í miðri bassagryfju (bassatíðnirnar ýkjast sem sagt upp á ákveðnum stað, þannig að mér fannst bassinn vera hátt stilltur þótt það skilaði sér ekki út í sal. Hefði sennilega verið betra að hafa magnarann bara á gólfinu í þessu tilviki og jafnvel á milli trommna og gítars. Eníhú. Svo stóð til að MaLus mundi dunda sér við demó upptökur á sunnudeginum, en ekkert varð nú úr því af einhverjum ástæðum. Þannig að ekki fékk ég að prufa magnarann meira fyrr en á æfingu með M-Projectinu í kvöld. Kom sérdeilis vel út. Svo verð ég að fara að fá strengi í Laklandinn þetta gengur ekki ... djöfuls... *'#?*!" ... pantaði DR strengi frá Lakland fyrir um 3 vikum síðan. HLJÓTA að fara að skila sér.

Annars er ég bara að undirbúa mig andlega (go figure!!!) fyrir væntanlega flutninga. Ég kann ekkert að flytja. Ég flutti seinast í alvörunni þegar ég var 6 ára (og þá að sjálfsögðu með foreldrum mínum. Tek það ekki með að hafa verið að selflytja mig frá Borgarnesi til Reykjavíkur í nokkur ár.

Í iTunes akkúrat NÚNA: If ... með Hiromi
Hiromi (piano)
Anthony Jackson (bass)
Martin Valihora (drums)

Mjög flott lag. Minimalíst en þó rhythmískt. Killer sóló frá meistara Jackson. Nú sem og hinu unga píanóundri (Japanska kvendið Hiromi er fædd 1979 ef ég man rétt)

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker