17. okt. 2007

Stíf helgi

Jú, helgin var þétt eins og lesa má í pistlinum hér á undan. Upptökur á júróvisjón lagi Tóta gengu vel og munu halda áfram á næstu dögum/vikum.

Um helgina var ég með í láni Mark Bass magnara og box til prufukeyrslu. Einn 15" hátalari (á gólfi) + 2x10" box þar ofan á og svo 500w magnari með lampaformagnara. Þetta kom nú í heildina bara vel út held ég, og finn ég og heyri þó nokkurn mun frá Ampeg Portabass 250 magnaranum mínum en hann hefur 1x12" hátalara. Meiri fylling og styrkur til að gera langa sögu stutta.

Talandi um spilamennsku. Það hefur verið allt annað líf að spila á búllunum eftir að reykingabannið tók gildi. Ekki dónalegt að geta jafnvel farið í sömu fötin og maður klæddist kvöldinu áður án þess að kúgast vegna reykingarstybbu. En nú brá svo við að eftir spilamennskuna á Hressó á föstudaginn var hin megnasta reykingarstybba af fötunum, og er það eitthvað sem ætti nú ekki að gerast á reyklausu svæði, nei ég meina veitingahúsi, er það? ... og nei það reykir enginn í bandinu. Hressó hefur komið sér upp ansi misheppnaðri reykingar aðstöðu. Einverskonar plast (sýndist mér) var búið að setja utan um nokkur borð og stóla í garðsvæði staðarinns. Ekki var lokað milli aðalsalarins og garðsins, ergo heilmikinn reyk lagði INN á staðinn, það mikinn reyk að maður fann fyrir því. Vonandi sjá þeir að sér og bæta úr þessari heimskulegu "lausn".

Menn Ársins eru enn við stífar æfingar. Nú höfum við blásið til tónleika á Domo Bar þann 30. oktober n.k. Bæði svona til að setja sjálfum okkur "deadline"/ramma (fyrir upptökurnar) og svo líka til að prufukeyra efnið og leyfa öðrum að tékka á þessu efni okkar með okkur.

Vonumst við til að sjá sem flesta, en frítt inn verður á tónleikana sem ættu að hefjast upp úr kl. 21.

Ef þið viljið kynna ykkur þetta nánar má lesa meira og láta minna sig á þetta á:

Facebook
Myspace
Last.fm

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker