26. nóv. 2007
Menn Ársins eru uppteknir menn...
Þá fer að slá í viku síðan Menn Ársins sneru heim á klakann eftir ansi vel heppnaða upptökutörn á Lundgård upptökuheimilinu á Jótlandi. Stíf törn sem maður fann, þegar heim var komið, að hafði tekið þó nokkuð á. En mikið var þetta mikil stemming og skemmtilegt. Mæli með þessu. :)
Skellti til gamans nokkrum vídeó skotum af okkur þar sem við erum við upptökur, allt hrátt og í dogma stíl. ;-)
Svo er Sváfnir með eitthvað líka.
Sice og Andreas Úlfur voru í DK líka en voru þó ekki á Lundgaard. Þetta var í fyrsta skipti sem ég sé ekki frumburðinn daglega. Held við höfum báðir staðið það ágætlega af okkur. Sice náði sér í flensu sem ágerðist og endaði með lungnabólgu sem hún er rétt að jafna sig á núna. Þannig að það er svo sem ekki mikið búið að gerast hér eftir að heim var komið nema að hjúkra konu og annast soninn, og reyna að safna kröftum.
En jú jú .. það var í nógu að snúast hjá Mönnum Ársins um helgina. Við spiluðum á Hressó á föstudaginn og svo fluttum við lagið hans Tóta í undankeppni júróvisjón á laugardeginum og svo spiluðum við á Café Aróma þar á eftir.
Lögin sem ekki komust áfram á laugardaginn geta ennþá komist áfram í keppninni. Rás 2 stendur fyrir kosningu um hvort lagið fer áfram. Úrslitin verða gerð kunn um kl. 15. í þættinum Helgarútgáfunni á laugardaginn. Hægt er að kjósa alla vikuna.
If You Were Here (hlusta)
Þórarinn Freysson (höfundur)
Símanr.: 900 2202 (kjósa)
En það er ekki að spyrja að nördunum lagið er strax komið á YouTube. Tékk it.
Um mig / about me
- Siggidóri
- Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,