5. mar. 2004

Meira eða minna búið spil...!

Jæja þá hefur maður lokið "keppni" í stigsprófs veseninu..!! 8. stigið varð að staðreynd rétt fyrir hádegi í dag. En við hófum daginn snemma í morgun við félagarnir... Ívar, Siggi og ég. Ívar reið fyrstur á vaðið. Spilaði tvö lög eftir sig, modal og funk lag, og síðan Aspire eftir Kenny Wheeler og Katerina Ballerina eftir Woody Shaw..! Siggi spilaði tvö cover einnig Rosenwinkel lag og Pat Metheny lag af Bright Size Life og frumsömdu voru Lómur og Grindli. Ég spilaði Havona eftir Jaco Pastorius (tempóið var aðeins yfir velsæmismörkum..!) Gengið á Gufunum og Gordian Knot eftir mig.. og Elegant People eftir Wayne Shorter. Þetta tókst allt alveg prýðilega og hljómaði vel og var gaman... persónulega fannst mér ég ekki alveg vera að ná Havona á þessu tempói svo snemma dags .. en hey svona er þetta!!! Þá er bara að fara að æfa sig.. ! Góðar stundir...!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker