
Forsala aðgöngumiða á UngJazz 2004 er hafin í hljómplötuversluninni 12 tónum á Skólavörðustíg 15. UngJazz 2004 er samnorræn jazzhátíð þar sem fram koma ungir tónlistarmenn frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Markmið hátíðarinnar er að gefa ungum tónlistarmönnum möguleika á að koma á framfæri frumsaminni tónlist og að fá tækifæri til að hitta jazztónlistarmenn frá hinum Norðurlöndunum. Á hátíðinni koma fram 6 hljómsveitir og er mikil breidd í því efni sem sveitirnar flytja.
Verðið er ágætt líka ..:
26. mars 1.500,- á öll atriðin - 27. mars 1.500,- á öll atriðin - Báðir dagarnir á tilboði 2.500,-
Sjáumst..!