11. jan. 2006

Gengið ...Fór í feitan göngutúr um hverfið. Klukkutíma rölt. Tvímælalaust fyrsta skipulagða hreyfingin á þessu ári. Spurning um að fara að taka á því!

Annars voru hressandi umræður um það hvort að það sé líf eftir dauðann í "Ísland í bítið" í morgunn. Þar rökræddu Birgir Baldursson og Guðjón Bergmann um efnið.Það má nú segja að ég hafi nú í all langan tíma hallast að þeirri skoðun sem Birgir talar fyrir um og hef ég þá farið í gegnum allskonar pælingar í þeim efnum, þannig að ég get óhikað sagt að ég hafi komist að þeirri niðustöðu eftir miklar pælingar í gegnum árin.Menn hafa svo sem velt þessu mikið fyrir sér:

Er líf eftir dauðann? (Vísindavefurinn)

Er líf eftir dauðann? (Þórhallur Heimisson)

Er líf eftir dauðann? (Örvitinn.com)


Og svo kunnuglegur pistill frá manninum sem kenndi mér heimspeki í framhaldskóla.
Veðmál Pascals (Atli Harðarson)

Lífið eftir dauðann í stíl ásatrúarmanna.


En eins og einhver sagði.... lífið er bara "frímínútur" frá dauðanum. Við vorum dauð .. svo fæddumst við og við munum svo sannarlega ekki lifa að eilífu.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker