
Fór í feitan göngutúr um hverfið. Klukkutíma rölt. Tvímælalaust fyrsta skipulagða hreyfingin á þessu ári. Spurning um að fara að taka á því!
Annars voru hressandi umræður um það hvort að það sé líf eftir dauðann í "Ísland í bítið" í morgunn. Þar rökræddu Birgir Baldursson og Guðjón Bergmann um efnið.

Það má nú segja að ég hafi nú í all langan tíma hallast að þeirri skoðun sem Birgir talar fyrir um og hef ég þá farið í gegnum allskonar pælingar í þeim efnum, þannig að ég get óhikað sagt að ég hafi komist að þeirri niðustöðu eftir miklar pælingar í gegnum árin.
Menn hafa svo sem velt þessu mikið fyrir sér:
Er líf eftir dauðann? (Vísindavefurinn)
Er líf eftir dauðann? (Þórhallur Heimisson)
Er líf eftir dauðann? (Örvitinn.com)
Og svo kunnuglegur pistill frá manninum sem kenndi mér heimspeki í framhaldskóla.
Veðmál Pascals (Atli Harðarson)
Lífið eftir dauðann í stíl ásatrúarmanna.
En eins og einhver sagði.... lífið er bara "frímínútur" frá dauðanum. Við vorum dauð .. svo fæddumst við og við munum svo sannarlega ekki lifa að eilífu.
