16. des. 2003

Legið í­ leti.

Maður er nú barasta búinn að liggja í leti í dag, spjalla á messenger, drekka kaffi og almennt letibikkjast. Var að hlusta á Havana með Tómasi R. Einarssyni í dag. Fínasta plata. Fer vel með íslensku skammdegi og regni.

Keypti mér annars DVD í fríhöfninni ytra í gær. Það var heimildar/tónleikamyndin “Standing in the Shadows of Motown”. Mynd um þá tónlistar menn sem unnu hörðum við að spila í hljóðveri Motown plötuútgáfunnar. Sumir þessara manna spiluðu inn á fleiri lög sem náðu toppi vinsældarlistanna, heldur en The Beatles, The Rolling Stones, The Beach Boys og Elvis Prestley samanlagt...! Geri aðrir betur. Verð að bíða með að glápa á hana uns ég kemst í tæri við DVD spilarann minn.

Í spilaranum núna: Heartcore - Kurt Rosenwinkel

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker