14. des. 2003

Stadid á blístri..!

Í gær var "julefrokost" + kvedjuteiti til höfuds mér og Jette. Hefdbundinn danskur matur og nóg af honum... ég lagdi til heimalagadann Toblerone ís... mmm...!! Jesper fékk ad koma sem gestur og var þad barasta hid besta mál.. hann kom med 23 ára gamalt romm frá Guatemala.. ansi ágætt..! Annars var þetta barasta huggulegt svona frameftir, svo læddist partý stemmingin smám saman yfir, allt í hófi svo sem ...! Morten Bruun, HC og Mark (básúnu/píanóleikari/söngvari), kíktu svo á kallinn.. Morten kom fyrstur eftir ad ég hafdi talid á hann á ad koma, var eitthvad slappur kallinn..! Hann fór líka sídastur um kl þrjú sídegis.. svaf í eldhúsinu.. sem var reyndar í ALGERU MESSI.. þad voru bókstaflega tómar flöskur allstadar þar sem hægt var ad leggja e-h. frá sér..! Annars var þetta bara stud og allir í sleik..!

Í dag lauk ég svo vid ad pakka nidur og þrífa. Svo fór ég ásamt Jesper og Sice nidrá veitingastadinn Italia , þar sem vid átum á okkur heilaskada..! Forrétturinn var ein ferd á hladbordid, svo var adalréttur, nautaeitthvad og ís á eftir.. Helvíti gott allt saman... !

Svo er bara spurning hvort ad þad taki því ad leggja sig ádur en ég þarf ad halda í hann til Køben. Lestin fer 06:30, flugid 12:05, lendi 14:15.

Hmm..!!
Jæja hlakka til ad sjá alla hressa og spræka á skerinu...!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker