Annars langaði mig nú bara að óska ykkur gleðilegra jóla með laginu “Jólaljósin skær” í flutningi bassaleikarans góðkunna Jakobs Smára Magnússonar af plötunni “Bassajól”. (Nappað af Jon.is)
Ég heyrði fyrst af þessari hugmynd (um að gera bassajólaplötu) í þætti á Rás 2 (að líkindum sumarið 1995) þar sem Sniglabandið var að leika óskalög í beinni útsetningu. Bassaleikarinn var Jakob Smári og þegar hann var kynntur þá hafði einhver (líklega Pálmi Sigurhjartarson, sá er sér um slaghörpusláttur, samþeytun og söng) á orði að Jakob ætlaði að taka þátt í jólplötuflóðinu um næstu jól með plötunni “Bassajól”. Svo var hlegið vel og lengi.....!!!
En öllu gamni fylgir alvara!
Vel á minnst þá hef ég barasta ekki heyrt jólalag Sniglabandsins “Jólahjól” í aðdraganda komandi jóla...!!! Hvað er að gerast...??? (Kannski er heilinn í mér hættur að meðtaka lagið...)
Gleðileg jól.
