15. des. 2003

Home sweet home..!

Jæja þá er maður kominn heim í heiðardalinn, kominn heim í frið og ró.

Dagurinn var tekinn sérlega snemma í morgunn. Klukkan var stillt á 04:50 og skömmu síðar skriðum við Sice á lappir eftir stuttan nætursvefn. Það verður nú að segjast eins og er að maginn var nú ennþá hálf aumur eftir átök gærkveldsins. En ei dugði kvabb og kvein. Hafragrauturinn fór sína leið. Nú svo var það strætó á lestarstöðina. Djöfull var kalt eitthvað, örugglega kaldasti morgunn sem ég hef upplifað í Århus! Svo dottaði maður í lestinni. Allt gekk stórtíðindalaust fyrir sig. Það sama má segja flugvallarhlutann og flugið. Voða huggulegt allt saman.

Það var náttúrulega ljúfsárt að kveðja Sice, en hún kemur nú fljótlega! Í gærkveldi kvaddi ég svo helstu vinina á kollegíinu.. Signe, Lailu og Nis, fyrst og fremst og Vado. Hefði nú átt að grafa upp a.m.k. Lene og Tinu, taka í spaðann á Ebbe, Mariu og Louise. En hey maður var eitthvað annars hugar..!

Svo var náttúrulega gaman að sjá fjölskylduna aftur, systir mín er u.þ.b. að springa af óléttu, allir hressir og kátir.

Hmm!!! Vel á minnst, þá er Og Vodafone simkortið komið í .. þið munið 699-4146. Vinur dagsinn er Siggi Rögg. fyrstur til að heyra í stráknum! Annars held ég að næstu dagar fari í hvíld, taka upp úr töskunum og koma sér fyrir. Vistarverur mínar í Skeiðarvoginum voru teknar í gegn á meðan ég var úti, málað og ýmislegt fleira. Ég þarf að koma hlutum á sinn stað á ný..!

Svo er að hætta að hugsa á ensku þegar ég held ég þurfi að tjá mig..!. Stóð sjálfan mig að því að spyrja múttu að einhverju minni háttar... á ensku yfir imbanum..! Hmm!!
Fyndið..!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker