17. des. 2003

Salt í grautinn... eða sárið...!

Ég hef svona í gegnum tíðina ávallt reynt, eftir bestu samvisku og getu, að fá sanngjarnt kaup fyrir þau störf sem ég tek að mér. En það er alveg ótrúlegt hvað tónlistarmenn sem spila á pöbbum/veitingahúsum/”hvar-sem-er” þessa lands sætta sig oft á tíðum við lélegt, ef þá nokkuð kaup. Sumir taka það út í formi matar og/eða drykkjar, og þá oftast með álagningu staðarinns. Sumir eru tilbúnir til að gera allt fyrir lítið sem ekki neitt... kannski fyrir meinta “frægð” eða athygli, loforð um eitthvað meira, “ef þú gerir þetta fyrir lítið/frítt!”. Menn eru oftast nær að skjóta sig OG kollega sína í fótinn, ef ekki mikilvægari líffæri. Birgir Baldursson trymbill er með skemmtilega góða samlíkingu á síðu sinni. Ef þið eruð í vafa um hvað er ásættanlegt, þá má hafa þetta til viðmiðunnar...!

Í spilaranum núna: Tower Of Power - Tower Of Power.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker