Þá er hún blessuð systir mín orðin léttari. Ég þar með orðinn móðurbróðir,
foreldrar mínir afi og amma, og amma mín í móðurætt langamma. Allt að gerast. Frumburður
systur minnar og mágs, leit dagsins ljós í gærkveldi (aðfangadagskvöld) kl 20:29. Allt gekk bara mjög vel og allir við hestaheilsu. Allt saman gott og blessað. Svo er bara að sjá hverjum kappin líkist þegar hann fer að taka sig saman í andlitinu.
Gjöfin í ár var semsagt pakkaður inn í systur mína..!!
Nú þar fyrir utan fékk ég; fatnað, eldhústæki og
Simpsons á
DVD. Mig vantar enn myndbands- og hljómflutningstæki. (hehe)
Annars vona ég að allir séu að njóta ljós og friðar.
Í spilaranum: