27. okt. 2003

Var ad koma af big band æfingu .. þær taka alltaf vel á ..! þetta er ad skrýda saman.. en getur samt verid brothætt.. enda eyddi Bill Warfield smá tíma í ad spjalla um mistök og hvernig madur "dílar" vid þau.. "recovery"..! Mestu mistökin eru ad láta mistökin í ljós (eda þannig...) koma upp um sig..! Annars var bleik brugdid í dag, thegar ég var ad versla mér strengi.. ég fór fyrir u.þ.b. mánudi og keypti 5 strengja Dr sett... á 300 og eitthvad danskar krónur í búd sem heitir Woodstock Guitars... helvíti gott verd þar á bæ..! En ég er bara svo áttavilltur nidrí bæ svo ég tala nú ekki um rétt í kringum midbæinn.. ég hef farid í nokkrar hljódfæraverslanir en í dag fann ég barasta enga.. en eftir 1 símtal og 1 fyrirspurn fann ég búd sem heitir Rock City.. þar kostadi 5 strenga Dr sett 500 og eitthvad krónur.. greyid afgreislublókin sá ad mér var alvara med ad ég hafdi fengid settid ódýrara í WG og gaf mér ágætis afslátt upp á 119 d.kr. (ég keypti 1,5 kg af kjúklingabringum á 120 kr í dag svo ad þad munar um minna..!) en engu ad sídur mun dýrara en hjá WG.. ég hafdi bara ekki tíma til ad leita ad Woodstock.. man þad bara næst...! En jæja best ad skrölta heim..!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker