3. okt. 2003

hmm!?! Kíkti á tónleika á Fatter Eskil í gærkveldi, ég og Jesper Sørensen hjóludum okkur þangad saman. þetta var svona söngskáldakvöld, "órafmögnud" stemming..! hljómadi bara fínt, sérstaklega þau atridi sem fólk úr Den Jyske Musikkonservatorium tók þátt í... very kósy and kúl..! Annars er ég búinn ad vera sídan í morgun ad æfa med big bandinu... þad gekk fínt og er skemmtilegt... verst hvad þad vantar marga af blásurunum... þar strax á eftir var svo útsetningartími þar sem vid spiludum eigin útsetningar... ég er eitthvad ferlega slenadur.. af einhverjum ástædum er ekki seldur matur í mötuneytinu hér á föstudögum.. súrt.. þannig ad fyrir utan hafragrautinn í morgun, þá er ég búinn ad lifa á TWIX, kaffi og kók..! jukk... og mér lídur eftir því..! En verd ad rjúka.. þarf ad koma mér down town...!!!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker