29. okt. 2003

Hellú..! Allir lifandi bara..! Nú í gær voru margumtaladir Weather Report tónleikar í Ridehuset. þetta tókst bara ágætlega.. engir skandalar...! En ég held/vona ad þetta verdi allt adeins betra í kvöld.. svo á ég líka von á ad meiri hlutinn af fólkinu sem býr med mér ætli ad kíkja.. þad er ekkert nema hressandi..! Annars létum vid Jeper trommari okkur ekki nægja ad spila á tónleikunum... því vid fórum á Fatter Eskil ad þeim loknum og tókum þátt í vikulegu blúsdjammi þar á bæ.. ég spiladi eitt sett..! Annars hafdi ég hjólad nidri Ridehuset í "hljódprufuna", (med bassann) og eru þad um 5 km adra leidina.. þannig ad madur þreyttist sæmilega fyrir pakkan.. þannig ad strætó er málid í þessu tilviki... nú svo fengum vid frítt ad éta í Ridehuset.. þad voru tveir réttir sem madur gat valid um.. ég fékk einhvern artífatí fiskrétt, sem bragdadist svo sem vel.. en skammturinn var ekki fyrir vinnandi mann!! Vona ad þad verdi meira "kjöt á beinunum" í kvöld.. held þad verdi "chilli"..!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker