3. okt. 2003

Ég setti skonrokk met í labbi utanlands í dag.. mig vantadi ad finna verslun nidrí bæ, svo ég bad kollega minn (manneskja sem býr á sömu hæd og ég á kollegíinu) ad adstoda mig..! Ég hjóladi þó frá skólanum nidrá Fatter Eskil rúmir 3 km. og svo röltum vid um midbæinn og mér bent á þær búdir sem mig vantadi, til ad gera langa sögu stutta. Keypti strengi og svona..! En kolleginn var ad fara ad ná í sitt hjól úr vidgerd, þannig ad svona til ad launa greidann þá baudst ég til ad rölta med, kolleganum til sæmlætis. þad kom svo á daginn ad verkstædid er frekar nálægt kollegínu (asnalegt ord..) en þad var búid ad loka verkstædinu.. he,he, þannig ad vid röltum rest..! En alltaf gaman ad skoda bæinn og svona..! Nú á morgun er "tour de cambres" á kollegíinu.. svei mér kannski madur þurfi ad þrífa hjá sér til hátídarbrigda..! Annars var gaurinn sem býr í herberginu vid hlidina á mér med opid inn til sín í kvöld og mér vard svona rétt litid inn.. og (hahaha) ef hann sleppir því ad taka til þá mun ég koma mjög vel út..! jams og jæja ... best ad fara ad rúlla sér heim (ég rétt kíkti nidrí skóla til ad ná í bassann..!) þvo föt, glápa á TV og prufa drykki fyrir morgundaginn...! hmm!?!? Erud þid ekki annars bara hress...!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker