23. nóv. 2003

Party ON..!

Ég baud til kvöldverdar á laugardagskvöldid. Gestirnir voru þessir heidursmenn...: H.C. "hot lips" Erbs, Morten "bad boy" Bruun og Jesper "I need a nickname" Blæsbjerg Sørensen. Matesedillinn: lambalæri úttrodid af hvítlauk, marinerad í hvítlauks-ólivíuolíu med timian og rósmarín, bakad í ofni ofan á grænmeti. Raudvínssósa. Á eftir var svo rótsterkt kaffi, vanillu ís og romm....!
Vid sátum svo og spjölludum... tja nema Jesper sem var eitthvad sybbinn greyid... ekki skrýtid svo sem, hann og HC hafa verid ad túra med Countdown big band seinustu viku...! Einnig ræddum vid um mögulega Íslandsför þeirra félaga, til ad gera músík og skoda mannlífid og svo ad ég komi út næsta sumar einnig...! En vid eigum eftir ad funda betur!!!
Nú annars gerdum vid heidarlega tilraun til ad fara í Smutten, en þar reyndist vera einkasamkvæmi á ferd svo ad vid þurftum ad leita annad. Vid héldum því nidur á Fatter Eskil og eyddum því sem eyda þurfti þar.. hmm!?! .. og svo fór ég med HC og einhverri dömu sem hann var ad tækla ad ég held á einhverja búllu, en mér leiddist ad vera þridja hjólid og fór því heim.
Já ekki má gleyma.. ég krafdist þess ad jesper kæmi med hornid sitt í samkvæmid... hann kom med veidihornid og var blásid í vid hin ýmsu tækifæri... t.d. rétt ádur en vid héldum nidrí bæ... þá blés herra Blæsbjerg í hornid í stigaganginum og þad hljómadi bara snilld...! og ad sjálfsögdu heyrdist frá einhverjum nágranna okkar... mér skildist ad hann væri ad spyrja hvada óskapnadur væri hér á ferd...!

HRESSANDI.............................................!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker