17. sep. 2003

Djöfull er madur eitthvad sljór thegar.. a) madur er kvefadur, b) thad er mollulegt úti (heitt og rakt), c) mann langadi til ad sofa lengur þegar vekjarinn gerdi skyldu sína..! Nù.. Chappe var ad bjóda mér dag/kvöld á Gyngen til ad halda tónleika í eigin nafni...! Þad líst mér jú vel á og er ég ad stefna ad 18. nóvember... (já panta flug strax med Iceland Express). Þetta er eitthvad sem þridja árs nemar gera hér, ég er samt ekki þannig séd á neinu ári...! Já og ætli madur spili ekki bara sem mest af eigin efni... ég veit reyndar ekki enn hvad dagskráin á ad vera löng...! Eda hverjir verda í bandinu.. fyrir utan mig og Jesper Blæsbjerg Sørensen...! Annars streymir inn á mann ný tónlist til ad hlusta á... píanókennarinn minn er í sálmadúett og er ég millilidur í ad koma diskum hans til íslenska sálmadúettsins..! Svo brenndi hann Benjamín fyrir mig disk med Jacob Bro og hljómsveit, á ad vera gott stuff..! Ég segi ykkur mína skodun fljótlega...!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker