3. nóv. 2005

?

Ofvirkt fólk....

sem telur að það sé (og viti jafnvel) best og frábært og miðpunktur athyglinnar (nó matter what) ....

gefur impúlsíf svör sem eru sérlega óviðeigandi og dónaleg, ef verst lætur en hnittin ef best lætur...

segir óviðeigandi sögur af öllum og ömmum sínum þó að hvorki sé staður né stund eða áhugi "hlustandans" til að meðtaka þær...

er tiltölulega fljótt að meðtaka hluti en bætir þó ekki fyrir almennan einbeitingar skort...

getur ekki setið kyrrt og er alltaf með augun GALOPIN og minnsta hljóð eða áreiti í umhverfinu fangar athygli þess...

truflar allt og alla ef það er í hóp sem þarf að vinna og einbeita sér, ef það fær ekki athyglina (hvort sem það gerir sér grein fyrir því eða ekki, eða geta engan vegin einbeitt sér sjálft eða eru bara svona klár að þau þurfa ekki að einbeita sér og fara því að hafa ofan af fyrir sér með þeim afleiðingum að aðrir hljóta truflun af)....


Er...

A: Ögrandi verkefni
B: Orkusugur
C: "Pain in the ass!"
D: Vorkunn
E: Heppin
F: Leiðinleg
G: Skemmtileg
H: "Lesblind"
I: __________
J: Snillingar
K: Geðhvarfa sjúklingar "in the making"!
L: Krydd í lífið
M: Álíka spennandi og vörtur
N: Allt af ofangreindu
O: Ekkert af ofangreindu

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker