23. nóv. 2005

2


+


= 2

jæja .. þá erum við tveggja ára ... Höfum við mikið breyst frá í fyrra ?


Skelltum okkur á Þrjá Frakka og fengum okkur einhverja þá mest DJÚSÍ steik sem við höfum nokkurn tíma innbyrt. Var það hvalkjöt og mjög gott. Meðlætið var hinsvegar frekar "ódýrt" og ætti frekar heima í ódýru mötuneyti en veitingastað. En hvalurinn var snilld.

En .. kannski maður tækli eitt ár til viðbótar!

22. nóv. 2005

Aggi og KristjanaÉg fór á þessa eðal útgáfutónleika á nýútkomnum disk þeirra Kristjönu og Agnars, “Ég um þig”, á Múlanum um á sunnudagskvöldið.Kristjana Stefánsdóttir- söngur
Agnar Már Magnússon – píanó
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson – kontrabassi
Scott McLemore – trommurKvartettinn spilaði popplög í djassútsetningum Agnars. Frábær fluttningur og útsetningar. Óhætt að mæla með þessum disk.

18. nóv. 2005

18. nóvember

18. nóvember er sérstakur dagur í mínum huga, þar sem ég spjallaði í fyrsta sinn við Sice þann 18. nóv. 2003 (fyrir utan eitt hæ, einhverjum vikum áður).

Í fyrra gerðist þetta.

Í dag gerðist ekki mikið. Ég tilkynnti mig veikann í vinnuna (Mosó). Það er eitthvað sem gerist ákaflega sjaldan. Ég ætlaði að þrjóskast við, en var of slenaður á því og "beilaði" á seinust stundu. Er búinn að vera að glíma við veirusýkingu undanfarnar (næstum) 2 vikur, gerir mann mótækilegri fyrir kvefinu sem bættist svo í hópinn nýlega.

Annars var ég bara að hlusta á músík, lesa bækur, æfa mig og chilla.

17. nóv. 2005

Efni


Aron

Strákarnir stóðu sig eins og hetjur á tónleikunum í kvöld. Gaman að því.

Annars er fátt í fréttum.

Ég stefni á íslandsmet í andfýlu. Tvær pulsur með tómat, sinnep og hráum, hvítlauks smurostur á brauði, harðfiskur og Carlsberg!

Þegar maður er and-fúll .. þá hlýtur maður að vera glaður!

!

Bassagenið fundið ?16. nóv. 2005

Spuni á Kaffi Babalú


Tríóið geðþekka


Hinir geðþekku áheyrendur, eða amk ég og Ása að sötra te og engiferöl.


Var að koma af spunakvöldi á Kaffi Babalú. Fínn staður. Lítill og heimilislegur. Simon Jermyn, Áki Ásgeirsson og Róbert Reynisson spunnu af fingrum fram, meira eða minna. Athyglisvert. Sérstaklega var ég hrifin af lagi númer tvö á dagskránni "Survivor" hét það og var samið af Áka en Róbert sá að mestu um spunann á kassagítar, kom mjög vel út.The artist currently known as Robbi Reynis.


Simon Jermyn hin knái íri.


Áki Ásgeirsson í fíling.

15. nóv. 2005

Alveg rétt...

nú man ég hvað ég gerði á sunnudagskvöldið. Ég fór á Múlann. Fyrsta skiptið í þessari törn. B3 var að spila tónlist eftir Jimmy Smith. Alveg barasta mjög fínt. Fámennt frekar. En nú held ég að það verði bara skyldu mæting það sem eftir er á Múlann!

nú og....

Droppaði við í ræktinni ... tók lítinn bókunarrúnt með Ásu.

Eldaði lax í ofni .. djefla fínt...

Er að fara á Kaffi Babalú á Skólavörðustíg til að sjá improv!

C yA!!

Helgin.Datt aðeins í tónsmíðagírinn á laugardaginn. Svo var ég að passa Arnar frænda frá 16:00 - 01:00 sirka. Arnar var ekki lengi að slá eign sinni á trommukjuðana mína og svo gekk hann um íbúðina trommandi á gólfði og syngjandi með. Mér fannst tilvalið að sýna honum smá trommuvídeó og hann varð svona líka dolfallinn!!
Svo bara man ég ekki hvað ég gerði á sunnudaginn... tja.. jú ætlaði til læknis en sneri við þegar ég sá hvað voru margir í biðstofunni... eins gott að þetta sé ekki bráðdrepandi !

Fleiri myndir af frænda hér!

9. nóv. 2005

Bass Playing for Dummies

Spurning um að eiga þessa, til að geta tekið hana upp ef/þegar nemendur fara að verða sljóir í framan!

Virðist reyndar vera fullt af efni í þessari bók. Spurning hvort það sé svo "idiot proof"

www.dummies.com

8. nóv. 2005

Í dag... er gott ... að .... hafa...

Fór ég í ræktina... sem var gott!

Keypti 3 kíló af svínahakki í Nótatúni ... það verður gott að éta það í framtíðinni!

Keypti 3 kíló af lambahakki á sama stað .... verðin rétt í kringum 300 kallinn á kílóinu... sem er gott!

Fékk disk í pósti .... sem er í lagi !! Er þó engan vegin ekki að fíla tollafgreiðslu dæmið ... asnalegt "setup" þar á bæ .. lítið og loftlaust!!

Kíkti í Tónastöðina...

Sinnti almennum heimilisstörfum....

Æfði mig... t.a.m. á verkum eftir Bach og Jaco ... sem er gott!

og bara hress ... sem er gott!

Annars er þetta líka gott. Ég hef nú ekki lesið mikið eftir "manninn með gyllta rýtinginn". Las Synir Duftsins í sumar, fínasta bók. Er að þumla í gegnum Napóleóns Skjölin þessa dagana. Heldur manni við efnið...!

Byrjaði líka að lesa "Náðargáfan Lesblinda" Athyglisvert!

hehe!

Simpsons Voices

6. nóv. 2005

Spreð

Tók góða skorpu í gær í að kaupa mér föt. Dugði mér alveg að fara bara í tvær verslanir til að fylla fata skápinn. Fór með tvo troðna poka út úr Zöru (herradeild n.b.) og sokka og þannig úr Dressmann. Þá get ég verið rólegur í fatapakkanum næstu mánuðina eða svo!

Kíktum í köku og kaffi til Ásu systur og co.

Svo var bara chillað heima lambasteik og rauðvín. Sice dró fram einhverja bók með fullt af dönskum lögum og innan skams var súrasti dúett Skandinavíu og nágrennis farinn að kyrja í kór við bassa undirspil. Sérlega hressandi!! Við erum svo sjálfum okkur næg þegar að kemur að því að hafa ofan af fyrir okkur að það hálfa væri nóg.

5. nóv. 2005

I sure know how to party...

Fór að kenna um það leyti sem ég komst til meðvitundar... eða komst eiginlega almennilega í gang í fyrsta tímanum. Stilla bassa, innbyrðis og útbyrðis, fingrasetningar, lesa nótur, tónstigar og hljómar, blús or rokk, stækkaðar 9undir og allskonar.
Svo bara brunað beint til Ásu systur í hinu vikulegu "Idol Pizzu". Sice var í "vísindaferð" og mágur minn í skólanum (Bifröst) þannig að bara við systkinin og Arnar. Skiptumst á að dotta yfir imbanum. Sá þó ædolið án þess að detta út...!

Svo bara ... föstudagskvöld. Hvað er hægt að gera .. nema ryksuga. Stemming!

Í iTunes: Som tiden dog kan gå - Rasmus Nøhr - Hele rejsen

3. nóv. 2005

?

Ofvirkt fólk....

sem telur að það sé (og viti jafnvel) best og frábært og miðpunktur athyglinnar (nó matter what) ....

gefur impúlsíf svör sem eru sérlega óviðeigandi og dónaleg, ef verst lætur en hnittin ef best lætur...

segir óviðeigandi sögur af öllum og ömmum sínum þó að hvorki sé staður né stund eða áhugi "hlustandans" til að meðtaka þær...

er tiltölulega fljótt að meðtaka hluti en bætir þó ekki fyrir almennan einbeitingar skort...

getur ekki setið kyrrt og er alltaf með augun GALOPIN og minnsta hljóð eða áreiti í umhverfinu fangar athygli þess...

truflar allt og alla ef það er í hóp sem þarf að vinna og einbeita sér, ef það fær ekki athyglina (hvort sem það gerir sér grein fyrir því eða ekki, eða geta engan vegin einbeitt sér sjálft eða eru bara svona klár að þau þurfa ekki að einbeita sér og fara því að hafa ofan af fyrir sér með þeim afleiðingum að aðrir hljóta truflun af)....


Er...

A: Ögrandi verkefni
B: Orkusugur
C: "Pain in the ass!"
D: Vorkunn
E: Heppin
F: Leiðinleg
G: Skemmtileg
H: "Lesblind"
I: __________
J: Snillingar
K: Geðhvarfa sjúklingar "in the making"!
L: Krydd í lífið
M: Álíka spennandi og vörtur
N: Allt af ofangreindu
O: Ekkert af ofangreindu

1. nóv. 2005

Three is the magic number .... þriðjudagur

Hafragrautur
Kaffi
Vetrardekk
Líkamsrækt
Nautakjöt
Matseld
Chili
Hvítlaukur
Orka
Tónlist
Eirð
Oft
Nægð

M.a. á "fóninum" í dag: Souad Massi, Erik Friedlander, Eric Dolphy, Andrew Hill, Dave Holland, Meridian Arts Ensemble .......

Jamm jamm ... sessjón!

Kíkti á sultustund NEFsins í Stúdentakjallaranum á laugardaginn. Það var bara hin prýðilegaststa skemmtun sem oft áður. Talið í eðal fönkgrúf, blúsa og einhverja standarda.

Já .. Fyrr um daginn hafði ég að gefnu tilefni æft mig á bassalínu transcription af Jaco bassalínunni úr "Dry Cleaner From Des Moines". Sérlega svöl lína sem ég held pottþétt áfram að rannsaka. Ég notaði tækifærið og æfði hana á bandalausa bassann og greip hann svo með mér á jamsessjónið. Gaman að grípa í hann, geri það allt of sjaldan. Annað eftirminnilegt (og vakti lukku annara bassaleikara (a.m.k. eins þeirra)) var svo þegar við Pétur bassaleikari vorum báðir að spila í einhverjum fönknúmerum, helv. gaman!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker