2. feb. 2008

Tími á bloggfærslu..?

Tja... afhverju ekki. :)

Þrátt fyrir að þorrinn herji nú sem aldrei fyrr og kuldinn bíti kinn
þá er þetta fyrst færsla nýs árs og þykir mér þá við hæfi að rifja aðeins upp hvað stóð nú upp úr hjá mér á nýlega liðnu ári.

(Í tímaröð)

Fæðing frumburðarinsBrúðkaupið okkar í garðinum í Hingeballe
.

Menn Ársins brugðu landi undir fót og heimsóttu Jóta þar sem við lögðum grunninn að væntanlegri hljómskífu(#). Nú um þessar mundir erum við að taka upp það sem upp á vantar (overdub) og fínisera og snurfusa.

Mikill tími hefur farið í myndavélanördismann og þá aðalega í (eftir)vinnslu hráfæla. Vonandi tekur maður einhverjum framförum.

Hmm.. þetta er nú svona toppurinn...

Annars hefur færslum á þessa síðu fækkað um sirka helming á hverju árinu sem líður (ekki það að öllum sé ekki sama). Ég sé fram á en frekari fækkun með tilkomu Facebook þar sem maður fær "útrás" fyrir allt sem sem telst varla til tíðinda svo sem eins og að benda fólki á (mis) áhugaverðar vefslóðir, youtube-myndbönd o.þ.h.

Annað sem ég met mikils er að hafa verið (ef ég tel rétt) ca. 29 vikur frá vinnu (fæðingarorlof/páska- sumar og jólafrí), og hlýtur það að teljast til þó nokkura "verðmæta" þegar kemur að því að njóta lífsins með frumburðinum.

Annars eru alltaf (mis) nýjar myndir og vídjó að detta inn....
http://www.flickr.com/photos/siggidori/


http://youtube.com/skonrokk

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker