29. maí 2005

Sunnudagsrúntur...

Skruppum í Borgarnes og heimsóttum gömlu. Þrifum bílin og allskonar.

Það eru of margir um hituna í iTunes í vikunni sem leið. En þeir sem poppuðu oftast up á top 20 voru:

Tower Of Power
Chris Speed
Bob Marley & The Wailers

.. spes!

SumarnóttSumarið á Íslandi er nú engu líkt og þegar veðrið er gott er fátt sem toppar stemminguna.

Best að fara að kaupa sér tjald.

27. maí 2005

Hvenær er maður orðinn seinn?

SVAR

The EFI MP3 page

Frjálsspuna samtök evrópu, eru með mp3 síðu ef fólk vill tjékka á músík.

Annars fór ég á fína tónleika hjá Tríói Andrésar Þórs á Pravda í gærkvöldi. Eriq og Jói Ásm. spiluðu með honum. Sorglega fámennt. Svo væri líka almennt stemming fyrir því að bönd byrji að spila á auglýstum tíma. Held að það hvetji nú ekki fólk að þurfa að bíða í 1/2 tíma frá auglýstum tíma. Spyrjið bara Óla Palla. Ekki meira nöldur í bili. Bæ!

26. maí 2005

In the spirit of Jaco Pastorius ...

... heitir finnsk hljómsveit sem spilar tónlist og útsetningar meistarans. Lana Kolbrún gerði þessari hljómsveit góð skil í seinasta þætti af 5/4.

Mæli með því.

24. maí 2005

Já hey...!

Ég átti afmæli í gær.


Top 5 í iTunes í seinustu viku:

The Chicken - Woodchuck
Bird's-eye-view - Arve Henriksen - Chiaroscuro
Mercy, Mercy, Mercy - Cannonball Adderley - Cannonball Adderly-Deep Groove! The Best Of Cannonball Adderley
Chanson de Delphine - Fleurine & Brad Mehldau - Close Enough for Love
Fell in Love With a Boy - Joss Stone - The Soul Sessions

(Listinn ber þess merki að ég var að finna lög fyrir blús samspilið, "Mercy", "Chicken" og "Fell in love...")

23. maí 2005

Helgin...

Spilaði kokteil jazz fyrir bændur og dani að skoða dráttarvélar á Selfossi á föstudagskvöldið. Fór í Sörvævör leik í partí, gerði stuttan stans á Kaffi Kúltúr.

Á laugardaginn fór ég á þrusugóða útskriftartónleika hjá Eyjó. Flott stuff. Hlustaði á Júróvisíjón með öðru eyranu.. bölvað rusl.

Svo hef ég verið að undirbúa blús-samspil sem ég er að hnoða saman fyrir Tónlistarskólann í Reykjanesbæ. Samspilið mun spila á Ljósanótt n.k.

Annars bara "walk in the park".

19. maí 2005

Sniðug síða fyrir byrjendur í jazz spuna (eða tónlist almennt) og aðra áhugamenn.

www.iwasdoingallright.com

Allir á Eyjó...!!!Laugardag 21. maí útskrifast Eyjólfur Þorleifsson frá Jazz- og Rokkdeild
Tónlistarskóla FÍH og að því tilefni heldur hann útskriftartónleika.

Eyjólfur hefur hefur komið víða við í tónlistinni undanfarin ár.
Hann spilaði meðal annars með hinni merku hljómsveit Jagúar í um tvö ár.

Í sumar kemur svo út fyrsta geislaplata Eyjólfs sem ber heitið Tónar.
Þar hefur hann fengið til liðs við sig einvalalið hljóðfæraleikara og eru
Tómas R. Einarsson, Sigtryggur Baldursson og Hildur Guðný Þórhallsdóttir
meðal þeirra sem þar gefur þar að heyra. Þessi nýja geislaplata inniheldur
eingöngu tónlist eftir Eyjólf.

Auk þessa að gefa út sínar eigin tónsmíðar
hefur Eyjólfur spilað inn á fjölda platna og tekið þátt í tónleikum
með mörgum helstu tónlistarmönnum hérlendis.
Hann var meðal annars með stóra tónleika á Jazzhátíð Reykjavíkur
síðastliðið haust sem voru kveikjan að plötunni Tónar.

Útskriftartónleikarnir munu eingöngu innihalda lög úr smiðju
Eyjólfs sem hafa ekki heyrst áður og koma vonandi út á
geislaplötu síðar á þessu ári.

Hljómsveitina skipa:

Eyjólfur Þorleifsson tenór saxófónn
Scott McLemore trommur
Ómar Guðjónsson gítar
Pétur Sigurðsson kontrabassi

Tónleikarnir verða haldnir í sal FÍH, Rauðagerði 27 og hefjast kl.17.00.
Aðgangur er ókeypis og öllum frjáls meðan húsrúm leyfir!

17. maí 2005

16. maí 2005

Helgin...

...líður alltaf jafn hratt, guð sé lof fyrir auka daginn á morgunn. Grilluðum heima hjá Ásu systur í gær. Helvíti gott. Át alltof mikið. Kíktum svo í Borgarnesið í dag. Át alltof mikið.
Top 5 í iTunes þessa vikuna ber þess merki að ég var að senda umsókn á Jazzhátið Reykjavíkur 2005.

After All - Amalgam - Amalgam Jazz Quintet Demo 2004
Ansans Ananas Asnans - Amalgam - Live in Vejle
Calm Mouse - Amalgam - Live in Vejle
Crybaby - Amalgam - Live in Vejle
Reconnoiter - Chris Speed - Deviantics

14. maí 2005

Rock Swings !!

Opið bréf til mömmu:

Ný plata frá Paul Anka ;)Paul Anka syngur rokkslagara í big band swing útgáfum.

Lagalistinn:

1. It's My Life - Bon Jovi
2. True - Spandau Ballet
3. Eye of the Tiger - Survivor
4. Everybody Hurts - REM
5. Wonderwall - Oasis
6. Blackhole Sun - Soundgarden
7. It's a Sin - Pet Shop Boys
8. Jump - Van Halen
9. Smells Like Teen Spirit - Nirvana
10. Hello - Lionel Ritchie
11. Eyes Without a Face - Billy Idol
12. Lovecats - The Cure
13. The Way You Make Me Feel - Michael Jackson
14. Tears in Heaven - Eric Clapton

Heyra má útgáfu hans af "Blackhole Sun" @ stereogum.

Nemendatónleikar.

Í dag voru vortónleikar bassanemenda minna í Reykjanesbæ. Ekki nema helmingur nemendanna sá sér fært um að mæta. Fámennt en góðmennt. Þeir sem mættu og spiluðu, stóðu sig vel.Fleiri myndir.

13. maí 2005

Til hamingju Steinar.

Þakka hér með fyrir fantagóða útskriftartónleika Steinars Sigurðarsonar um leið og ég óska honum til hamingju með áfangann.

11. maí 2005

Allir á Steinar.....!Fimmtudagkvöldið 12. maí kl. 20.00 verða tónleikar í tónleikasal FÍH í Rauðagerði 27. Tilefnið er útskrift saxófónleikarans Steinars Sigurðarsonar af jazz og rokkbraut skólans. Á efnisskránni eru lög eftir hann sjálfan ásamt lögum eftir Wayne Shorter, Joshua Redman og Chris Speed svo eitthvað sé nefnt.

Aðrir hljómsveitar meðlimir eru:
Snorri Sigurðarson á trompet og flygilhorn
Kjartan Valdemarsson á píanó, Hammond og harmonikku
Róbert Þórhallsson á bassa og
Jóhann Hjörleifsson á trommur.

Steinar útskrifaðist með 5 stig á klarinett úr tónmenntaskólanum í Reykjavik árið 1990 en hafði þá einnig stundað slagverksnám í 2 ár en vorið 2003 útskrifaðist hann úr kennaradeild FÍH. Í gegnum árin hefur Steinar verið meðlimur í mörgum hljómsveitum bæði á trommur og saxófón, einnig hefur hann spilað inn á fjölmargar plötur fyrir hina ýmsu listamenn. Mestu áhrifavaldar Steinars í músíkinni eru margir en má þar helst nefna John Coltrane, Kenny Garrett, Joe Henderson og Tom Harrell. Kennarar Steinars í FÍH geta einnig talist miklir áhrifavaldar í tónlist hans en lengi vel var Ólafur Jónsson tenórsaxafónleikari aðal kennari hans en síðustu ár hefur kennslan verið í höndum Sigurðar Flosasonar "multi" saxófónleikara og nú undir lokin hjá Hilmari Jenssyni gítarleikara.

Steinar segist hlakka mikið til tónleikanna í kvöld þar sem þeir marka ákveðin þáttaskil í lífi hans sem tónlistamanns, en tónleikarnir verða bæði í senn kraftmiklir og melódískir og eru þeir öllum opnir á meðan húsrúm leyfir og er aðgangur ókeypis.

8. maí 2005

Vorhreingerning.

Við hjúin eyddum deginum í massívum þrifum á kjallaranum í dag. VEI!!


Top 6 spilun í iTunes í seinustu viku.

Iguales Para Hoy - Carles Benavent - Fénix
Nap Clarity - Chris Speed - Yeah No
Cromosomi - Enrico Rava - Easy Living
Chanson de Delphine - Fleurine & Brad Mehldau - Close Enough for Love
N.Y. Flat Top Box - John Zorn - Naked City
Sunlight - Pat Metheny - Secret Story

7. maí 2005

Ragga...

Full ástæða til að óska Ragnheiði Gröndal innilega til hamingju með frábæra burtfarartónleika í gær. Mjög flottir tónleikar.

Próf

Nemendur mínir þreyttu próf í gær. Velflestir reyndu við 1. stigið. Meðaltals einkunn hjá þeim sem tóku 1. stig var 87,4 (hæðsta var 96.0). Meðaltalið í heildina var 86,7.
Einn tók 3. stigið, einn 2. stig og einn tók árspróf.

Árangurinn í fyrra.

6. maí 2005

Mæli með að fólk skelli sér á:

Burtafarartónleika söngkonunnar Ragnheiðar Gröndal frá Tónlistarskóla FÍH kl. 20:00 í kvöld.

5. maí 2005

dags: 05.05.05, kl. 23:45Frank Zappa segir okkur "Poodle Story" fyrir svefninn. Lærum öll um þrjú fyrstu mistök guðs. Meiri Zappa tónlist hér.

Ég óska þeim sem komu í heiminn í dag til hamingju með svala byrjun á kennitölu.

3. maí 2005

I got ants in my pants

.... söng James Brown hress í bragði eftir að norsku gæjarnir í A-ha höfðu kyrjað um að hin blíðu regn apríl væru yfirstaðin.

Ég varð vitni að atviki í dag sem kom mér svoldið á óvart, átti ekki von á því sem átti sér stað. Kannski ef ég hefði hugsað um það, hefði ég getað séð það koma.
Ung sál í átökum við sjálfan sig og þar með lífið og tilveruna, tók á öllu sínu og lét undan í skamma stund.

Miles Davis tekur við kyndlinum og blæs á sálina á hinni lifandi illsku, "Nem Um Talvez" "ekki möguleiki".

Bylgjur.... lífið gengur í bylgjum. Öldu-dölum og -toppum. Um að gera að vagga fleyinu ef það er ládautt. Það vaggar ekki af sjálfu sér.
"I might be wrong" kvað Útvarpshöfðið á Amnesiac. Billy Joel var ekki heldur viss í sinni sök "I may be crazy, But it just may be a lunatic you're looking for"

Leitið og þér munið finna, týnið og þér munið leita, saknið og þér munið þrá, þráið og þér munið leita. Spurning hvað knýr okkur þegar við höfum fundið.

"Gracias a la vida"

2. maí 2005

Engin Skúli...

Tónleikarnir sem ég minntist í síðustu færslu, voru fínir. Ég saknaði þess þó að heyra ekki í Skúlanum.

Annars var ég að vinna alla helgina.

TOP 5 í iTunes hjá mér seinustu viku:

Cloud Stopper - Chris Speed - Swell Henry
Fever skin - Torun Eriksen - Glittercard
Höfnun - Óskar Guðjónsson & Skúli Sverrisson - Eftir Þögn
You Turn - Amalgam - Live in Vejle
Last Beginning - Chris Speed - Swell Henry

Annars virðist sem 378 lög hafi rúllað í gegn þessa vikun. Samtals 1 dagur og 7 og 1/2 tími. Er það ekki ágætis hlustun á þessum síðust og verstu tímum.
Mögnuð þessi tækni.

1. maí 2005

Meðmæli:

Sunnudaginn 1. maí verða haldnir tónleikar á Pravda kl. 22. Á tónleikunum leika:

Andrew D'Angelo á altósaxófón og bassaklarinett
Hilmar Jensson á gítar
Skúli Sverrisson á bassa og
Matthías Hemstock á trommur.

Andrew D'Angelo er búsettur er í New York og er hér í stuttri heimsókn en hann og Hilmar eru á leið til Bandaríkjanna í tónleikaferð ásamt trommuleikaranum Jim Black. Þó svo að tónlistarmennirnir fjórir hafi leikið saman í ólíkum samsetningum í meira en áratug þá er þetta í fyrsta sinn sem þeir leika saman sem kvartett. Andrew er þekktur fyrir leik sinn með Matt Wilson, Human Feel, Tim Berne og fleirum og hefur verið áberandi í tónlistarflóru New York borgar um árabil auk þess sem hann hefur leikið víða um heim með ýmsum tónlistarmönnum.

Skúli Sverrisson er einn eftirsóttasti bassaleikarinn í NY og hefur leikið um heim allan með Laurie Anderson, Pachora, Chris Speed, Blonde Redhead, Allan Holdsworth o.fl.

Hilmar Jensson hefur verið atkvæðamikill í íslensku tónlistarlifi um árabil en hefur auk þess leikið víða um heim m.a. með Jim Black, Tilraunaeldhúsinu, Arve Henriksen og eigin sveitum.

Matthías Hemstock hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi og leikið með fjölda tónlistarmanna og hópa allt frá Sinfóníuhljómsveit Íslands til Rússíbana. Hann hefur og leikið víða um heim m.a. með Jóhanni Jóhannssyni.

Tónleikarnir hefjast kl. 22, aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker