11. maí 2005
Allir á Steinar.....!
Fimmtudagkvöldið 12. maí kl. 20.00 verða tónleikar í tónleikasal FÍH í Rauðagerði 27. Tilefnið er útskrift saxófónleikarans Steinars Sigurðarsonar af jazz og rokkbraut skólans. Á efnisskránni eru lög eftir hann sjálfan ásamt lögum eftir Wayne Shorter, Joshua Redman og Chris Speed svo eitthvað sé nefnt.
Aðrir hljómsveitar meðlimir eru:
Snorri Sigurðarson á trompet og flygilhorn
Kjartan Valdemarsson á píanó, Hammond og harmonikku
Róbert Þórhallsson á bassa og
Jóhann Hjörleifsson á trommur.
Steinar útskrifaðist með 5 stig á klarinett úr tónmenntaskólanum í Reykjavik árið 1990 en hafði þá einnig stundað slagverksnám í 2 ár en vorið 2003 útskrifaðist hann úr kennaradeild FÍH. Í gegnum árin hefur Steinar verið meðlimur í mörgum hljómsveitum bæði á trommur og saxófón, einnig hefur hann spilað inn á fjölmargar plötur fyrir hina ýmsu listamenn. Mestu áhrifavaldar Steinars í músíkinni eru margir en má þar helst nefna John Coltrane, Kenny Garrett, Joe Henderson og Tom Harrell. Kennarar Steinars í FÍH geta einnig talist miklir áhrifavaldar í tónlist hans en lengi vel var Ólafur Jónsson tenórsaxafónleikari aðal kennari hans en síðustu ár hefur kennslan verið í höndum Sigurðar Flosasonar "multi" saxófónleikara og nú undir lokin hjá Hilmari Jenssyni gítarleikara.
Steinar segist hlakka mikið til tónleikanna í kvöld þar sem þeir marka ákveðin þáttaskil í lífi hans sem tónlistamanns, en tónleikarnir verða bæði í senn kraftmiklir og melódískir og eru þeir öllum opnir á meðan húsrúm leyfir og er aðgangur ókeypis.
Bloggsafn
-
▼
2005
(227)
-
▼
maí
(25)
- Sunnudagsrúntur...
- Sumarnótt
- Hvenær er maður orðinn seinn?
- The EFI MP3 page
- In the spirit of Jaco Pastorius ...
- Bara klassík...
- Já hey...!
- Helgin...
- Welcome to the....
- Sniðug síða fyrir byrjendur í jazz spuna (eða tónl...
- Allir á Eyjó...!!!
- ANKAnaleg músík.
- Helgin...
- Rock Swings !!
- Nemendatónleikar.
- Til hamingju Steinar.
- Allir á Steinar.....!
- Vorhreingerning.
- Ragga...
- Próf
- Mæli með að fólk skelli sér á:
- dags: 05.05.05, kl. 23:45
- I got ants in my pants
- Engin Skúli...
- Meðmæli:
-
▼
maí
(25)
Um mig / about me
- Siggidóri
- Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,