30. jún. 2004

Skó fíla!


Sjonni að tjékka á "lickunum" hans Ágeirs!

Það var fínn fílingur á Skófílunum í gærkveldi. Eftirtektarvert var hversu fáir af tónleikagestunum voru að reykja, ég sá bara eina manneskju í sjálfsmorðshugleiðingum.

Still smokin'

Kaus ekki að vera veikur!


Í ljósi umræðna seinustu daga, varðandi túlkanir á kosninga úrslitunum, t.d. hvað meintu þeir sem heima sátu, þá hef ég þetta að segja: Ég var veikur, sá ekki ástæðu til að æsa mig á kjörstað til að kjósa sitjandi forseta (sem ég hefði gert) því hann átti sigurinn vísan.

28. jún. 2004

Hor í hjarta og soul í sinni!

Kvefið leiðinlega gerðist ágengara um helgina og lagði mig í bólið. Þannig að það var fátt annað að gera en að dunda sér heima (lesist ekki dúndra Cher ...!). Tókst samt að kíkja á Kaffi Kúltúre á föstudagskveldið.

Annars hristi ég þessa hressilegu kjúlla uppskrift fram úr heilahvelinu um helgina.

Efni:

4 kjúklingabringur
2-3 hvítlaukar (já heilir ...!)
STÓRT engiferstykki
Smá appelsínusafi (ferskur eða Trópí)
Ólífuolía
Pipar
Salt
2 RAUÐAR paprikur
Zucchini (kúrbítur) (meðal stórt)
Sveppir (ekkert of margir, 5-10 eftir stærð)
1 Laukur
Rauður Chilli (sæmilega stór)
Kókosmjólk (1 dós)
Garam Masal (kryddblanda frá Rajan)
Karry Madras (Pottagaldrar)
Einn kjúklingateningur (soðteningur)
Aðferð:

Laukurinn er mýktur í olíunni, bringurnar skornar niður og létt steiktar, kryddað með salti og pipar.
Hvítlaukurinn, engiferinn og chillinn er sett í blender/mixer ásamt smá appelsínusafa og jafnvel smá olíu og maukað í hel.
Maukinu er svo hellt yfir kjúllann á pönnunni, látið krauma og kryddað með Garam Masal (kryddblanda frá Rajan), Karry Madras (Pottagaldrar), eftir fíling en amk 1 msk af hvoru! Grænmetið er skorið niður og sett útá pönnuna og látið krauma, einn kjúklingateningur settur útí. Einni dós af kókosmjólk bætt út í að endingu, látið krauma uns þetta lítur sæmilega út!

Meðlæti t.d. Hrísgrjón eða pasta, salat og hvítlauksbrauð og falleg kona!

Verði ykkur að góðu.

Setjið spurningar og athugasemdir í kommentakerfið!

25. jún. 2004

Los ..... !

Latin fever hélt áfram að herja á okkur Kristmund og nú bættist Guðmundur Steinn Gunnarsson í hópinn og er það aldeilis til að hressa, við héltum okkur við tveggja til þriggja hljóma "vömp", skiptumst t.d. á að vera með taktmæli í eyrunum. Töff æfing að einn sé með taktmælinn (ekki bara trommarinn) og svo þurfa hinir að fókusa á hann. Menn hafa tilhneiginu til að hraða og það fer þessari músík ekki vel, afslappað og right on er málið. Næsti kafli er um "songo" stílinn sem hljómsveitin þróuðu á áttunda áratug seinustu aldar!Svo er það pæling að kíkja á Röggu Gröndal á Kaffi Kúltúr í kvöld.

Annarst er ég að "eipa" á þessari andsk. hálsbólgu kvefpest. Gerðist "hress" og fór í ræktina.... var ekki alveg að gera sig!
En best að fara heim að elda og setja Norðurlanda met í hvítlauks notkun!!!

23. jún. 2004

H.C. online ;)

Danski trompet sjarmörinn og "soon to be" íslandsvinurinn Hans Christian Erbs er að fikta sig áfram með heimasíðuna sína ....! Tékkið á henni!

Clave & tumbao!

Við Krissi vorum að kíkja á afro-cuban pakkann. Erum svona í rólegheitum búnir að lesa okkur í gegnum fyrsta kaflann ("Clave & tumbao"): Basic pælingar til að byrja með, en samt ýmislegt sem gerir þetta að ögrandi verkefni. Rendum í tumbao yfir Bb blús og Giant Steps. Svo var maður eitthvað að reyna að stappa clave patternið með bassalínunni, ...gekk fínt. Hmmm??? Er ekki dansnámskeið í latin dönsum bara næsta skref??!!?? ;)
Jæja hmmm.. ég er að reyna að rifja upp hvað ég var að gera þegar ég var 23 ára..!! huxihuxihuxi!?!? Árið var a.m.k. 1996! Hmm! Árið sem ég byrjaði í FÍH. En svona til upprifjunar:

1996 7th Billboard Music Awards:

Artist of the Year
Alanis Morissette

Album of the Year
Jagged Little Pill - Alanis Morissette

Single of the Year
"Macarena" - Los Del Rio

New Artist of the Year
Tony Rich (WHO THE FUCK...???)

Hot 100 Artist of the Year
Mariah Carey

Rock Track Single of the Year
"Counting Blue Cars" - Dishwalla

R&B Artist of the Year
R. Kelly

R&B Single of the Year
"You're Makin' Me High" / "Let It Flow" - Toni Braxton

Country Artist of the Year
George Strait

Country Single of the Year
"My Maria" - Brooks and Dunn

Billboard Century Award
Carlos Santana

Artist Achievement Award
Madonna

Special Hot 100 Award
Mariah Carey
Boyz II Men

En Sigríður Sesselja Juel Hansen er 23 ár í dag. Skál fyrir því!!

22. jún. 2004

...

Þvílíka blíðan ... kannski maður rölti í ræktina. Fer nú að verða seinn á því að finna afmælisgjöf, sumir eiga afmæli á morgun.

M-Project, bandið hans Matta fer að æfa aftur í kvöld. Stuð. Ætla að reyna að semja eitthvað milli stríða!! C ya!

*geisp*

Úff .. vaknaði 05:15 í morgun og gat ekki sofnað aftur, rölti í vinnuna ca. 06:40! Stemming að rölta í blíðunni í morgunsárið.

21. jún. 2004

Aðal gæjarnir!!!


hmm! Best að skrifa eitthvað svo fólk hætti ekki að lesa bloggið!

Fór ekki í útilegu um helgina, ég fór hinsvegar í útilegu heimsókn, þar sem var grillað, sungið, brugðið á leik og allskonar!

Nú annars byrjaði hlustunar djobbið í morgun SNEMMA!! Maður ræsti sig 05:50 og svo var mæting í FÍH 06:30, mannskapurinn skreið inn tuttugu mínútum síðar, svo far talið í kl. 07:00. Hlustað á útvarp og skráð niður af samvisku. Óje...! Hmmm!!

Ræktin varð ekki út undan þrátt fyrir árrisulheitin, svo er mega CD brennsla heimavið um þessar mundir, en dönsku drengirnir fá sendingu með tónlist okkar Sigga R, fljótlega, svo að allt sé nú hresst!

Góðar stundir!

18. jún. 2004

Jæja!

Fór að fara aftur í ræktina í þessari viku. Finnst mér alltaf vera að byrja og taka pásur (sökum anna), en nú ætti ég að geta tekið á því í mánuð og rúmlega það.

Við Kristmundur höfum sett sjálfa okkur í latin æfingabúðir og erum við að fara í gegnum bókina "Funkifying the Clave: Afro-Cuban Grooves for Bass & Drums" Besta mál og barasta gaman!

Svo eru ýmsar aðrar pælingar, varðandi önnur verkefni, á byrjunarstigi.

Eitthvað hef ég verið að reyna að sparka í rassgatið á mér til þess að semja meira... er aðeins að skríða í gang.

Nokkur tími hefur farið í að undirbúa fyrir hlustunardjobbið hjá FÍH. Við hefjumst handa (og eyrna...!) á mánudagsmorgunn, eldsnemma.... jæks..!

Annars býst ég við því að vera heima um helgina, semja, æfa mig, fara í pottana, eitthvað þannig.

X

13. jún. 2004

Hvað gerði ég aftur í UK...?!!

Jú...!!
Ég kíkti í helling af plötubúðum og keypti nokkra CD, t.a.m.:
Keith Jarrett – Personal Mountains,
Le Bocal – “OH NO! Just ANotHER FRANK ZAPpA MEMoRiAL bARbEcuE!”,
B.B. King – Live & Well, (Hefði viljað þennan líka)
The Sound of Senegal,
John Scofield Trio – Live EnRoute,
Weather Report – Live In Tokyo,
Weather Report – I Sing the Body Electric,
Dave Weckl Band – LIVE (and very plugged in),
Weather Report – Mysterious Traveller,
James Brown – Funky Christmas.

Gistingin í London: Við gistum á Green Court Hotel, sem var bara sæmilegt, tiltölulega nálægt Earls Court Station, sem var einnig stór galli, þar sem lestirnar þeyttust rétt fyrir utan gluggann hjá manni... ekki beint ró og friður á þeim bæ..!

Nú svo kíktum við á ýmislegt. Skoðuðum t.d. British Museum, St. Pauls Cathedral (sem var reyndar í hreinsun, þannig að það var frekar snuppótt heimsókn), Royal Albert Hall (að utan), Tate Gallery, nú og svo gengum við í einhverjum heljarinnar görðum, og fram hjá Big Ben / Westminister, Trafalgar Square, og einhvern markað, hmm!!.


Nú svo maður nefni einhverja staði sem við borðuðum á þá má nefna: Garlic & Shots (rétt hjá Ronnie Scotts) þar var hvítlaukur í öllu, líka bjórnum. Little Italy (á móti Ronnie Scotts) mjög góður staður. Svo voru einhverjir fleiri, flestir morgnarnir byrjuðu í Starbucks Coffee.

Svo voru það tónleikar Dave Weckl Band á Ronnie Scotts. Mjög gaman að sjá þessa kappa. En þetta voru ansi langir tónleikar. Þeir byrjuðu á upphitunarabandi sem spilaði 1. sett, pása og rót , svo komu Dave og Co og spiluðu 1. sett, pása og rót, svo kom uphitunarbandið og spilaði 2. sett, pása og rót, svo komu Dave og co og spiluðu 2. sett. Þetta var ekki undir fjórum tímum. Aðeins of mikið. En bassaleikari Dave, Tom Kennedy er algert monster! Ég var nú samt ekki að fíla soundið hans of mikið, of þunnt eitthvað, n.k. mid. 80’s L.A. fusion bassasánd. En hann gat spilað, og þeir allir. Það var soldið fyndið að sjá saxistann mjög mikið til hliðar, svo hann skyggði ekki á hetjuna (Weckl). Fínir tónleikar.Svo var haldið til Cheltenham, þar var nú bara að mestu verið að chilla, kíktum í nágrannabæ (Cirencester) þar sem sjá má leifar frá veldi Rómverja á Bretlandi. Veðrið var massa gott nánast allan tíma. Kannski full heitt og sveitt fyrir “pjúra” íslending eins og mig. Hitinn fór hæðst í 29° og rakinn var frekar mikill.

Nemlig...!

Einar með Egó.

Minni gamli vinur og félagi úr Borgarnesi, Einar Þór Jóhannesson (Draumalandið, Mr. Moon, Dúndurfréttir og Buff) mun gera garðinn frægan með Egó í sumar. Allir á Egó trip.


Egó anno 2004: Jakob Magnússon, Hrafn Thoroddsen, Bubbi Morthens, Magnús Stefánsson og Einar Þór Jóhannsson. Þessi nýja liðsskipan mun leika á tónleikum í sumar og haust og jafnvel keyra í plötu.

Rock 'n' roll.....!

11. jún. 2004

Congrats. Pastorius family!


Börn Jaco tóku við verðlaununum.

Florida deild Grammy (The Florida Chapter of the Recording Academy®) heiðraði Jaco Pastorius (ásamt öðrum) á dögunum (6.6. 2004)með s.k. "Heros Awards".

Besta mál.

Headaches and other aches...!

Var að koma af hljóðprufu/æfingu með kombóinu + Dúddu. Þetta verður sæmilega fínt.. svo er bara að vona að fólk sýni sig og sjái aðra.

Speking of.. þá er Ray Charles hættur að sýna sig... hann hefur ekki séð aðra síðan hann var 6 ára og sér engan úr þessu þar sem hann lést í gær. Megi hann chilla í ró!

10. jún. 2004

9. jún. 2004

kominn heim....

Heill á húfi... kominn með smá vinnu í júní og júlí. Besta mál. Læsti mig úti í dag.. ekki besta mál. Farinn í sund bæ!!!

5. jún. 2004

Alive and well....!

Bara ad lata ykkur vita ad eg er lifandi...! Ferdasagan ma bida thar til ad fingur minir komast i islenskt fingrabord. Annars er thetta buid ad vera mjog athyglisvert allt saman. Hlytt og gott vedur nanast allan timann. Sjaumst fljotlega.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker