30. sep. 2005

3 tónleikar í röð... og þeir fjórðu tæklaðir!


Greinilega búið að stytta upp!

Var að kenna í dag í Reykjanesbænum eins og endranær. Skutlaði Sice í flug þar á undan, en hún verður í Danmörku næstu 19 daga róta að í moldinni!
Frekar leiðinlegt veður til að keyra í á heimleiðinni. Komst þó heill á húfi á leiðarenda.

Fór svo nánast beint á tónleika Jazzhátíðarinnar eftir að ég kom heim.

Hringdi í Simon hinn írska, og eftir stutt spjall um að telja í ásamt fleirum í næstu viku (að hans frumkvæði) ákváðum við að skella okkur á Be bop septett Óskars Guðjónssonar.

Fínir tónleikar en ekkert sérlega eftirminnilegir þrátt fyrir fagmennskuna.
Fórum eftir fyrsta lag eftir hlé (sem var óþarflega langt, hléið þ.e.a.s) til að ná í tæka tíð fyrir tónleika Karmelgebach. Þar var einungis frumsamin músík með miklum frjálsspuna. Alveg áhugavert. Sérstaklega fannst mér stemmingin í seinasta laginu
góð, (þrátt fyrir að ég muni engan vegin núna hvernig hún var).



Rúsínan í pylsuendanum voru svo tónleikar "Koko" sem er skipð japanska víbrófónleikkonunni Taiko Saito og þýska píanólaikaranum Niko Meinhold. Þvílík SNILLD. Dásamleg músík og samleikur á heimsmælikvarða. Fyrst og fremst náði tónlistin (sem var eftir þau) að fanga mann og fá mann nánast til að gleyma stað og stund. Snilldar hljóðfæraleikur ásamt snilldar lagasmíðum. Besta tónleika upplifun undiritaðs í langan tíma... og ég sem ætlaði ekki einu sinni að sjá þau... bara ílengdist í Leikhúskjallaranum! Þeir listamenn sem komu í hugan meðan ég hlustuðu á þau voru t.d. Chick Corea & Gary Burton (af augljósum ástæðum... tónlistin samt ekkert voða lík þannig séð) og svo komu stemmingar sem minntu mig á Theo Bleckmann (plötuna Origami t.d.)

Síðan fórum við og ætluðum að droppa við á Póstbarnum en var ekki hleypt inn. Klukkan var um 01:30 hljómsveitin Landrover enn að spila heyrðist mér. Okkur var tjáð af eiganda barsins að það lokaði klukkann 01:00 og við fengjum því ekki að koma inn þrátt fyrir að í auglýstri dagskrá Jazzhátíðar stæði að tónleikarnir stæði til 02:00.
Alveg týpískt.

Nova Scotia - Theo Bleckmann.mp3

Like Brother And Sister - Theo Bleckmann.mp3

Falling Grace - Chick Corea and Gary Burton.mp3



Legg til að þessi maður verði næsti "pabbi" jazzhátíðarinnar og kynnir.

28. sep. 2005

allskonar .. jazz og haust .. og..

Úff ... Ekkert bloggaði í viku!

Allt gott að frétta svo sem! Skrifaði undir samning í Tónlistarskóla Mosfellsbækar í seinustu viku. Er með 25% stöðu. Þannig að þá er maður kominn með fulla stöðu saman lagt, sirkabát!

Jesper vinur minn frá Danmörku er að koma til landsins á föstudaginn og ætlar að dvelja í 10 daga.

Jesper

Jazzhátíðin að byrja. Ég er nú bara búinn að kaupa mér miða á Kenny Garrett, enn sem komið er.

Svo sem alveg hellingur sem væri gaman að sjá! T.d.:

Fimmtudagur 29. september

kl. 20:30 - Be bop septett Óskars Guðjónssonar á Kaffi Reykjavík, 1.800 kr.

kl. 22:30 Karmelgebach í Þjóleikhúskjallaranum, 1500 kr.


Föstudagur 30. september

22:30 M & M kvartettinn + 3 gestir á Kaffi Reykjavík, 1800 kr.

00:00 Rodent á Kaffi Reykjavík, 1500 kr.


Laugardagur 1.október

kl. 20:30 Kenny Garrett Quartet á NASA, 3.500 kr.
stórtónleikar bandaríska saxófónmeistarans Kenny Garrett með Carlos McKinney á píanó, Ronald Bruner trommur og Kristopher Funn á bassa. AÐEINS ANNAR MANNSKAPUR EN AUGLÝSTUR VAR Í UPPHAFI. Verður örugglega mjög hressandi engu að síður!

kl. 22:30 Tóneyra MEGASAR á Kaffi Reykjavík, 1800 kr.


Sunnudagur 2.október

17:00 Oktett Ragnheiðar Gröndal á Kaffi Reykjavík, 1500 kr.

Að öðru....

Hvet alla til að kíkja yfir á freemanlc.blogspot.com og ná sér í og skoða Frank Zappa myndböndin sem hann býður upp á þar! Alger SNILLD.

Já og kíkið yfir á xanaxtaxi.blogspot.com... Jaco á tónleikum þegar hann var 19 ára að spila "Donna Lee".

P.s varðandi seinustu færslu þar sem ég var að tala um að 18 ár væru frá dauða Pastorius (fermingar árið mitt) þá verður maður 1/2 aldar gamall (vonandi) eftir 18 ár.
Tíminn... merkilegt fyrirbæri!

Góðar stundir og sjáumst á Jazzhátíð!

p.p.s

Skelltum okkur í sveitina um seinustu helgi. Nokkrar haustmyndir héðan og þaðan, HÉR!!



21. sep. 2005

Ár og dagar



Í dag voru 18 ár síðan Jaco Pastorius lést.
Þá var John sonur hans 14 ára.
Bróðir minn er 14 ára í dag.
Ég er átján árum eldri en bróðir minn.

Ég var að rifja upp yfirtóna meistaraverkið hans Jaco, Portrait of Tracy, í gær. Fór svo yfir það með nemanda í dag. Planið er að nemandinn flytji lagið (sem er einleikslag fyrir bassa) á tónleikum lengra kominna nemenda þann 17. nóv. Þannig að tónlistin hans lifir góðu lífi.

Börnin hans Jaco lifa líka góðu lífi að ég er best veit. Felix Pastorius, sonur hans (f. 1982) og tvíburabróðir hans Julius hafa verið að iðka tónlist. Felix þykir vera orðinn "monster" á sitt hljóðfæri, rafbassann. Fer hann þar með aldeilis í skóbúnað föður síns.

Hilmar var að hljóðrita eitthvað með Felix (ásamt Charlie Peacock, Ben Perowski, og Jeff Coffin) um daginn. Spennandi að heyra hvort eitthvað komi út úr þeim pælingum.

Hmmm! Sådan går det!

Uppritaði black metal með Dimmuborgir (held ég) lag áðan fyrir nemanda. Spes músík.

ú je !

18. sep. 2005

ssssssssuuuunnnuuuuddddaaaaagggguuurrrrrr

Vakna... bjóða Ásu systur og co í kaffi og með því. Semja lag ... æfa sig ... nördast. ..... borða mat... chilla.

Góða nótt!

17. sep. 2005

iss piss

My life has been rated:
Click to find out your rating!
See what your rating is!
Created by bart666

Alternative retro....! Babe!

Snilldar útgáfur af 'Love Will Tear Us Apart' (Joy Division) og 'Guns of Brixton' (The Clash) @ www.retrobabe1.blogspot.com í n.k. Jazz/Bossa/French Pop stíl!! Ú je


Stick with me on this one…

Take 2 French musicians, Marc Collin and Olivier Libaux.

Take some of their old ‘post-punk’ record collection – a mixture of punk, early goth and alternative pop.

Now strip these songs down to the bare bones and give them a 60s Brazilian bossa feel, with a big dose of French pop mixed in, giving vocal duties to eight predominantly French female singers.

Sounds awful doesn’t it? It’s actually really good.


Algerlega!

16. sep. 2005

Kenny Garrett á Jazzhátíð Reykjavíkur 1. okt..!!!



Saxófónleikarann Kenny Garrett með kvartett sinn en í honum eru trommuleikarinn Jeff "Tain" Watts, David Kikoski á píanó en bassaleikari er óráðinn enn. Þessir
tónleikar verða haldnir á laugardagskvöld 1. október á NASA.

Forsala aðgöngumiða
hefst á mánudag 19. september kl. 10 og fer fram í 3 verslunum Skífunnar, í Kringlunni, í Smáralind og verslun þeirra við Laugaveg 26. Einnig er hægt að kaupa miða í forsölu á vefsíðunni www.midi.is og síðan hefst miðasala við innganginn á hverjum tónleikastað einni klukkustund fyrir tónleika.



Sérlega TÖFF.

Stíf fundarhöld í dag....!

Svæðisþing tónlistarskóla fyrir
Suðurland, Suðurnes og höfuðborgarsvæðið


Haldið föstudaginn 16. sept. í Tónlistarskóla FÍH Rauðagerði 27, Reykjavík

„Hlutverk tónlistarskóla í samfélaginu – stefna hins opinbera“

Dagskrá:

9.15 Setning: Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna.
Tónlistaratriði.

9.25 Kennaramenntun í tónlistardeild Listaháskóla Íslands – fyrirkomulag og innihald námsbrautar. Kynning: Mist Barbara Þorkelsdóttir deildarforseti. Umræður.

10.15 Kaffihlé

10.25 Námskrá í tónfræðagreinum. Kynning: Guðni Olgeirsson sérfræðingur í skóla- og símenntunardeild í menntamálaráðuneytinu og Kristín Stefánsdóttir fulltrúi í ritstjórn aðalnámskrár tónlistarskóla. Fyrirspurnir og umræður.

11.20 Kaffihlé.

11.30 Drög að frumvarpi til nýrra laga um tónlistarskóla. Kynning: Jón Vilberg Guðjónsson lögfræðingur í menntamálaráðuneytinu. Fyrirspurnir og umræður.

12.30 Hádegishlé.

13.30 Málstofa „Hlutverk tónlistarskóla í samfélaginu – stefna hins opinbera“
Frummælendur og þeir sem pallborðið skipa: Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, Björn Þráinn Þórðarson, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Mosfellsbæjar, Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkur, Róbert A. Darling skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga og Guðmundur Hafsteinsson tónlistarkennari í Reykjavík.

Útgangspunktar umræðna:
 Hvers vegna rekur/styrkir sveitarfélagið tónlistarskóla? Hvert er hlutverk tónlistarskólans í samfélaginu? Hvernig samræmist það mennta- og menningarstefnu sveitarfélagsins?

Í aðalnámskrá tónlistarskóla segir m.a. „Mennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er að veita öllum, sem þess æskja, færi á að kynnast tónlistarnámi af eigin raun.“

 Hver er stefna sveitarfélagsins varðandi aðgengi að tónlistarnámi? Er aðgengi háð aldri? Eru skólagjöld hindrun? Hversu fjölbreytt er framboð tónlistarnáms, til hvað breiðs hóps nær það? Tekur þitt sveitarfélag við tónlistarnemendum úr öðrum sveitarfélögum? Borgar sveitarfélagið með nemendum sem þurfa að sækja nám sitt til annarra sveitarfélaga?

14.45 Kaffihlé.

15.15 Málstofa frh. – umræður.

16.30 Þingslit.



Athyglisvert allt saman.

Vonandi fá á endanum allir tónlistarnám að eigin vali burtséð frá aldri og búsetu. OG vonandi kemur námskrá fyrir Rhythmísk hljóðfæri sem allra fyrst.

14. sep. 2005

Leiðin Heim.... í Garðabæ......



Náðum að skella okkur á tónleikana hjá þeim félögum. Ekkert nema gæðin eins og við var að búast og ekki borgaði maður krónu fyrir. Frír jazz...! Je!

13. sep. 2005

É'rann!

Ása klukkaði mig. Hér koma fimm atriði (af handahófi) um sjálfa mig:

1. Ég fæddist á Selfossi. Húsið sem ég fæddist í er núna elliheimili.

2. Fór fyrst til útlanda þegar ég var 15 ára. Fór næst 15 árum síðar. Hef farið hlutfallslega gríðarlega oft síðan!

3. Datt á höfuðið þegar ég var rétt að verða 10 ára. Sennilega sá atburður í lífi mínu sem hefur (eða hafði) mest áhrif (mótandi/persónleika/o.s.frv.) á mig, a.m.k. miðað við að það tók mig einungis nokkrar sekúndur að berja höfðinu við steininn. Var þrjár vikur á spítala (á þremur sjúkrahúsum), fór í tvo árangurlausa uppskurði og er með fastan augnvöðva í hægra auga, plús að það liggur innar en hitt (þar fór samhverfan fyrir lítið), plús svo náttúrulega þessi fínu ör í kringum augað, sem eru náttúrulega löngu orðin ómissandi.

4. Þrjár ástæður fyrir því að ég leiddist út í tónlist:
a) Mamma á kassagítar sem ég var alltaf að stelast í.

b) Elsta syni Megasar, Þórði Magnússyni, var skipað að setjast við hliðina á mér þegar hann hóf nám í Gagnfræðaskóla Borgarnes þegar við vorum sirka 13/14 ára. Sérlega músíkalskur drengur og var upprennandi gítarhetja á þeim tíma. (Ekki eltist músíkin af honum þar sem hann fékk t.a.m. verðlaun fyrir tónverk á Íslensku Tónlistarverðlaununum í ár. Þórður er líka "prótótýpan" að gítarhetjunni sem leggur lag sitt við selló-skvísu). Ég fór svo með honum og mömmu í Rokkbúðina sálugu haustið eftir að ég varð 15 ára og keypti splunkunýjann Washburn bassa, sem Danny Pollock grandskoðaði og gaf "thumbs up" áður en við héldum heim. Þórður kennti mér að stilla bassann og sýndi mér gítar riffið í Smoke On the Water, svo var hann alltaf að benda mér á eitthvað. Ég spilaði síðar í hljómsveit með yngri albróður hans (Gísli, kallar sig Gímaldin). Í því bandið var einungis spiluð frumsamin músík sem var að mestu eftir Gísla. Jazz/grúf-skotið popp með norrænum kántrí blæ. (Þetta var eiginlega bræðingssveit... ég sé það núna... því til stuðnings þá spilaði ég laglínu og sóló í einu laginu á fyrsta gigginu sem við spiluðum á. Giggið var á Hæfileikakeppni FVA þar sem við urðum í 2 sæti, ég var valinn besti bassaleikarinn og söngkonan var líka valin best. Hún var skiptinemi frá Svíþjóð á þeim tíma og gerðist kærasta Orra Harðarsonar um svipað leyti. Þetta var sama veturinn og ég sat fyrst í tónlistarskóla. Ég var 18 ára.

c) Ég kynntist tónlist Jaco Pastorius fljótlega eftir að ég hóf að fikta við bassann (ca. 17 ára). Ég komst í kynni við skiptinema af frönsk/kanadísku bergi sem dældi í mig efni með Jaco. Á þeim tíma var ekki sjálfgefið að komast yfir ritmál eða tónlist um kappann. Internetið var einhverstaðar í framtíðinni. Ég las Bass Player grimmt og smá saman hlóð þetta upp á sig. Skúli Sverrisson hafði einnig hvetjandi áhrif á mig með sínum bassaleik. Ógleymanleg upplifun að sjá hann spila með Full Circle á Púlsinum snemma árs 1991. Þessir tónleikar eru það sem ég hef komist næst því sem kalla mætti trúarleg upplifun. Mig var farið að langa í að komast í Tónlistarskóla FÍH (nokkur ár í það þó). Þeir Jaco og Skúli eru enn að halda mér við efnið.

d) (OK ég kann ekki að telja!!) Foreldrar mínir, sem hjálpuðu mér í námi og sem létu tilleiðast með ýmislegt sem ýtti undir þetta allt saman.

5. Ég er Sigurdór Guðmundsson, Brynjúlfssonar, Eiríkssonar, Jóhannessonar, Guðmundssonar, Guðmundssonar, Jónssonar. Þetta er beini karleggurinn til mín eins og heimildir eru fyrir. Rek ættir mínar á Mýrar (vestur) og undir Eyjaföll. Það vottar ekki fyrir vestfirðing í mér.

Ég klukka: Matta, Sigga Rögg., Aron, Jón Ingólfsson bassa og Ósk. (Sandra var á undan mér að klukka Kidda) Nú eruð þið'ann!

12. sep. 2005

*geisp*

Ekki náði ég í tæka tíð fyrir tónleikana sem ég var að röfla um hér fyrir neðan. Spurning hvort maður ná í þá á miðvikudaginn í Garðabænum!? Aldrei að vita!

Mæli með: Þjóðleikhúskjallarinn í kvöld kl. 20:30 - Kvartett Sigurðar Flosasonar



Fréttatilkynning

Kvartett Sigurðar Flosasonar:
Leiðin heim - útgáfutónleikaferð


Kvartett Sigurðar Flosasonar leikur á sex tónleikum víðsvegar um landið á næstunni. Tónleikarnir eru síðbúnir útgáfutónleikar vegna geisladisksins „Leiðin heim“ en hann kom út í hér á landi í maí síðastliðnum og í Japan í júlí. Ekki hefur unnist tími til útgáfutónleika fyrr en nú, en þess má geta að kvartettinn lék á heimssýningunni í Japan og þrennum vel heppnuðum tónleikum í Tokyo í sumar. „Leiðin heim“ hefur fengið afbragðsgóðar viðtökur. Vernharður Linnet, jazzgagnrýnandi Morgunblaðsins, kallaði diskinn m.a. „meistaraverk!“ í afar lofsamlegum dómi.

Sigurður Flosason hefur gert víðreist með tónlist sína. Hann hefur tvisvar hlotið íslensku tónlistarverðlauning og tvívegis verið tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Sigurður er bæjarlistamaður Garðabæjar í ár.

Kvartettinn skipa, auk Sigurðar sem leikur á saxófón, þeir Eyþór Gunnarsson á píanó, Valdimar K. Sigujónsson á kontrabassa og Pétur Östlund á trommur.

Tónleikastaðir eru eftirfarandi:

Neskaupsstaður, sunnudag 11.9. – Blúskjallarinn kl. 20:30
Reykjavík, mánudag 12.9. – Þjóðleikhúskjallarinn kl. 20:30
Ísafjörður, þriðjudag 13.9. - Hamrar kl. 20:00
Garðabær, miðvikudag 14.9. Salur Tónlistarskólans í Garðabæ kl. 20:30
Eyjafjörður, fimmtudag 15.9. Laugarborg kl. 20:30
Reykjanesbær, föstudag 16.9. Listasal, Duushúsum kl. 20:30



(Ég skelli mér ef ég næ heim í tæka tíð eftir kennslu í kvöld)

Fórum á Esjuna í dag.. læt myndirnar um að tala .. nema þar sem ég þarf að útskýra ;)


Esjan












Eitt skref í einu...








Svitni, svitni, svitni...


Vonda fjall....hafðu þetta...!




Smá eftir á toppinn!




Uuuu... fjallahjól, væntanlega!


Veðurathugunarstöð...!




Reykjavík og nágrenni






hmm..?!? lítur nú ekki vel út þarna.. en..! ...bara að kasta mæðinni eða "throwing away the blues!"


... og svo eina bylgju fyrir útsýninu...!


jæja... ertu ekki að koma?

6. sep. 2005

jejeje

Lítið farið fyrir bloggi undan farið .. ýmsar ástæður fyrir því. Verið bara nóg að gera til að byrja með. Nettengingin hér heima fór í steik á tímabili einnig. Þannig að... En í seinustu tengdamamma og hennar mamma (mamma og amma Sice) voru hér í heimsókn fyrir skemmstu og fórum við í nokkrar skoðunarferðir eftir að þær komu í bæinn. Keyrðum allt Snæfellsnesið og stoppuðum í Borgarnesi einn daginn og kíktum á Þingvelli annan daginn. Svo var samspilið sem ég stjórnaði að spila á Blúshátið Reykjanesbæjar og Ljósanótt um helgina , þau stóðu sig eins og hetjur. Spilaði eitt brúðkaups gigg með Harold Burr, Kjartani Vald. og Nonna Skara, út í Viðey á laugardagskvöldið, alveg gaman. Fór í fjölskyldugöngu (systkini pabba) á sunnudeginum. Veðrið slapp fór á besta veg þrátt fyrir tvísýnt útlit í byrjun. Mjög fínt.

Svo bara kenna kenna kenna .. byrjaði að kenna í Tónlistarskóla Mosfellsbæjar í dag með nokkra hausa þar. Svo náttúrulega áfram í Reykjanesbæ.

jejeje ... var annars að koma af æfingu með Agli, Sjonna og Nonna "Kjuða". Popppælingar í gangi. Je!

Lifið heil...!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker