31. okt. 2004

Æfi Inga R.

Æfing á dag kemur skapinu í lag.

Á föstudaginn hittist latin flokkurinn og taldi í jólalag sem stendur til að hljóðrita (með litlum tilkostnaði). "Göngum við í kringum" .. í New Orleans second-line funk bíti. Mjög viðeigandi. Steini Teague píanóleikari mætti til leiks .. kom vel út.

Á laugardaginn var svo groove pop æfing, rennsli og hreinsanir þar á bæ. Þyrftum að fara að bæta við lögum og mannskap .. jafnvel.

Í dag æfði ég svo með Sigga R og Krissa nokkur vel valin Pat Metheny lög og lög sem kennd eru við ECM
.

Stemming.

HAHAHAHHA!!!!!!!!!!

Tjekkið á "pósti" herra Bush yngri.

27. okt. 2004

As usual.

Annars er þetta bara vanagangurinn:

Kenna og æfa og chilla inn á milli.

Hef verið leysa Jón Rafnsson af upp í Tónlistarskóla Árbæjar seinust 2 vikur. En hann brá sér til Kína með Guitar Islancio.

Svo er bandið hans Matta farið að æfa reglulega, loksins. M-Project. Frumsamið efni eftir Matta. Skemmtilegt.

Og svo framvegis.

26. okt. 2004

Heimasíða Hjálma.


Þá er heimasíða Hjálmanna loksins orðin opinber. Flott síða hjá drengjunum. Tékk it out.


Gaman að segja frá því að það má finna upptökur frá tónleikum Hjálmanna á Rás 2, sem voru í beinni útsendingu í Popplandi á Rás 2 þann 27. ágúst 2004. En ykkar einlægur var þá einmitt að aðstoða Hjálma í bassadeildinni.


21. okt. 2004

http://quintet2004.blogspot.com/

Það var mikið að maður uppfærði smá hér.
Mp3 linkar að demóinu sem við tókum upp í byrjun ágúst.

Svo er verið að athuga með dagsetningar til að spila á nokkrum tónleikum í vor, úti í Danmörku.

Jazzhátíð Reykjavíkur á RÚV.

Útsendingar frá Jazzhátíð Reykjavíkur á Rás 1 eru sem hér segir:

lau 23. okt kl. 17.05 Rodriguez bræður og Einar Valur Scheving
sun 24. okt kl. 17.00 Reykjavík 5 og hljómsveit
mán 25. okt kl. 22.15 Wolfgang Muthspiel og Beefolk
þri 26. okt kl. 23.05 Bass Encounters með Árna Egilssyni og NHÖP
mið 27. okt kl. 23.00 Seamus Blake og B3 tríóið
fim 28. okt kl. 23.05 Cold Front tríóið með Birni Thoroddsen


Going to Iceland for its jazz probably sounds like going to Alaska for its beaches.
- Mark Sabbatini -

19. okt. 2004

já blogz!!

Skrapp í Borgarnesið um helgina með Sice, en hún kom frá DK á föstudaginn var. Fínt í 'nesinu góður matur og chill. Fórum samt í göngutúr á Grábrók og nágrenni. Nýjar myndir hér frá göngutúrnum og nokkrar frá ferð Sice í DK.

12. okt. 2004

AlasNoAxis halda tónleika á Íslandi 4 nóvember 2004.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum mun eðalbandið AlasNoAxis troða upp í Austurbæ þann 4. nóvember næst komandi.

Hér er live videó með þeim.
Rétt upp hönd sem ætla að mæta.

5/4

Mér er ekki stætt á öðru en að minna á að Jazzþátturinn Fimm fjórðu hefur hafið göngu sína að nýju á Rás 1 ríkisútvarpsins. Svo er þessi snilldar möguleiki á ruv vefnum, að hlusta á liðna dagskrá. Ég er núna að hlusta á þáttinn sem var á síðast liðinn föstudag. Vantar að það sé hægt að hlusta á þáttinn Lifandi blús hjá Halldóri Bragasyni.

Hvað er betra en persónuleikapróf að loknum löngum vinnudegi.

rowlf jpeg
You are Rowlf.
You are a loner, and love classical music, You can
play the piano without opposable thumbs. Then
again, you are just a Muppet.

ALSO KNOWN AS:
Ol' Brown Ears
HOBBIES:
Piano playing, punning, fetching.

QUOTE:
"My bark is worse than my bite, and my piano
playing beats 'em both."

FAVORITE MOVIE:
"The Dogfather"

FAVORITE COMPOSER:
Poochini

FAVORITE SONG:
"I've Never Harmed An Onion, So Why Should
They Make Me Cry?"


What Muppet are you?
brought to you by Quizilla
Hmmm..! vildi að þetta með píanóið væri satt.
En hann er krútt, hefur tónlistarhæfileikar og er fyndinn.

9. okt. 2004

Afmælis"börn" dagsins.

Ýmsir mætir menn fæðst á þessum degi. T.a.m. Baldvin afi minn, John Lennon og sonur hans Sean og svo Sigurgeir mágur.
Matur í dag, teiti í kvöld.

Næ ekki samhenginu?

Já spæjarar mínir finna ýmisleg. t.d. þetta.
Sé ekki alveg samhengið. Veit ekki til þess að Simon Bekker tengist Mezzó á nokkurn hátt.

6. okt. 2004

Mozilla Firefox.

Eftirfarandi er nýlega grein úr Mbl.

Firefox vinnur á - markaðshlutdeild Internet Explorer minnkar

Mozilla Firefox hefur unnið á í baráttunni um hylli vafranotenda, en þrjár milljónir manna náðu sér í útgáfu 0,8 og sex milljónir útgáfu 0,9. Yfir 160.000 manns hafa náð sér í prufueintak af Firefox 1,0, en sú útgáfa kom út í vikunni. Markaðshlutur Internet Explorer hefur minnkað um 1,8% á síðustu þremur mánuðum, en hann nemur 93,7%. Í júní náði hann sögulegu hámarki þegar hann var 95,5%.

Firefox-vafrinn þykir hraðvirkari en Internet Explorer, auk þess sem hann býður upp á ýmsa möguleika sem IE býður ekki upp á. Þá hafa öryggisgallar í Internet Explorer stuðlað að því að neytendur hafa í auknum mæli snúið sér að Firefox-vafranum.


Ég verð að mæla með þessum vafra. Mozilla Firefox. Hef verið að nota hann í nokkrar vikur núna og sakna IE voðalega lítið (ekki neitt reyndar). Prufaði þessa (Mozilla Suite) útgáfu af honum lítilega í vinnunni. Virkaði jafnvel hraðari. Þarf að prufa hann betur. En ég hvet alla til að hlað niður Mozilla Firefox og prufukeyra hann í nokkra daga / vikur. Hann hefur fullt af skemmtilegum "fítusum" sem maður kynnist við notkun.

Stóðst ekki mátið! ;-)Minn yngsti nemandi með minnsta bassa sem ég hef séð. Sannkallað "kódak móment".

4. okt. 2004

!

Voðalega líða þessa helgar hratt.
Hvað þá á jazzhátíð.
Ég skellti mér á Auto Reverse föstudaginn. Hressilegurstu tónleikarnir sem ég fór á á þessari hátíð, sennilega þeir skemmtilegustu líka. Flott band.

Á laugardaginn stóð ég við loforð og passaði frænda minn. Gaman að því.

Er að hlusta núna á diskana sem ég pantaði frá the Jazzloft. Vantaði reyndar einn! Bömmer.
Þessir skiluðu sér:

Human Feel - Speak to It
Theo Bleckmann - Origami
Chris Speed - Emit
Brad Shepik - The Well.

Stuð.

Komment frá nemanda í dag: "það vantar ekkert nema eldinn" .. þegar ég var að reyna að láta hann (nemandan) skilja áttundaparta og þagnir.

Hresst!!

Lifið heil.

1. okt. 2004

John Kerry á bassa.

Já ætli maður mundi nú ekki kjósa John Kerry ef maður byggi svo illa að búa í Sameinuðum Ríkjum N-Ameríku.

Meiri jazz!

Já.
Maður jazzaði alveg yfir sig í dag. Skellti mér ásamt Sice og fleirum á Rodriguez Brothers ásamt Samuel Torres og Einari Val Scheving á Hótel Sögu. Mjög flottir tónleikar.
Svo var rölt hægri vinstri þar á eftir. Kíktum á Frón tríóið á Póstbarnum, Andrés, Eric og Robba á Rósenberg. Einnig leit ég lítillega við á Kaffi Reykjavík þar Sem Gulli Guðmunds. var með sitt tríó. Mjög fínt, en ég var ekki alveg í stemmingu fyrir pakkan. Hefði verið gaman að sjá það frá upphafi.

Myndir hér.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker