6. okt. 2004

Mozilla Firefox.

Eftirfarandi er nýlega grein úr Mbl.

Firefox vinnur á - markaðshlutdeild Internet Explorer minnkar

Mozilla Firefox hefur unnið á í baráttunni um hylli vafranotenda, en þrjár milljónir manna náðu sér í útgáfu 0,8 og sex milljónir útgáfu 0,9. Yfir 160.000 manns hafa náð sér í prufueintak af Firefox 1,0, en sú útgáfa kom út í vikunni. Markaðshlutur Internet Explorer hefur minnkað um 1,8% á síðustu þremur mánuðum, en hann nemur 93,7%. Í júní náði hann sögulegu hámarki þegar hann var 95,5%.

Firefox-vafrinn þykir hraðvirkari en Internet Explorer, auk þess sem hann býður upp á ýmsa möguleika sem IE býður ekki upp á. Þá hafa öryggisgallar í Internet Explorer stuðlað að því að neytendur hafa í auknum mæli snúið sér að Firefox-vafranum.


Ég verð að mæla með þessum vafra. Mozilla Firefox. Hef verið að nota hann í nokkrar vikur núna og sakna IE voðalega lítið (ekki neitt reyndar). Prufaði þessa (Mozilla Suite) útgáfu af honum lítilega í vinnunni. Virkaði jafnvel hraðari. Þarf að prufa hann betur. En ég hvet alla til að hlað niður Mozilla Firefox og prufukeyra hann í nokkra daga / vikur. Hann hefur fullt af skemmtilegum "fítusum" sem maður kynnist við notkun.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker