30. sep. 2004

Atlandshafsbandalagið.

Skellti mér á þessa eðal tónleika að loknum löngum vinnudegi.
Flott lög og flutningur.


Jóel Pálsson


Byltu hrynteymið var á Atlandshafsbandalags tónleikunum.

23. sep. 2004

Dagur fimm í viku 39 anno 2004 e.k.

Vaknaði ég um kl. 11:00, gallsúr og þreyttur... tveimur motherfuckerum og einum og hálfum tíma síðar, var ég enn gallsúr og skundaði á æfingu með Senior Sjonnzter í austursal FÍH. Tók Zon minn með mér í þetta skiptið, alltaf gaman að spila á hann. Fer að nota hann meira.

Svo var það meira kaffi og kýlt á ræktina með Sice. Að því búnu náði ég að æfa mig örlítð fyrir æfingu groove/pop bandsins.
Í dag renndum við í:

I Wish - Stevie Wonder
Love Hater - Outkast
People Make The World Go 'Round - (hefur verið flutt af ýmsum, t.d.: Michael Jackson, The Stylistics, Marc Dorsey og Marcus Miller)
Tyrone - Erykah Badu

Held það nú.

úps!

Keypti nokkra diska.
Frá Songlines.
Eða eiginlega á "The Jazz Loft"

22. sep. 2004

*geisp*

Seint að sofa snemma á fætur.
Við Siggi kláruðum að mixa demóið í gærkveldi. Gaman að því.
Núna vantar okkur sárlega nafn á hljómsveitina.

Svo var það kennsla í dag. Margir veikir, tókst að þjappa samnan og komast fyrr heim. Lagði mig þegar ég kom heim, átti að vera kría en var tja.. haförn. Vel til þess fallið að sýra hausinn ... I needed that. Sure!

Jamm. Best að æfa sig.

20. sep. 2004

Dagur mána.

10:30 *brain on*
12:45 keyra til R.nesbæ.
13:30 kenna
21:20 keyra heim
23:30 hlusta yfir prufuupptökur.
??:?? *brain off*

19. sep. 2004

Fullt af nýjum myndum.


Hjálmar á Ljósanótt 2004 í Reykjanesbæ fyrir utan plötubúð.


Hjálmar á Ljósanótt 2004 í Reykjanesbæ fyrir utan 88 húsið í Reykjanesbæ.


Hjálmar á Ljósanótt 2004 í Reykjanesbæ á aðalsviðinu.


Alveg magnað að Anthony Jackson hafi spilað inn á plötu með Rúnari Júlíussyni. Hrein og tær SNILLD!!! .net eða .is

18. sep. 2004

Is there a forest in Reykjavík?

Hell yeah...! Sá þennan í Heilsuhúsinu við Skólavörðustíg rétt áðan.
Forrest Whittaker.

17. sep. 2004

964millibaralægð......

Þegar ástandið er svona (sem útskýrir reyndar daginn í dag). Þá er bara ein lausn. ÞESSI.

Góðar stundir.

Skúli ...

Skúli Sverrisson spilaði í 12 Tónum í dag. Ég frétti af því of seint. BÖMMER. En ég heyrði viðtal við hann á Rás 1 og tók það upp og hér er það fyrir ykkur sem misstuð af því.

16. sep. 2004

Í dag...

Vaknaði ég um kl. 11:00, fór á æfingu kl. 12:30 (og spilaði easy listening jazz), í ræktina kl. 14:45, æfði mig kl. 16:45, kl. 18:00 fór ég svo á jómfrúar æfingu groove/popp bandsins sem er í smíðum, renndum í þessi lög:

Burning Down The House - Talking Heads
Certainly - Erykah Badu
Love Is Stronger Than Pride - Sade
Love Rollercoaster - Ohio Players
Too Young Too Die - Jamiroquai
Virtual Insanity - Jamiroquai

svo borðaði ég kvöldmat kl. 21:20.

Á morgun er kominn nýr dagur.

15. sep. 2004

Rugadkivðim

10:20 Keyra til vinnu.
11:00-20:50 Vinna með hléum.
21:00 Keyra heim.
22:45 Æfa sig.

Verð að minnast á drum & bass stórsveitina "Blood Sweat Drum’n Bass Big Band" sem þrífst innan "Det Jyske Musikkonservatorium". Tékkið á mp3 demóunum. hehe og þetta => EXPERIMENTAL Brass, Rythm, Sax MIXER.
Drag the balls to control the sound.

OG þetta hollenski bassaleikarinn Frans Vollink með bass og midi útgáfu af Jaco Pastorius laginu Amelia 2 og 3

14. sep. 2004

..L!9þþ...1ö. lkopo?

12:00 Ræktin.
15:00 Skutla Sice og fara með lista af bassa(kennslu)bókum í Tónastöðina.16:00 Æfa sig smá.
17:00 Æfing (byrjaði reyndar ekki fyrr en 17:30.
19:00 Elda þennan snilldar (þó ég segi sjálfur frá) frumsaminn fiskirétt. Fljótlegur, hollur og ódýr.
20:10 Hljóðblanda upptökur ásamt Sigga R (heima hjá honum), sem við gerðum í byrjun ágúst.
01:00 halda áfram að horfa á "Passion of the Christ" á DVD

13. sep. 2004

"Hljóðlega af stað" með Hjálmum er íslenska plata vikunnar á Rás 2
"Hljóðlega af stað" með Hjálmum er íslenska plata vikunnar á Rás 2.

Helst er að heyra hana í þessum þáttum:
10:03-12:20 Brot úr degi Umsjón: Hrafnhildur Halldórsdóttir.
12:45-16:00 Poppland Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson, Guðni Már Henningsson og Freyr Eyjólfsson.

Svo birtist þessi gagrýni á mp3.is

12. sep. 2004

Hjálmar - Tónleikar 27. ágúst 2004 í hljóðveri 12 á Rás 2

Borgin - Hjálmar - Tónleikar 27. ágúst 2004 í hljóðveri 12 á Rás 2 (mp3)

Þorsteinn Einarsson - gítar og söngur
Sigurður Halldór Guðmundsson - hljómborð og söngur
Guðmundur Kristinn Jónsson - gítar
Kristinn Snær Agnarsson - trommur
Sigurdór Guðmundsson - rafbassi


Bréfið - Hjálmar - Tónleikar 27. ágúst 2004 í hljóðveri 12 á Rás 2 (mp3)

Hjálmar heimasíða.

Hljóðlega af stað

Stuart Zender transcriptions.

Er einhver að reyna við Zendermanninn ógurlega?? Þetta gæti hjálpað..!! Hver veit?

Nei sko fullt hérna líka.

11. sep. 2004


Tríóið Daisy á Kaffi Kúltúre

Gustafson

Håkan með penna að vopni

Håkan

slagverkið

Håkan Gustafsson - double bass

Joakim Rolandson - saxophone

Ég og Siggi á Kúltúre

Daisy Jazz Trio

Skellti mér á masterclass niðrí FÍH í gær. Þar var sænska tríóið Daisy að láta gammin geysa.

Tríóið Daisy skipa
Thommy Larsson: trommur
Joakim Rolandson: saxafónar og slagverk
Håkan Gustafsson: kontrabassi

Þetta voru eiginlega stuttir tónleikar og svo stutt spjall á eftir. Það sorglega við þetta allt saman var, að einungis EINN nemandi úr FÍH var á staðnum. Hinir 4 voru útskrifaðir nemendur og svo S.F. Mér þótti þetta samt mjög fínt þannig að ég skellti mér á tónleika með þeim um kvöldið á Kaffi Kúltúre. Þar var einnig sorgleg mæting. En tónleikarnir voru góðir engu að síður. Allir eru þeir mjög færir hljóðfæraleikarar. En sérstaka athygli vakti þó bassaleikur Håkan Gustafson, fullt af flottum hlutum, bæði tækni og músíklega séð (og heyrt .. ;)...!). Ýmislegt í leik tríósins fékk mann til að hugsa um Ornette Coleman, einnig sumar lagasmíðarnar. Ég skellti mér einnig á eintak af plötunni þeirra "Daisy - Live". Joakim var einnig hinn vinalegasti og var spjallað stuttlega eftir konsertin.

10. sep. 2004

Meiri myndir / More pictures

Fullt af nýjum myndum komnar hingað. Aðalega frá tónleikum Hjálmana á Grand Rokk fyrir hálfum mánuði síðan.

Annars er maður búinn að vera nokkuð duglegur í dag.

æfing
ræktin
lagasmíða törn
heiti potturinn í Breiðholti

svei mér þá!

9. sep. 2004

Á tónleikum með Hjálmum á Grand Rokk 28 ágúst 2004
Tekið af hirðljósmyndara Hjálma.

!

Helvíti er maður farinn að taka daginn snemma! Þurfti að skila bílaleigubílnum... og N.B. hjá Avis bílaleigunni í Knarrarvogi hefur viðskiptavinurinn ekki rétt fyrir sér.

Svo náði ég í minn einkabíl úr viðgerð... 46.þús.is.kr. .. takk kærlega .. !!

hmm! Hins vegar glotti ég upphátt í gærkvöldi þegar ég horfði á Frank Zappa DVD diskinn "Does Humor Belong in Music" .. maðurinn var séní .. snilldar band, og mjög skemmtilegt. Elska gaurinn.

OG í ljósi gjaldfærslna dagsins þetta lag => Heavenly Bank Account - Frank Zappa - You are what you is (1981).mp3

8. sep. 2004

Ein besta platan í ár. Hljóðlega af stað með Hjálmum.

Ég bendi á sérlega jákvæða umfjöllum um nýja plötu þeirra Hjálma manna í fréttalaðinu í dag. Þeir félagar; Guðmundur Kristinn Jónsson, Sigurður Halldór Guðmundsson, Kristinn Snær Agnarsson, Þorsteinn Einarsson og Petter Winnberg, mega vel við una, stórgóð plata.
Reggae hljómsveitin Hjálmar - Ný heimasíða

7. sep. 2004

Gengið ...

Skelltum okkur í ræktina, röltandi, sökum þess að bíllinn er á verkstæði og mun verða fram á hádegi a.m.k, á morgun. Þannig að ég verð að taka bílaleigubíl á morgun til að ná í vinnuna. Kostar svo sem enga geðveiki, samt súrt!

Væri sennilega ódýrast fyrir mig að hringja mig veikan. En ég hef aldre stundað þannig iðju, hef ekki samvisku í það. Ég þarf að vera VEIKUR til að offa!

Ég hef aðeins verið að stúdera Barbary Coast bassalínuna ... OMG... ÜBER cool..! Hægt að taka hvern einstakan takt og djamma á honum endalaust! Nánast!

Svo eru öll "projectin" að hendast í gang. Þau eru af ýmsum toga.

Latin,

groove/soul/funk/pop,

jazz,

frumsamið.

Eintóm gleði.

Tékkið á þessu.

Jazz Kælderen online!!!

Þá er þessi eðal geisladiska búlla í Kaupmannhöfn loksins kominn með heimasíðu sem virkar.
Hver hefur ekki eytt klukkustundum saman þarna inni (í veraldlegu búðinni þ.e.a.s.) og komið út með poka fulla af diskum. Nú er bara að fara að skoða!!

Hressandi lag ;)

Vigdís Finnbogadóttir.mp3

Þeir Hjálma menn; Guðmundur Kristinn Jónsson,
Sigurður Guðmundsson og Kristinn Snær Agnarsson koma við sögu þessa lags.

Enginn poppskóli

Rakst á þessa grein á mbl.is Greinin birtist laugardaginn 6. desember, 2003.

Yfir hundrað bíða eftir að komast í nám hjá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar

"Enginn poppskóli"

Reykjanesbær | Yfir eitt hundrað manns er á biðlista eftir að komast í hljóðfæra- og söngnám hjá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.Um 650 nemendur eru nú í skólanum, þar af rúmur helmingur í forskólanámi í húsnæði grunnskólanna fjögurra.
Nú er uppskerutími í tónlistarskólum landsins. Það heyrist meðal annars í húsnæði Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, tónlist ómar úr stofunum. Hljómsveitirnar og einstakir hljóðfæranemendur halda tónleika fyrir jólin, til að leyfa fjölskyldunum og bæjarbúum að heyra hvað bæst hefur við þekkinguna.

"Öll börn í fyrsta og öðrum bekk grunnskólanna eru í forskóla á vegum Tónlistarskólans," segir Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Kennslan fer fram í húsnæði grunnskólanna. Einnig hljóðfærakennsla þeirra nemenda grunnskólanna sem halda áfram, allt upp í sjötta til sjöunda bekk, en sú kennsla er hluti af samfelldum skóladegi. Haraldur segir að starfsaðstaðan hafi gjörbreyst við einsetningu skólanna. Við þær breytingar hafi verið gert ráð fyrir aðstöðu fyrir tónlistarnámið og nú séu þrjár stofur fyrir hljóðfærakennslu í öllum grunnskólunum auk stofu fyrir forskólakennslu. "Við erum ákaflega stolt af því hvað vel hefur verið staðið að þessu," segir Haraldur.

Önnur hljóðfærakennsla fer fram í húsnæði Tónlistarskólans á Austurgötu 13 í Keflavík þar sem Tónlistarskóli Keflavíkur var til húsa fyrir sameiningu skólanna og Þórustíg 7 í Njarðvík þar sem Tónlistarskóli Njarðvíkur hafði starfsemi sína. Haraldur Árni segir að aðstaðan í þessum húsum sé afar bágborin enda hafi þau verið byggð sem atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Mikil þrengsli séu þar síðdegis, þegar nemendur komi í bóklega tíma og á hljómsveitaæfingar og eldri nemendur mæti í hljóðfæra- og söngtíma, auk þess sem mikill hljóðleki sé milli stofa, einkum við Austurgötu.

Þetta stendur þó til bóta því í undirbúningi er bygging tónlistarmiðstöðvar þar sem aðstaða verður fyrir tónlistarskólann og Poppminjasafn Íslands. Nefnd á vegum bæjaryfirvalda vinnur að undirbúningi málsins og hefur meðal annars það verkefni að athuga hvort hægt sé að koma slíkri aðstöðu upp í tengslum við félagsheimilið Stapa.

Haraldur Árni segir að miðað við áform um þróun byggðarinnar í Reykjanesbæ sé staðsetning tónlistarskólans við Stapa ágæt. Ekki sé langt í að sá staður verði miðsvæðis í Reykjanesbæ. Einnig sé góðra gjalda vert að nýta sal félagsheimilisins sem tónleikasal en hann tekur fram að til þess að það verði unnt verði að leggja í mikinn kostnað við breytingar á honum. Þá segir Haraldur mikilvægt að húsið verði þannig hannað að hægt verði að halda opinberar skemmtanir í Stapa án þess að sá umgangur sem því fylgi tengist húsnæði tónlistarskólans.

Haraldur segist sannfærður um að vel verði að byggingunni staðið. "Bæjaryfirvöld hafa mikinn metnað í skólamálum. Þau hafa sýnt að þau gera allt sem þau geta til að búa vel að starfseminni. Það er svo hlutverk okkar fagfólksins í skólunum að nýta aðstæðurnar og gera eins vel og við getum í okkar fagi," segir skólastjórinn.

Það er þekkt að nokkuð brottfall er úr tónlistarnámi. Haraldur segir að oft finnist nemendum að nóg sé komið í tónlistarnámi við fimmtán eða sextán ára aldur og hætti. "Við veltum þessu oft fyrir okkur því á þessum aldri eru nemendur oft komnir vel á veg í tónlistarnámi sínu. Þau eru þá komin yfir vissa þröskulda og komin með vissa færni til að leika það sem þau langar til," segir Haraldur og bætir því við að vissulega sé námið orðið meira krefjandi á þessum árum, erfiðari verkefni og meiri tími fari í æfingar. "Þegar kennari finnur að los er að koma á nemandann er mikilvægt að hann geri námið aðlaðandi fyrir viðkomandi, reyni að hafa það eins og hægt er á hans nótum. Oft dugar það til að fleyta nemandanum yfir þessi ár og hann hættir við að hætta."


Blástur og popp
Sterk popphefð er í Keflavík. Haraldur Árni staðfestir að það komi að nokkru leyti fram í tónlistarskólanum. Þannig sé mikill áhugi á gítarnámi. Fyrir fjórum árum hófst kennsla á rafmagnsgítar. Nú er kennari í fullu starfi við þá kennslu og nokkrir tugir nemenda á biðlista eftir að komast að. Töluverð ásókn er einnig í að læra á rafmagnsbassa. "Við erum þó enginn poppskóli. Aðaláherslan er á hefðbundið hljóðfæranám, eins og í öðrum tónlistarskólum," segir hann. Skólinn býður upp á nánast allar hugsanlegar námsgreinar í tónlist, á öllum stigum, allt til framhaldsprófs.
Sterk blásarahefð er í Reykjanesbæ og kemur það einnig fram í starfi tónlistarskólans. Þar eru starfandi lúðrasveitir og léttsveitir. Þær leika mikið við ýmis tækifæri í bæjarfélaginu og víðar. Hægar hefur gengið að efla strengjasveitastarfið þótt markvisst hafi verið að því unnið. "En við sjáum fram á bjartari tíma þar," segir Haraldur og vísar til þess að stefnt sé að ráðningu fiðlukennara í hálft starf til viðbótar til að auka við þá kennslu og er það hluti af markmiðum skólans við uppbyggingu strengjadeildar.

© mbl.is/Árvakur hf, 2004

Tónlistarnám verði í boði í grunnskólunum

Innlent | Morgunblaðið | 7.9.2004 | 05:30

Tónlistarnám verði í boði í grunnskólunum

Stefnt er að því að bjóða upp á tónlistarnám í grunnskólum borgarinnar á næstu misserum fyrir nemendur í for- og grunnnámi tónlistar. Að sögn Stefáns Jóns Hafstein, formanns fræðsluráðs, er vilji fyrir því innan fræðsluráðs að breyta reglum í þá veru og raunar hafi verið stefnt að því í vor en ekki tekist.

Boðið hefur verið upp á tónlistarnám í nokkrum grunnskólum borgarinnar og var nemendum Landakotsskóla t.a.m. síðastliðinn vetur boðið upp á að læra á ákveðin hljóðfæri og fékk skólinn styrk frá borginni til kennslunnar.

Rigning + bilaður bíll = hresst.

Hvað er meira frískandi en að vakna upp úr kl. 08:00 og fara með bílinn í viðgerði og labba heim....?? Ég bara spyr!

Má nu da gu R

Helgin flaug hjá að venju.

Ljósanótt 2004 var í Reykjanesbæ. Hjálmar komu þar við sögu á þremur tónleikum. Þeir tókust prýðilega, stemming góð og þannig. Hitastigið var hinsvegar kannski full svalt. Tónlistin er náttúrulega ávallt svöl.
Myndir koma síðar.

En platan er komin út. Ekkert nema vaðandi kúlismi. Allir að versla eintak.

HMM?? Ætli maður nái miðum á Blonde Redhead??


3. sep. 2004

McHorror! Jazz og Ljósanótt.

Kvikmyndin Super Size Me er eiginlega hryllingsmynd. Óhugnaleg atburðarás! Sérlega athyglisverð ræma og staðreyndirnar sem koma fram í henni.

Svo virðist sem að árekstrarnir elti okkur í dag. Því að á leið okkar frá bílnum að Háskólabíói heyrðist allt í einu bílflaut og *CRASH...!!!* Vonandi var þetta sá síðast í bili. Við sluppum þó við þátttöku í þessum.

Svo kíktum við á Snorra og co á Póstbarnum. Ljúf stemming.


Í dag (laugardag) mun reggae bandið Hjálmar spila á Ljósanótt í Reykjanesbæ á þremur stuttum tónleikum um kl. 16:00, 18:00 og um kvöldið eitthvað í kringum 21:00.


Föstudagar ... maður á bara að vera heima hjá sér .. eða á æfingu .. eða eitthvað allt annað en að keyra bíl í Reykjavík...!!!

Vaknaði eftir alltof lítinn svefn í morgun til að skutla Sice í HÍ. Svo var bara slen þar til ég lagði mig og Sice kom heim.

Svo var annað skutl til að hún gæti skráð sig í fögin sem hún ætlar að taka í HÍ. Við komum of seint sökum rangra upplýsinga. Auðvitað lendum við í föstudagstraffík dauðans... það var m.a. keyrt aftan á okkur.
Gaman.
NOT.
Ekkert alvarlegt samt.

Nú svo kíktum við á bókasafnið.
Tók mér fjölbreytt úrval efnis. T.d.

The Working Bassist's Tool Kit eftir Ed Friedland.

Does Humor Belong in Music (Frank Zappa Live / The Pier NYC USA 26th august 1984) á DVD.

Salsa, Musical heartbeat of latin america eftir Sue Steward.

Funk - The MUSIC, the PEOPLE, and the RHYTHM of THE ONE eftir Rickey Vincent.

Svo er bara að hella sér í lesturinn.

Svo er stefnan tekin á Super Size Me í kvöld... og hver veit .. kannski á jazztónleika þar á eftir.

Vi ses!

1. sep. 2004

Tangó á leið í vinnuna?

Kannski maður hlusti á þennan þátt á leið í vinnuna?

Kominn 1. september. Djöfulsins læti alltaf!

Sem minnir mig á það. 28. ágúst síðast liðinn var (jú einmitt) eitt ár síðan ég lendi í danaveldi og bankaði uppá hjá Árósarbúum. Margt gerst síðan þá, ekki satt...!?! Talandi um... ég "heyrði" aðeins í H.C. í gær. Århus Festuge í "full swing" og stemming í fólki. Hann var eitthvað byrjaður að athuga með gigg fyrir okkur í vor. Töff!

Er ekki best að hlusta á jazz rás danska ríkisútvarpsins af því tilefni!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker