21. feb. 2006

Bob Mintzer og Stórsveit Rvk.Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 22. Febrúar kl. 20. Að þessu sinni stýrir bandaríkjamaðurinn Bob Mintzer sveitnni og kemur einnig fram sem einleikari á tenór saxófón. Öll tónlistin sem flutt verður er eftir Mintzer; nýlegar tónsmíðar af síðustu geisladiskum hans.

Bob Mintzer er ein skærasta stjarna stórsveitaheimsins í dag og er koma hans hingað stærsta verkefni sem Stórsveit Reykjavíkur hefur ráðist í upp á eigin spýtur. Mintzer hefur leitt eigin Stórsveit í New York í á þriðja áratug og gefið út 12 geisladiska með henni. Hann hefur einnig verið meðlimur í hinni þekktu „fusion“ hljómsveit Yellowjackets undanfarin 15 ár og leikið með henni um allan heim. Mintzer lék á árum áður með stórsveit Buddy Rich um langt árabil, auk þess að útsetja og semja fyrir hann og ýmsa aðra, s.s. Thad Jones, Mel Lewis, Art Blakey, Jaco Pastorius, Tito Puente, Eddie Palmieri o.fl.

Bob Mintzer hefur hlotið Grammy verðlaun og verið tilnefndur 14 sinnum. Útsetningar og tónsmíðar Mintzers eru leiknar af stórsveitum um allan heim og gefnar út af Kendor útgáfunni. Þess má geta að Stórsveit Reykjavíkur hlaut íslensku tónlistarverðlaunin nú nýverið sem jazzflytjandi ársins 2005.

Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.

Helgin....

...var fín.

Föstudagskvöldinu var að venju eytt hjá systur minni yfir Stjörnuleitinni. Diskó þemað fór misvel með menn!

Á laugardeginum gerði ég svo kjarakaup þegar ég datt inn í smá útsöluleifar í fatabúð í Smáralindinni. Keypti mér tvo jakka á 12. þús þeir voru báðir með 50-60% afsl.! Helv. gott.

Svo skellti ég mér, ásamt honum Agli, á tónleika Tríós Dags Bergssonar í Mosó. Prýðilegir tónleikar þar.

Sice var svo mjög óvænt og skyndilega boðið (ásamt mér) á árshátíð JT Veitinga (þar sem hún er nýbyrjuð að vinna) á Broadway og eyddum við kvöldinu þar.

Evróvisjón forkeppnin var sýnd á tjaldi yfir matnum. Það fór ekki á milli mála að Silvía Nótt var uppáhald flestra þarna inni, þar sem hún uppskar mikil fagnaðarlæti eftir sinn flutning.

Svo var Bo Hall með sýninguna sína. Mjög fagmannlegt allt saman. Mikið af sömu söngvurunum í sýningunni og höfðu verið að keppa fyrr um kvöldið.

Hljómsveitin Hunang taldi svo í slagara í um klukkustund og svo tók við norska bítlakóverbandið Betales. Alveg hundleiðinleg hljómsveit þrátt fyrir að hafa skilað þessu prýðilega.

Svo var það bara letin á sunnudaginn!

17. feb. 2006

Vídeó ! Ekki varð ég vonsvikinn!HÉR => World Citizen - I Won't Be Disappointed

Ryuichi Sakamoto, David Sylvian og Skúli Sverrisson á bassa ásamt fleirum.

Snilldar lag sem vex við hverja hlustun. Annars er það ekki á hverjum degi sem maður sér tónleikaupptökur með Skúla.

15. feb. 2006

Í gær

Fór ég í göngutúr í góða veðrinu í Laugardal.

Fór í 12 Tóna, keypti nýja diskinn hennar Röggu Gröndal á útsöluprís þrátt fyrir að útsalan væri yfirstaðin. Einnig náði ég mér í eintak af dagatali sem 12 Tónar eru að gefa út, en það inniheldur myndir af íslenskum bassaleikurum að pósa. Athyglisvert framtak. Verndari plakatsins ku vera Skúli Sverrisson, en það var einnig í óspurðum fréttum niðrí 12 Tónum að til stendur að gefa út disk með Skúla á árinu. Góðar fréttir það.

Einnig kom ég við í Tónastöðinni og keypti mér Bass Pod á útsölu verði.

Restin af deginum fór að mestu í símtöl.

12. feb. 2006

Myndir

Söngkeppni MR 2006

Borða

Fórum út að borða á Tapas Barnum.
Alveg prýðilegt.
Fengum okkur Tapas nautabanansNautalundir, lambalundir, kjúklingalundir,
grísahnakki og humarhalar.
Borið fram á salati með bakaðri kartöflu og Alioli.

Er þetta ekki fjölbreytt mataræði?

Killer SubtonicSpurning um smá hvítlauk og tré flein svona til öryggis!!

11. feb. 2006

Í vikulokin

Jamm .. lítið bloggað þessa vikuna .. amk á þessu bloggi!

En hvað hefur maður brallað fyrir utan vinnu?Jú .... Minn gamli vinur og félagi úr Borgarnesi, Baldvin Ringsted hafði sambandi við mig og bað mig um að spila inn á lag eftir sig. Balli er staddur í listnámi í Glasgow og fékk nýverið samning við útgáfufyrirtækið SAY DIRTY RECORDS, sem er lítið og óháð fyrirtæki í Glasgow. Skilst mér að platan hans verði sú fyrsta í fullri lengd sem þeir gefa út. Hann mun kalla sig Bela og hér má heyra og tjékka á kappanum: http://www.myspace.com/belamusicforpeople. En ég mun nú samt sem áður bara taka upp bassann hérna heima og senda svo rafrænt. Já.. mögnuð tæknin.

Svo kíkti ég á nokkrar æfingar t.d. var ég beðinn um að hlaupa í skarðið hjá krökkunum sem eru í SNARSTEFJUN 2 í FÍH. Þau eru að reyna sig við free jazzinn þessar vikurnar og svo taka við stúderingar á stefnu og tónlist ECM plötufyrirtækisins. Skemmtilegur hópur sem er gaman að fá að aðstoða. Ég var sjálfur í þessum kúrs fyrir hvað .. þremur árum væntanlega (2002-2003). Þannig að það er gaman að fá að rifja þetta upp.

Svo eyddi ég smá pening ... Ég fjárfesti í stereo magnara. Löngu orðið tímabært að láta verða af því, verandi tónlistarmaður og allt það ... ! Það er nú bara annar magnarinn sem ég kaupi á ævinni. Græjan sem varð fyrir valinu er HK 3480 magnarinn frá Harman Kardon. Hann kemur sterkur inn. Fyrir átti ég mjög góða Polk Audio hátalara sem ég keypti fyrir LÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖNGU síðan.Já svo fékk ég mér líka notaðan iPod um daginn. Þannig að maður er allur að græjast upp! Je!

En ég er búinn að fara í slatta af verslunum til að skoða og spyrjast fyrir að undanförnu og það kom mér nett á óvart hvað afgreiðslufólkið virðist varla nenna að vera manni innan handar og aðstoða mann. Fékk þó góða þjónustu í PFAFF. En það var t.d. hreinlega ropað á mig í Nýherja í dag. Ég keypti þar engu að síður hátalara, sem ég get beintengt t.d. við iPod, fyrir skólann í Mosó. Miklu sniðugra en að vera að eyða pening í handónýta ghetto blastera. Svo voru þeir líka bara á fínu verði!

Svo rakst ég á þetta: http://myndir.nfb.is/songvaaefingar/

4. feb. 2006

klukkÁsa klukkaði mig...

Fjögur störf sem ég hef unnið við (fyrir utan tónlistana):
Pípulagnir
Í plastverksmiðju
Aðstoðarmaður í bakaríi
Barþjónn

Fjórar myndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
Pulp Fiction
Blues Brothers (hef amk séð hana oft... spurning hvort að sá tími sé samt ekki liðinn)
hmm ... svo sennilega bara flest eftir Tarantino.

Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Reykjavík
Århus
Borgarnes
Akranes
.... svo var ég í sveit sem krakki.


Fjórir sjónvarpsþættir sem ég fíla að horfa á:
Aðþrengdar eiginkonur
Aukaleikarar
Lífsháski
Survivor
Rock Star
Malcolm In The Middle
og helling fleira .. t.d. flest sem er á fimmtudagskvöldum á Skjá Einum.

Fjórir staðir sem ég hef ferðast til (í fríi)
England
Spánn
Danmörk
... og Búlgaría bætist á listann í vor.


Fjórar vefsíður sem ég fer inn á daglega
http://www.bloglines.com/public/skonrokk
http://jacopastorius.com/
svo fátt eitt sé nefnt!

Fjórar uppáhaldsmatartegundir
Hafragrautur (bara af því að ég borða hann daglega og hann er hollur og ódýr!)
Allt ítalskt
kaffi
Hvítlaukur

Fjórir CD sem ég gæti ekki verið án (Ekkert er ómögulegt samt. En þessir hafa löngum verið í uppáhaldi í gegnum tíðina.)

Jaco Pastorius - Jaco Pastorius
Heavy Weather - Weather Report

Skúli Sverrisson & Óskar Guðjónsson - Eftir Þögn

En ég verð í allan dag ef ég þarf að velja eitthvað frekar ... iPod ræður ríkjum... maður þarf lítið að velja lengur, eða vera án einhvers!


Fjórir staðir sem ég mundi frekar vilja vera á:
Ég er nú alveg sáttur ....

En mér er soldið kalt .. þannig að það mætti vera hlýrra ...
Ég vildi að ég væri að hlusta á tónlist í betri hljómtækjum
Vildi frekar vera eihverstaðar að spila tónlist
Labba í náttúrunni ... (best að drífa sig í það á eftir)Ég klukka Kidda ...

ædol

Enn þá heldur rangt fólk að detta út úr Idol að mínu viti. Af þeim þremur sem voru á botninum þá hefði annað hvort þeirra sem slapp mátt fara frekar en sú sem fór. En svona er þetta. Landið er lítið og fólk fylkist með "sínu fólki".

Munurinn á þessum þætti og þeim seinasta (svona á heildina litið) var að þeir sem sökkuðu í seinasta þætti völdu nokkuð auðveld lög og spiluðu það "seif" og sökkuðu ekki eins mikið. Á meðan virtist sem að þeir sem stóðu sig vel seinast aftur á móti vera að líða fyrir lagaval eða jafnvel tóntegundir.

En það voru nokkrir góðir í kvöld, t.d. sú er söng "Move over", sú er söng "The Letter" var einnig fín, og sú er söng "Nights in white satin" sennilega best þetta kvöldið. Hmm allt kvenndi!!?

Af strákunum var Snorri sennilega að standa sig best í kvöld.

Ekki orð um það meir!

2. feb. 2006

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar

Febrúar-þema 2006
Kontrapunktur á Degi tónlistarskólanna laugardaginn 25. febrúar.

Framlag kennara verður það að leggja til spurningar í pott.

Óskað er eftir a.m.k. 5-10 spurningum frá hverjum kennara, fyrir hvern eftirfarandi spurningaflokk:

Tónfræði Spurningar fyrir sem breiðasta getustig.
Tónlistarsaga Öll tímabil og stefnur koma til greina.
Hljóðfæri Hvaða hljóðfæri sem er koma til greina.
Tónlist, almenn þekking Úr hvaða tónlistarstefnu, tímabili og landi sem er. Allt mögulegt kemur til greina.
W.A. Mozart Allt mögulegt um snillinginn.


nú og...:

Tónfræði

1. Hvað er tónstigi?
2. Hvað er hljómur?
3. Hvað eru yfirleitt margar nótur í þeim tónstigum sem algengastir eru í vestrænni tónlist.
4. Hvað eru margar nótur í heiltónaskalanum?
5. Hvað eru margar nótur í krómatískaskalanum?

Tónlistarsaga

1. Á hvaða hljóðfæri spilar Skúli Sverrisson aðalega?
2. Hvað er/var einstakt við frumútgáfu lagsins “Portrait of Tracy” eftir Jaco Pastorius?
3. Hvenær er Jón Leifs fæddur?
4. Hvað hét fyrsta plata hljómsveitarinnar “Sálin hans jóns míns”
5. Hvaða ár tók Tónlistarskóli FÍH formlega til starfa?

Hljóðfæri

1. Fyrir hvað er Leo Fender þekktur?
2. Hvað eru margir strengir á venjulegum rafgítar?
3. Með hverju slær trommari yfirleitt á trommurnar?
4. Undir hvaða nafni var básúna þekkt allt fram á 17. öld?
5. Elstu heimildir sem til eru um kontrabassa eru frá um..?


Tónlist, almenn þekking

1. Tónbilið frá C og upp á A heitir?
2. Hvað á sér stað í spuna?
3. Hvað heitir stærsta tromman í trommusetti?
4. Hvað heitir efsti (hæðsti) strengur á hefðbundnum bassa?
5. Á hvaða hljóðfæri spilaði Miles Davis aðalega?


W.A. Mozart

1. Hvað hét faðir W.A.M.?
2. Hvað hét móðir W.A.M.?
3. Í hvaða borg fæddist hann?
4. Hvað hafði hann skrifað margar sinfóníur þegar hann var 16 ára?
5. Í hvaða borg lést hann?

Quiz: Is this Mozart or not?

http://news.bbc.co.uk/1/hi/magazine/4646778.stm

Foreldra fundir...

Ég hef verið, þessa vikuna, að setjast niður með foreldrum þeirra nemenda minna sem ekki eru orðin sjálfráða og spjalla um hvernig þeim gengur o.s.frv.

Eftirfarandi texta er einnig dreift:


Til foreldra/forráðamanna nemenda í
tónlistarskólum


- Mikilvægt er að nemendur búi við jákvætt viðhorf til
tónlistarnámsins, að foreldrar/forráðamenn sýni náminu áhuga
og að þeir fylgist með framvindu þess.

- Hljóðfæranám byggist að miklu leyti á daglegri og reglubundinni
þjálfun og er því að verulegu leyti heimanám. Án markvissra
æfinga verður árangur rýr.

- Nauðsynlegt er að nemendur geti æft sig þar sem þeir verða fyrir
sem minnstri truflun og hafa ekki á tilfinningunni að þeir trufli
aðra.

- Ungum nemendum þarf að hjálpa við að skipuleggja
æfingatímann.

- Árangursríkara er að ungir nemendur æfi sig oftar og skemur í
senn en sjaldnar og lengur.

- Tónlistarnám þarf að vera ánægjulegt og ánægjan felst ekki síst í
stolti nemandans yfir eigin framförum og aukinni færni.

- Eðlilegt er að áhugi nemenda sé ekki alltaf samur og jafn.
Ef nemandi sýnir merki um uppgjöf er mikilvægt að kennari og
foreldrar/forráðamenn leiti orsaka og lausna. Stundum er nóg að
skipta um viðfangsefni til að áhuginn glæðist á ný.

- Hlustun er afar mikilvægur þáttur í öllu tónlistarnámi. Með því
að hlusta á vel flutta tónlist fá nemendur nauðsynlegar
fyrirmyndir. Foreldrar/forráðamenn geta lagt sitt af mörkum
með því að hvetja nemendur til að hlusta á fjölbreytta tónlist við
margs konar aðstæður og með því að fara með þeim á tónleika
þegar tækifæri gefast, bæði innan tónlistarskólans og utan.


Sjá nánar á:

http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/namskratonlist1.pdf

Fnykur yfir hæðir.........

Heppnin var með mér í dag, en ég náði mér í tvo boðsmiða á tónleika Stórsveitar Reykjavíkur sem spilaði á tónleikum á NASA.

Stjórnandi og höfundur allrar tónlistar á þessum tónleikum er Samúel Jón Samúelsson sem er ef til vill betur þekktur sem Sammi úr Jagúar.

Var þetta hin prýðilegasta skemmtun!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker