21. des. 2005

Malus á Pravda
Hljómsveitin Malus leikur á "Pravda - Club / Bar", Austurstræti 22 fimmtudaginn 22. og föstudaginn 23. desember.

Tónleikarnir verða frá 21:30 á fimmtudeginum og 21:00 á föstudeginum.

AÐGANGUR ER ÓKEYPIS.

Malus skipa:

Ása Bjarnadóttir - söngur
Birgir Baldursson - trommur
Sigurður Rögnvaldsson - rafgítar
Sigurdór Guðmundsson - rafbassi

Eðal popp, blús og jazz ásamt ljúfri jólastemmingu.
Hvernig væri að setjast niður og slaka á með öl í hönd í góðum fíling.

Vonumst til að sjá sem flesta í jólaskapi.Hlusta á Malus: The Way It Is - Malus

Fara á: http://pravda.is/

19. des. 2005

Skúli Sverrisson í Nýlistasafninu
Skellti mér á þessa fínu tónleika hjá meistara Skúla og co. Stuttir og mjög fínir tónleikar.

1. des. 2005

1. desember

Blogg leti er þetta í manni.

Hvað hefur maður brallað undan farna viku .. hmm!

Jú ... Hélt matarboð fyrir nánustu fjölskyldu þar sem danskur jólamatur var á borðum.

Fór á hljómsveitaræfingu, í vinnuna, æfði mig (pikka upp og skrifa upp og allskonar), fór gigg hözzl rölt (meira um það síðar), tókst að fara nokkrum sinnum í ræktina, klúðraði því að fara á Múlann að sjá Steinar og co (damn), og ýmislegt bara.

Siggi Rögg varð 25 ára í gær og fær hann bestu kveðjur frá okkur. Það verður gaman að hitta kauða og spila saman í desember.

Íslendingum óska ég svo allmennt til lukku með daginn í dag, nú og svo er einnig fæðingardagur Jaco Pastorius í dag, kappinn hefði orðið 54 ár ef hann hefði tórað.

Þannig að nú er Jaco veisla í iTunes hjá mér. Nóg efni að velja úr sirka 3,8 GB safni með honum eða tengdum listamönnum.

Einnig skellti ég mér í 12 Tóna á þriðudaginn og fjárfesti í fernum eðal diskum.

A Thousand Incidents Arise - Anthony Burr & Skúli Sverrisson

Charlie Haden Liberation orchestra - Not In Our Name

Meredith Monk - Mercy

Ellery Eskelin - Ten


Svo skilst mér að Tyft tríóið góðkunna með þá Hilmar Jensson, Jim Black og Andrew D'Angelo skemmti gestum og gangandi niðrá Pravda Bar á morgun 2. des um kl. 21:00.

Sjáumst frísk en ekki nísk!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker