27. nóv. 2006

Richard Dawkins in Lynchburg VA (part 1+2) The God DelusionAnnir

Búið að vera nóg að gera undanfarna daga. Nettettinn spilaði á Pravda á fimmtudaginn og ég skemmti mér mjög vel við að spila með þessum eðal tónlistarmönnum. Mætingin var með ágætum og var stemmingin góð. Mjög nett.

Ég sat svo yfir börnum systur minnar á föstudagskvöldið og meðan ég sat var ég að spila yfir og reyna að læra slatta af lögum því að á laugardeginum fór ég í æfingabúðir með hljómsveitinni Menn Ársins. Bústaðurinn er í formi gamals sveitabæjar sem hefur fengið nýtt hlutverk.

Við spiluðum allan daginn, áttum lambalæri og spiluðum svo enn meira. Hér má sjá nokkrar myndir.

Verst hvað ég neyddist til að "skrópa" á mörgum útgáfutónleikum, sem ég hefði svo glaður vilja sjá. En svona er þetta stundum.

Hmm .. hvað meira .. Jú ég fjárfesti í bók um daginn (gerist ekki svo oft). Bókin er eftir Richard Dawkins og heitir "The God Delusion". Hlakka til að lesa mig í gegnum hana.

Fyrir studdu las ég einnig aðra bók sem hann skrifaði, River Out Of Eden.

("If this book doesn't change the world -- we're all screwed."
-Penn (Penn & Teller))

RichardDawkins.net

22. nóv. 2006

3

Hjúin orðin 3 ára. Fórum á Ítalíu og átum eitthvert gómsætið. Ég fékk mér einhverja kálfasteik, og hún var "supreme"!

Er maður sáttur? ... ó já!(Á sama tíma í fyrra.)

20. nóv. 2006

Hljómsveitin NettettinnSpilar á Pravda Bar, Austurstræti 22,
Fimmtudaginn 23. nóv. n.k.

Gríðarlega hressandi funk, blús og acid jazz sem kveikir í sálinni á köldum vetrarkvöldum.

Tónleikarnir hefjast upp úr kl. 21:30 og er aðgangseyrir aðeins 500 kr.

Nettettinn skipa:
Ari Bragi Kárason - trompet
Sigurdór Guðmundsson - bassi
Kristján Tryggvi Martinsson - hljómborð
Jón Óskar Jónsson - trommur
sérstakur gestur: Andrés Þór Gunnlaugsson – gítar.

Sjáumst hress!http://www.myspace.com/nettettinn

4. nóv. 2006

Mýrin

Fór á Mýrina í kvöld. Góð mynd. Hef ekki lesið bókina. Mér fannst myndin alveg geta verið svoldið lengri, svoldið ýtarlegri jafnvel. Fékk það svoldið á tilfinningna að það væri eitthvað ósagt, væri sennilega auðvelt að spinna litlar sögur í kringum þessa persónur,(fékk svipaða tilfinningu þegar ég sá Da Vinci Code, en þá bók hafði ég þó lesið). Snilldarleikur hjá flestum, sjónvarpstjórinn var ekki mjög sannfærandi fannst mér (stutt atriði þannig að það skipti litlu máli). En góð mynd samt. Tónlistin var fín, ekkert sem segir manni sérstaklega að Mugison hafi séð um tónlistarsköpunina, gæti verið hver sem er nánast sem gerði þessa músík. "Sofðu unga ástin mín" var svona hálfgert "main theme". Mig langar að sjá meira með þessum persónum, mættu vera framhaldsþættir mín vegna. Ég hef það á tilfinningunni að það komi meira....!

3. nóv. 2006

The Soundtrack of my life… (as seen on snerill.com)

IF YOUR LIFE WAS A MOVIE, WHAT WOULD THE SOUNDTRACK BE?

So, here’s how it works:

1. Open your library (iTunes, Winamp, Media Player, iPod, etc)

2. Put it on shuffle

3. Press play

4. For every question, type the song that’s playing

5. When you go to a new question, press the next button

6. Don’t lie and try to pretend you’re cool…Opening Credits: "Moor" - Richie Beirach,
(hmm.. amk mikill einleikur í byrjun lagsins hjá Dave Holland á kontrabassa).

Waking Up: "Don't Know Why I Love You" - Stevie Wonder,
(Ekkert sérlega hressandi lag, svona semí grúfandi melonkólía með óld skúl Motown backbíti, sjálfsagt mjög við hæfi).

First day at school: "Songs To Sing" - Raw Spitt
(gamalt sálarlag frá STAX fyrirtækinu (heyrist mér).... jamm, það þarf að syngja þessi lög... með sínu nefi. Ætli þetta sé þá söngskóli lífsins.... með Hráum Hráka!).

Falling in Love: "Vis-A-Vis" - Joe Henderson,
(Ekkert ástarvæl hér, bara hressandi jazz með hröðum gangandi bassa, nettur örlí frídjazz blær á þessu. Dettur í hug sena úr Spike Lee jónu).

Fight Song: "Ballad Of A Thin Man" - Jamie Saft Trio,
(Heheh, hinn mjói maður má sín lítils. Mike Patton syngur þetta af mikilli snilld).

Breaking Up: "My Wife Maria" - Rene Thomas,
(hehe).

Getting Back Together: "Animal Farm" - John Scofield,
(Enda erum við ekkert annað en spendýr, Skófílinn í nettu grúfi).

Wedding: "Squeeze Me Macaroni" - Mr. Bungle,
(Mwuahahahah.... ég mundi vilja vera í þessu brúðkaupi....!)

Birth of Child: "Skinny Sweaty Man" - Red Hot Chili Peppers, (Heheheheh, jámm, ætli það ekki bara...!).

Final Battle: "One After 909" - The Beatles,
(Lengi von á einum).

Death Scene: "Nature Boy" - Grover Washington, Jr.,
(Hæfilega melónkólískt og sykrað, a.m.k. svona í "head-inu", svo bara "straight ahead" í sólóum, endar á melnum. Þetta endar allt saman einhvernveginn).

Funeral Song: "The Clavicle of Solomon" - John Zorn,
(hmm.... mjög athyglisvert... !)

End Credits: "The Shadow of Your Smile" - Astrud Gilberto,
(Fullkomið!! haha!)

Langar ykkur að heyra "sándtrakkið"? Here you go

Myndir á www.flickr.com

http://www.flickr.com/photos/siggidori/show/ Slideshow.

DSC_0120-1

2. nóv. 2006

Fréttir seinustu viku.

Fim.: Var í vetrarfríi. Keyptum okkur sófa!!! Vei...
Föst.: Flugum til Þýskalands til að heimsækja mömmu Sice og stjúpa.
Laug.: Keypti myndavél. Nikon D80
Sunnud.: Fikti fikti fikti ...
Mán.: Komum heim... seint.
Þrið.: Vinna, æfing um kvöldið.
Mið.: Vinna, spilaði inn á Júróvisjíjón demó um kvöldið.
Fimmtud.: Vinna.

C'est la vie!

Tékkið á myndum úr nýju vélinni!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker