4. nóv. 2006

Mýrin

Fór á Mýrina í kvöld. Góð mynd. Hef ekki lesið bókina. Mér fannst myndin alveg geta verið svoldið lengri, svoldið ýtarlegri jafnvel. Fékk það svoldið á tilfinningna að það væri eitthvað ósagt, væri sennilega auðvelt að spinna litlar sögur í kringum þessa persónur,(fékk svipaða tilfinningu þegar ég sá Da Vinci Code, en þá bók hafði ég þó lesið). Snilldarleikur hjá flestum, sjónvarpstjórinn var ekki mjög sannfærandi fannst mér (stutt atriði þannig að það skipti litlu máli). En góð mynd samt. Tónlistin var fín, ekkert sem segir manni sérstaklega að Mugison hafi séð um tónlistarsköpunina, gæti verið hver sem er nánast sem gerði þessa músík. "Sofðu unga ástin mín" var svona hálfgert "main theme". Mig langar að sjá meira með þessum persónum, mættu vera framhaldsþættir mín vegna. Ég hef það á tilfinningunni að það komi meira....!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker