31. jan. 2004

Skafið úr eyrunum... !

Jæja þá sér fyrir endan á þessari ágætu viku...! Að mestu rútína.. kenna, fara í ræktina, og þannig. Fór í tíma til SF og einnig til Robba. Lýst vel á það. Svo hefur maður einnig verið að kíkja á efnisskránna fyrir forprófið/burtfarartónleikana...! Ég þarf nú aðalega að bretta upp ermarnar í Weather Report hlutan. Já sem sagt ... pælingin er að hafa tvístkipta tónleika... annars vegar lög eftir mig og svo hinsvegar Weather Report. Gordian Knot, You Turn, Friður Sé Með Yður, Gengið á Gufunum, eftir mig, og síðan Elegant People, Man in the Green Shirt, Palladium og Havona úr Weather Report deildinni.

Það voru tónleikar með Angurgapa á fimmtudaginn sem leið.. prýðilega mæting .. um 50 manns. Besta mál.

En fyrr í dag spilaði ég í gegnum minn hluta af efnisskránni með bróður partinum af bandinu sem ég vil hafa á tónleikunum. Fyrir utan mig voru Steinar Sigurðarson á sax, Ívar Guðmundsson á trompet, Sigurður Þór Rögnvaldsson á gítar og Jóhann Hjörleifsson á trommur. Til að gera langa sögu stutta þá gekk þetta bara framar vonum vel. Aldrei hefur "Friður Sé með Yður" gengið svona ljúflega...! Þannig að þetta gekk vel. Svo hef ég í hyggju að hafa rhodes/hljómborðsleikara og slagverk..!

Góðar stundir!

26. jan. 2004

Gengið á Gufunum á Jóni "sexy" .is

Jæja nú ættuð þið að getað tékkað á laginu "Gengið á Gufunum"
á jon.is Þetta var spilað á Musikcaféen í Århus þann 18. nóvember síðastliðinn. Sigurdór Guðmundsson á rafbassa, Hans Christian Ilskov Erbs á trompet, Morten Bruun Petersen á sax, Søren Mehlsen á trommur og Simon Bekker á gítar. Góðar skemmtun og stundir.

ps. Hljómsveitin Angurgapi leikur í Stúdentakjallaranum fimmtudaginn 29. janúar og hefjast tónleikarnir kl. 21:00. Aðgagngseyrir er 600 kr. Sjáumst.

25. jan. 2004

Hvað finnst ykkur um eftirfarandi ályktun Heimdellinga?

Ályktun Heimdallar um tónlistarsjóð
20.1.2004 Stjórn Heimdallar

Heimdallur hvetur menntamálaráðherra til að láta af fyrirætlunum sínum um stofnun tónlistarsjóðs. Heimdallur treystir íslenskum tónlistarmönnum til að standa á eigin fótum án aðstoðar hins opinbera, til dæmis með sölu á verkum sínum og stuðningi einkaaðila. Sjóðir með opinberu fé til úthlutunar eru nú þegar allt of margir og fjöldi slíkra sjóða til hinna ýmsu listgreina réttlætir ekki stofnun sérstaks tónlistarsjóðs. Ekki er hægt að vísa til ranglætis og þannig réttlæta enn meira ranglæti. Skattgreiðendur eru fullfærir um að styðja tónlistarmenn með beinum og milliliðalausum hætti, án aðstoðar stjórnmálamanna.

God is love......! (?)

Fyrir stuttu röltum við Sice inn í hús við Hverfisgötuna þar sem gamlir munir eru í hávegum hafðir. Var allt skoðað hátt og lágt. Til að gera langa sögu stutta, þá rekum við augun í mynd af Martin Luther (1483-1546) (fæddur í Eisleben, Þýskalandi, sá er Lúþerstrú er nefnd eftir). Sagnfræðingurinn missir þá út úr sér að hún sé nú komin af blessuðum manninum, man bara ekki alveg hvort það var bein lína til föður mömmu hennar frá Martin, eða bein lína frá konu Luthers (Katharina von Bora, er hann kvæntist í júní 1525), til hennar. Gildir svo sem einu, hún er komin af honum engu að síður. Þetta þótti ættfræðingnum athyglisvert. (Var að komast að því að allir núlifandi niðjar þeirra hjóna eru afkomendu yngsta barns þeirra, dótturinnar Margarethe.)

Stuttu síðar ræddum við um trú og Guð. Ekki vorum við alveg á sama máli. Ekki að það skipti máli.
En ég hef svona fyrir mitt leyti sett sama sem merki (=) milli ástar (og þar með allra birtingamynda hennar) Guðs (og jafnvel Jesú og þess sem hann var að boða). Þetta skal ekki skiljast sem að maður elski Guð, heldur að Guð sé ást.

Eftir farandi er útdráttur úr, skrifum Martin Luther "LARGE CATECHISM".

The First Commandment

You must not have other gods.

That is, I must be your only God.

Question: What does this saying mean? How should we understand
it? What does it mean to have a god? What is God?

Answer: To have a god means this: You expect to receive all good
things from it and turn to it in every time of trouble. Yes, to
have a god means to trust and to believe in Him with your whole
heart. I have often said that only the trust and faith of the
heart can make God or an idol. If your faith and trust are true,
you have the true God, too. On the other hand, where trust is
false, is evil, there you will not have the true God either. Faith
and God live together. I tell you, whatever you set your heart on
and rely on is really your god.
Að gamni mínu setti ég orðið love í stað God.

Answer: To have a LOVE means this: You expect to receive all good
things from it and turn to it in every time of trouble. Yes, to
have a LOVE means to trust and to believe in LOVE with your whole
heart. I have often said that only the trust and faith of the
heart can make LOVE or an idol. If your faith and trust are true,
you have the true LOVE, too. On the other hand, where trust is
false, is evil, there you will not have the true LOVE either. Faith
and LOVE live together. I tell you, whatever you set your heart on
and rely on is really your LOVE.

Nei bara að spá...!


24. jan. 2004

Hvað segi'ði nú gott??

Svo sem stórtíðinda laus vika hjá mér...

Kennsla á mánudaginn, kítki á Havona grúfið hans Jaco með aðstoð Transcripe, eftir vinnu! Hressandi...!

Þriðjudagur..: Tja.. fór í ræktina í fyrsta skiptið í 5 mánuði... hressandi og lýjandi skömmu síðar.. gott að vera byrjaður...!

Miðvikudagur, kennsla og æfing með söngvurunum fyrir söngkeppni MR. Vorum að til rúmlega eitt eftir miðnætti.. c.a. 12 tíma vinnudagur.

Fimmtudagur, spilaði í söngkeppni Menntaskólans í Reykjavík sem var haldin á NASA. Fór þannig séð allur dagurinn í þetta. Páll Óskar Hjálmtýsson var kynnir. Gekk mjög vel allt saman. Sigurlagið var "Take on me" sem hinir norsku Íslandsvinir í A-Ha gáfu út fyrir rétt tæpum TUTTUGU árum... getur það verið...!!! En við skemmtun okkur mjög vel við spilamennskuna, og þá kannski sérstaklega í Take on me..
Þetta fer nú að vera grunsamlegt.. Þegar nákvæmlega þetta sama band spilaði í söngkeppni Iðnskólans í Reykjavík í fyrra.. þá fíluðum við mest að spila lagið í Drekadal eftir Önnu Halldórsdóttur, sem merkilegt nokk vann þá keppni í fluttningi Borgnesingsins Sonja Lind Eyglóardóttur. Þið afsakið orðalagið.
Myndir frá keppninni í MR í 2003.

Föstudagur: Ræktin og einhver heimavinna... fór svo í Borgarnesið og var næstum runninn í veg fyrir annan bíl rétt fyrir utan Borgarnes... Rugl þetta veðurfar...! Ég fór samt ógeðslega varlega..!

Á morgun er hið árlega þorrablót systkina föður míns.. og læt ég mig að sjálfsögðu ekki vanta.

18. jan. 2004

Pictures from the julefrokost/goodbye party on floor 3.3. Børglum Kollegiet Århus.

Here it is.

Pictures from the christmas party at the classical department of Det Jyske Musikkonservatorium in Århus.

Here it is.

Myndir frá ferð kennaradeildarnema Tónlistarskóla F.Í.H. í mars 2003 til Kaupmannahafnar og Stokkhólms.

Hér getið þið tékkað á strákunum.
Jæja ekki er maður nú dauður... bloggskorturinn stafar af internet leysi á mínu heimili.. jamm svona er maður skrýtinn...! Annars er Sice farin til síns heima í bili. Kemur aftur eftir um 3 vikur.
Ég er þessa dagana að æfa fyrir söngkeppni MR, sem verður á NASA að ég held næsta fimmtudag. Egill, Siggi og Kristinn skipa restina af bandinu. Alltaf hressandi að spila með drengjunum.
Kíkti á Grand Rokk í gær og sá þar hið ágætasta Red Hot Chili Peppers cover band.. sérstaklega stóð Pétur bassaleikari sig vel.. gaman að því...!

7. jan. 2004

Hvers dagur er inni, brauðstrit vort að finni, lífinu farveg að sinni og salt í graut sem sár.

Jæja þá er kennsla hafin að nýju í tónlistarskólum landsins. Sjálfur fór ég í tíma til Sigga Flosa í gær og var aðalega verið að spá í dagskrá burtfaratónleikanna komandi. Ég held ég sé barasta búin að setja saman dagskrá með 8 lögum þar af helmingurinn (að svo komnu máli) frumsaminn. Svo er bara að hóa saman mannskap.. ég er búinn að fá mynd á hann í huganum, en á eftir að hringja í alla kappana. Verður sennilega sjö manna band ef allt gengur eftir.

Svo hóf ég sjálfur að kenna í dag í TR, fer rólega af stað eins og gengur. Eitthvað um að menn væru ekki alveg komnir úr "jólafríi"...!

Hmm. Bíllinn minn var að koma úr viðgerð.. tæpur 60.000 kr. æðislegt...!

2. jan. 2004

I want my time back!!

Er varla orðum á eyðandi.. var eiginlega búinn að gleyma því .. en..!!

ÁRAMÓTASKAUPIÐ SÖKKAÐI FEITT....!!! DRASL...!

1. jan. 2004

2004 ... ég skal segja ykkur það..!

Blessað og gleðilegt árið og takk fyrir ellismellinn 2003 allir saman...!!!

Maður er nú aldeilis bara búinn að vera að hafa það gott. Hangið í Reykjavík í snjósköflum og klaka... kíkt í laugarnar. Við rúlluðum upp í Borgarnes til foreldra minna að kvöldi 30. des. Í gær (31. des) eftir ferð í heitu pottana, tók karl faðir minn okkur Sice (fyrst og fremst þó fyrir hana) í útsýnis-/skoðunarferð um Borgarfjarðarhérað. Hann varð að fara í einhverskonar mælingar-/eftirlitsferð, þannig að við skröltum með. Snjór út um allt og frábært veður. Stemming góð.
Svo var bara matur, rauðvín sjónvarp og flugeldar..... meira sjónvarp, rauðvín og ostar.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker