24. júl. 2004

Lyckliga vinnare i Nordic Jazz Comets !!!

Ég er alveg full viss um að félagar mínir í Autoreverse stóðu sig með prýði á "Nordic Jazz Comets 2004". Það voru hins vegar finnsku gellurnar og gæjarnir í Kvalda sem báru sigur úr býtum. Ég óska hlutaðeigandi velfarnaðar!Kvalda:
Aili Ikonen - vocals
Antti Kujanpää-piano
Jori Huhtala-bass
Hanne Pulli-drims

Quintet Sigurdórs Guðmundssonar rafbassaleikara, mun gera víðreist um landið á næstu dögum.

Hljómsveitin spilar á eftirtöldum stöðum:

Miðvikudaginn 28 júlí: Duus Hús/Menningarhús, í Reykjanesbæ, kl. 21:00

Fimmtudaginn 29 júlí: Græni Hatturinn, á Akureyri, kl. 21:00

Föstudaginn 30 júlí: Gamli Baukur, á Húsavík, kl. 22:00

Þriðjudagur 3 ágúst: Grand Rokk, Smiðjustíg 6, 101 Reykjavík, kl. 21:30

Aðgangseyrir á tónleikana er 1000 kr.

Hljómsveitin varð til í Árósum í Danmörku síðastliðinn vetur, en þar stundaði Sigurdór nám við “Det Jyske Musikkonservatorium”, sem skiptinemi frá Tónlistarskóla F.Í.H.

Hljómsveitina skipa:

Sigurdór Guðmundsson: rafbassi
Sigurður Þór Rögnvaldsson: rafgítar
Søren Mehlsen: trommur
Hans Christian Erbs: trompet
Morten Bruun: tenor saxafónn

Morten og Søren eru meðlimir í Paven tríóinu sem vann “Ung Jazz 2003” í Danmörku og gerði garðinn frægan á "Young Nordic Jazz Comets” síðar sama ár.

Hans Cristian er fjölhæfur trompetleikari og leikur með nokkrum stórsveitum sem og smærri jazz, funk og popp böndum.

Sigurður og Sigurdór útskrifuðust báðir úr Tónlistarskóla F.Í.H. síðast liðið vor. Þeir hafa komið víða við. Sigurður spilar t.d.með Black Coffee og er nýkominn heim frá “Young Nordic Jazz Comets 2004” þar sem hann spilaði með “Autoreverse”. Sigurdór og Sigurður léku einnig með “Angurgapa” á “Ung Jazz Reykjavík” í mars síðastliðnum.

Tónlist Quintetsins er frumsamin af meðlimum bandsins á seinustu misserum og jafnvel seinustu dögum.

Vonumst til að sjá sem flesta!

Nánari upplýsingar um bandið má finna hér!!!.


Hans Christan Erbs


Paven


AngurgapiSteik!!

HAHA!

19. júl. 2004

Við haug Skallagríms Kveldúlfssonar.Hér stend ég við haug, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-, langa-afa míns. Blessuð sé minning hans!

Vegir liggja til allra átta .. right??

Gott að kíkja á þetta áður en maður gerir ferðaáætlanir.

Fór á Hafnarfjallið á laugardaginn.. er enn með harðsperrur!

Við skelltum okkur í smá fjallgöngu á laugardaginn. Markmiðið var að komast alla 844 metrana á topp Hafnarfjalls (Mt. Hafnarfjall). .
Lítur svo sem ekki illa út.

Það sem gerir þessa göngu erfiða er nokkuð laus möl/grjót á köflum og svo er þetta soldið bratt á köflum.Uppgangan tók u.þ.b. 1 klst og 40 mín. með smá öndunar og útlits pásum.En svo hafðist þetta allt á endanum og allir voru hressir á toppnum.Niðurleiðin tekur sirka helmingi styttri tíma og á meira skylt við stórsvig heldur en göngu. En það sluppu allir lifandi. Hundurinn var samt ansi sárfættur og ég var smá sólbrenndur í fram. Stuð!!!

MORE NEW PICS HERE


Í gærkveldi skutlaði ég Sice til Hóla í Hjaltadal, þar sem hún verður næstu 4 vikur að skola drullu af beinum og drasli. Það verður opið "hús" hjá Hólarannsóknin næsta sunnudag... kannski maður kíki í heimsókn!

17. júl. 2004

Svarta kaffið.Við Sice kíktum á tónleika Röggu Gröndal og Black Coffey á Búðarkletti í gærkveldi. Einhverstaðar sáum við auglyst að þeir byrjuðu kl. 20:00, sem kom svo á daginn að stóðst engan vegin, enda nokkuð súr tímasetning hjá Fréttablaðinu. Tónleikarnir hófust upp úr kl. 22:30 og var mætingin ágæt og bandið mjög gott.

15. júl. 2004

Was'appenin'man?

Nú það er helst í fréttum að Sice er komin til landsins. Hún fer að Hólum sennilega næsta mánudag. Tíminn þangað til verður notaður í heimsóknir og ferðalög. Annars er það bara vinnan, en hlustunarverkefnið klárast á morgun, a.m.k. skráningar hlutinn. Einhver eftirvinnsla er líkleg.

Ég veit ekki betur en að Ragga Gröndal og Svarta Kaffið sé að spila á Búðarkletti í Borgarnesi á föstudagskvöldið (16. júlí). Þannig að við skötuhjúin kíkjum örugglega þangað.

Nemlig!!

Sigurdór Guðmundsson Quintet - Iceland tour 2004

Smá kynnigu á félögum mínum og þessu verkefni má finna hérna.

11. júl. 2004

Ég og Arnar Freyr í feitu chilli!

Þegar ég var í Århus þá ræddum við Jesper Sörensen möguleikann á því að fara í fjallaferð í sumar. Ég minntist þess að afi hefði átt litla rútu sem komst ýmislegt. En svona lítur hún út í dag.

Skóga jazz undir fjöllum og fleiri tengingar.

Laugardagurinn fór í ferða- og jazzlög .. í tvennum skilningi. Kíkti austur að Skógum undir Eyjafjöllum til að tékka á jazz stemmingunni sem þar var í gangi. Við komum inn í miðja tónleika í Byggðasafninu á Skógum, til minningar um Viðar Alfreðsson, þar sem Snorri Sigurðarson var fremstur meðal jafningja. Borðleysi gerði það að verkum að við stöldruðum stutt við og héldum í Vík í Mýrdal, þar sem afi minn og amma eru sér til hressingar, annars búa þau öllu jöfnu á Eyvindarhólum.

Ekki annað hægt en að það sé mynd af gamla á netinu.

Um kl. 21:00 fórum við aftur að Skógum og nú í stórt tjald sem var búið að planta fyrir utan Hótel Skóga. Þar voru að hefjast rúmlega 3 tíma jazztónleikar þar sem eftir taldir létu gamminn geisa:

Andrea Gylfadóttir – söngur
Kristjana Stefánsdóttir – söngur
Sigurður Flosason – saxófónn
Jóel Pálsson – saxófónn
Snorri Sigurðarson – trompet
Þórir Baldursson – Hammond orgel
Guðmundur Pétursson – gítar
Gunnar Hrafnsson – kontrabassi
Erik Qvick – trommur
Pétur Grétarsson – trommur og slagverk.

Þetta var bara hin prýðilegasta skemmtun. Gott framtak.

Nú svo þekkti maður eða kannaðist við haug af fólki. Sá fyrrum vert úr Munaðarnesi, hann Magnús. En ég vann nokkur sumur við viðhald sumarhúsana og umhverfis í Munaðarnesi þegar ég var 15-18 ára. Svo var þarna stelpa sem ég man ekki hvað heitir, en hún spilaði á sax í stórsveit FÍH. Nú svo kannaðist mamma við þrjá menn, sem ég hélt til að byrja með að væri sami maðurinn, en þar fóru tvíburar og bróðir þeirra. Pabbi þeirra kenndi mömmu í Skógaskóla hér á árum áður. Einn þeirra bræðra, Guðni Sigurðsson, er svo tengdafaðir Jóels Pálssonar, faðir Bergþóru Guðnadóttur sem sagt. Svo sá ég Erlu frænku, sá reyndar dóttur hennar, Guðrúnu Ástu áður. Svo var saxafón ungliðinn og frændi minn Aron Steinn Ásbjarnarson og systir hans, Anna Margrét á svæðinu. Sem sagt almennur hressleiki og fullt af kunnuglegum andlitum, svo ekki sé meira sagt.

Við keyrðum svo heim um nóttina og sáum þetta og svo eftir að það var búið að skila mér til míns heima óku þau (mamma og Ásmundur bróðir) framhjá þessu!

9. júl. 2004

hot day !

... and it's gonna be a hot day in Iceland today ... 25°C ... Nice!

You Turn

Jæja þá!! kominn "linkur" á kantinn af laginu mínu "You Turn"

Spilað af þeim:
Agnar Már Magnússon: hljómborð/rhodes
Ingvi Rafn Ingvason: slagverk
Ívar Guðmundsson: trompet
Jóhann Óskar Hjörleifsson: trommur
Sigurdór Guðmundsson: rafbassi
Sigurður Þór Rögnvaldsson: rafgítar
Steinar Sigurðarson: tenor sax

Njótið!

8. júl. 2004

Music in the Brain.

.... Investigator: Peter Vuust.

"Music is experienced and understood on the basis of the meter. This could be exemplified by listening to a simple song starting on the "wrong" beat of the bar. In contemporary styles of music polymetric structures create tension between a counter pulse and the main pulse comparable to the tension created by bitonality. This exerts a marked influence on the listener, particularly when the experience of the original meter is maintained during the counter pulse. That is a demanding task, but it is an essential requirement for the understanding of the musical structure."

Magnaðar pælingar hjá fyrrum bassakennara mínum við DJM, sem stundar heilarannsóknir í hjáverkum.

Aarhus International Jazz Festival

"From Al Jarreau, Milton Nascimento and Ed Thigpen via Chris Potter, Yellowjackets, Ladysmith Black Mambazo and Chacón / Marcussen Quintet feat. Billy Hart to Tortoise and Electronic Jazzjuice.
From Swing and New Orleans via be- and hardbop plus freejazz to the new electronic trends.
From the listening in the Concart Halls via Big Band-Ball to the tents with the possibility for sing-a-long and a dance....
Yes, time is up for yet another Jazz Festival i Aarhus."


Hmm væri nú alveg til í að sjá Yellowjackets.

Svo verða Paven, Järv, Peter Vuust/Mads Bærentzen Duo, Funky Butt feat. Gregory Boyd , Dave O’Higgins and His Danish Nuts, Chris Potter Group.... svo fátt eitt sé nefnt og flestum sem ég þekki sé plöggað ... en það verður að segjast að þessi jazzhátíð tekur ónefnda jazzhátíð í *******ið...!!!

Góðar Stundir!

7. júl. 2004

Here is the "rough" plan of the ********** Iceland tour!

Plan:

• Monday 26 july. Arrival 14:15. Meeting and Rehearsal, 18:00.
• Tuesday 27 july. Rehearsal, 12:00
• Wednesday 28 july. Rehearsal 12:00 - 15:00/16:00, Blue Lagoon 17:00. Gig in Duus House in Keflavík 21:00
• Thursday 29 july. Going from Reykjavík around 14:00 drive to Akureyri, gig at Græni Hatturinn (The Green Hat), 21:00. Sleeping in Húsavík
• Friday 30 july. Whale watching 10:00-13:30, (14:00) “sightseeing” Námaskarð (geyser area, “looks like the moon..!!”), gig at Café Nielsen in Egilsstaðir (21:00/22:00).
• Saturday 31. july. Chill and fun in Neskaupsstaður (where Siggi is playing) festival.
• Sunday 1. august. (12:00) Drive to Reykjavík. (possible sight seeing on the way, waterfalls etc...)
• Monday 2. august. Recording session (FÍH) (13:00)
• Tuesday 3. august Gig at Grand Rokk in Reykjavík (21:30)
• Wednesday 4. ágúst Go home!

Image Is Nothing

Sice kemur í næstu viku...

..og fer að Hólum í Hjaltadal skömmu síðar!


Um 15 þúsund gripir fundnir við fornleifarannsóknir á Hólum í HjaltadalFornleifauppgröftur við Hóla í Hjaltadal hófst að nýju fyrir nokkrum dögum en þetta er þriðja sumarið sem grafið er á þessum gamla biskupsstóli. Við uppgröftinn hefur m.a. fundist prentsmiðja frá 17. öld og hús frá upphafsárum biskupsstólsins, þ.e. frá því snemma á 12. öld. Yfir 15 þúsund gripir af ýmsum toga hafa komið í ljós við rannsóknina.
Í júní hefur hópur fornleifafræðinga og nema verið við störf á staðnum, en þá fór fram vettvangsskóli fyrir nema í fornleifafræði við Háskóla Íslands. Fengu nemendurnir að taka þátt í uppgreftinum, kynnast aðferðum og störfum fornleifafræðinga á vettvangi sem og að hlýða á fyrirlestra. Fimmtán nemar voru í vettvangsskólanum í ár og nokkrir þeirra munu starfa áfram við rannsóknina á Hólum í sumar auk 33 sérfræðinga á ýmsum sviðum frá fjölmörgum löndum, t.d. Grikklandi og Úkraínu. Munu þeir einnig starfa við uppgröft við Kolkuós en að rannsóknunum standa þrjár meginstofnanir, Þjóðminjasafn Íslands, Byggðasafn Skagfirðinga og Hólaskóli.

Svæðið stækkað

Í sumar verður sjónum í rannsókninni á Hólum einna helst beint að elsta húsinu sem fundist hefur á staðnum, frá þeim tíma sem biskupsstóllinn var settur, árið 1106, að sögn Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræðings sem stýrir rannsókninni. Húsið fannst árið 2002 og er ekki að fullu vitað um hvers konar hús er að ræða. "Þá komum við niður á sjálft eldstæðið sem er einhvers konar langeldur og við gátum aldursgreint að það sé frá 12. öld," segir Ragnheiður um fundinn.

Þá hefur fundist prentsmiðja á svæðinu sem er frá 17. öld. "Við ætlum í sumar að stækka svæðið í kringum prentsmiðjuna. Það eiga fleiri hús að hafa tilheyrt henni og við ætlum að reyna að sjá hvort þau koma ekki í ljós og fá þar með meiri skilning á því hvernig prentverk hefur farið fram fyrr á tímum." Ragnheiður segir að vonir standi til að hægt verði að komast að leifum fyrstu prentsmiðjunnar, sem reist var um 1530 á Hólum.

Auk sjálfs fornleifauppgraftarins fer fram heilmikil greiningarvinna á staðnum sem unnin er af ýmsum sérfræðingum, t.d. plöntusérfræðingi og dönskum sérfræðingum í beinagreiningum, á stórri rannsóknarstofu sem er nú á Hólum. Öll gögn um muni og annað sem í ljós kemur í rannsókninni eru samstundis sett inn í tölvuforrit sem auðveldar alla greiningu til muna.

Þá verður haldin ráðstefna á Hólum 7. ágúst nk. um Hólarannsóknina sem og hugsanlega aðrar fornleifarannsóknir sem nú standa yfir með styrkjum frá Kristnihátíðarsjóði.

Almenningur fær að fylgjast með

Nýsköpunarverkefni sem miðast að því að gera fornleifarannsóknir aðgengilegar fyrir börn á aldrinum 4-12 ára hefur verið unnið samhliða rannsókninni. Út er komin verkefnabók og litabók og verður efni tengt verkefninu innan skamms sett á Netið þar sem einnig er hægt að fylgjast með gangi rannsóknarinnar á Hólum í sumar.

25. júlí verður fornleifadagur á Hólum, þar sem almenningur getur komið og kynnt sér rannsóknina og fengið að taka þátt í henni. "Börnin fá að sigta og skoða rannsóknarstofuna," segir Ragnheiður. Þá er alla fimmtudaga og laugardaga kynning á Hólarannsókninni fyrir almenning og leiðsögn er hægt að fá um staðinn alla daga vikunnar.

Myndir frá vettvangsskólanum

3. júl. 2004

*geisp*

LAAAAANGT síðan maður hefur sofnað um miðnætur bil á föstudegi. Er ég orðin svona mikill haugur?? Eða bara 5-6 tíma svefn og ræktin 4 sinnum í þessari viku!! Kannski...! Þurfti amk að vakna snemma í dag. Tók báðar vaktirnar í hlustuninni í FÍH, 09:00-18:00.

Þetta kemur sér gríðarlega vel, nauðsynlegt að teygja!!! ...og teygja!!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker