16. ágú. 2006

Seinasti dagur í sumarfríi......

kennarafundir á morgunn, svo undirbúningur næstu daga. Kennsla á fullu í næstu viku .. jei!

14. ágú. 2006

Mitt, svæði, mitt hljóð.

Mér hefur ekki tekist að logga mig inn á Myspace síðan fyrir nokkrum dögum síðan og er það súrt.

En þar er auglýst gigg þann 16. ágúst (næsta miðvikudag) á Pravda. Þeir tónleikar falla niður, því miður.

Góðar stundir.

10. ágú. 2006

RúbíkóHljómsveitin Rúbíkó spilaði jómfrúar tónleika sína um síðastliðna helgi. Nett stemming og fólk í fíling.

Meðlimir Rúbíkó eru:
Hrund Ósk Árnadóttir - söngur.
Egill Antonsson - hljómborð.
Birgir Baldursson - trommur.
Sigurdór Guðmundsson - rafbassi.
Birkir Rafn Gíslason - gítar.

Eðvarð Lárusson leysti þó Birki af í þetta skiptið.

Rúbíkó verður næst með tónleika á Hressó þann 25. ágúst.

9. ágú. 2006

Útkeyrður eftir hringavitleysu...

Ég keyrði hringveginn um helgina. Lagði af stað 13:15 á sunnudag og kom heim um kl. 14:00 á þriðjudag. Gisti á Djúpavogi og Hólum í Hjaltadal. Sice og Signe frænka hennar voru aðalástæða ferðarinnar. Sjá landið og svona... Skoðuðum fossa og jökla, heiðar og hálendi. 1500 km frá föstudegi fram á þriðjudag. Hressandi..? Fer eftir því hvernig maður lítur á það.

Are you a "fool"?

2. ágú. 2006

Nördismi

www.myspace.com/sigurdor

Fjarskip - ti -- Skipt um fjarskiptaþjónustur... þá eða...

Ég skipti um gms-þjónustu(-aðila) um daginn. Var hjá OgVodafone og fannst ég vera farinn að borga óþarflega mikið. Skipti yfir til SKO (SKO rokkar... fyrir Skonrokk...) og til að gera langa sögu stutta þá er ég mjög sáttur við að vera að borga sirka 1/3 af því sem ég borgaði áður.

Einnig skipti ég yfir til Hive (Hive max 12MB tenging með heimasíma), var áður í viðskiptum við Símann, með nettengingu í gegnum H.Í. Þannig að nú er maður með frísklegan hraða og hringi frítt í alla heimasíma burtséð frá því í hvaða kerfi það er.

Ég lenti alltaf reglulega í miklu böggi í "samskiptum" við blogger, en eftir að ég skipti yfir, fékk náttúrulega nýjan BEINI, þá hefur allt verið í himnalagi.

Og já ég er með heimasíma ... fyrir ykkur sem finnst það skipta máli ;)

Nett.

Ekið, hlustað og haldið vatni...

Það var mikið ekið um þessa nýliðnu helgi. Ferðaðist um 1000 km. Fór til Sice að Hólum, í heimsókn. Skelltum okkur á föstudagskvöldið á Sigur Rósar tónleikana í Öxnadalnum. Sniðugt umhverfi fyrir tónleika. Ég hef ekki séð Sigur Rós á tónleikum síðan á seinustu öld einhverntíman. Ég hélt alveg vatni yfir þeim, öfugt við suma aðra, frétti ég. Það eru að mínu viti tveir hæfileikamenn í bandinu. Sérstaklega fíla ég hljómborðsleikarann. En svona almennt gera þeir ferlega lítið fyrir mig.

Annars var ég á æfingu áðan... það var heitt og sveitt. Lítið lokað stúdíó ... heitt úti .. sveittara inni. Nett.

Ég gerði heiðarlega tilraun til að ná í skottið á tónleikum "Trio Utlendish" sem voru á Kaffi Kúltúre. Missti af þeim en náði þó að heilsa upp á fullt af góðu fólki sem ég hef ekki séð lengi.

Í öðrum óspurðum fréttum þá hvarflaði að mér að semja lag í "speed metal polka" takti í gær ... held ég sleppi því samt.

.... je!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker