2. ágú. 2006

Fjarskip - ti -- Skipt um fjarskiptaþjónustur... þá eða...

Ég skipti um gms-þjónustu(-aðila) um daginn. Var hjá OgVodafone og fannst ég vera farinn að borga óþarflega mikið. Skipti yfir til SKO (SKO rokkar... fyrir Skonrokk...) og til að gera langa sögu stutta þá er ég mjög sáttur við að vera að borga sirka 1/3 af því sem ég borgaði áður.

Einnig skipti ég yfir til Hive (Hive max 12MB tenging með heimasíma), var áður í viðskiptum við Símann, með nettengingu í gegnum H.Í. Þannig að nú er maður með frísklegan hraða og hringi frítt í alla heimasíma burtséð frá því í hvaða kerfi það er.

Ég lenti alltaf reglulega í miklu böggi í "samskiptum" við blogger, en eftir að ég skipti yfir, fékk náttúrulega nýjan BEINI, þá hefur allt verið í himnalagi.

Og já ég er með heimasíma ... fyrir ykkur sem finnst það skipta máli ;)

Nett.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker