25. okt. 2005

Hressasti dúett í Kópavogi og nágrenni


Maður kemst varla inn úr dyrunum...!


Pósurnar maður... pósurnar...!


Sönglandi fyrir framan "altarið"!

23. okt. 2005

Helgin:

Tókum æfingu með bandinu hans Egils. Ekki fullmannað alveg enn... en lofar góðu bara, svei mér þá!

Sice kominn heim í heiðardalinn, og ég orðin fjölskylda aftur!

19. okt. 2005

Daglegt brauð með osti...

Stórtíðindalaus dagur.... alveg...

Vinna fyrir brauðinu... borða brauðið...! Slappa af!
Æfa sig. Æfði mig milli 22:00 - 01:30 (sirka) mjög góður tími í svoleiðis athafnir!

Fann þetta vídeó af laginu "You Can Call Me Al". Hér! (Edit:) Chevy Chase (eða eltingaleikur á Chevy) og Paul Simon að fíflast/mæma fyrir framan vélina. Sérlega broslegt að sjá PS "mæma" hið snilldar bassabreik afríska bassaleikarans Bakithi Kumalo.

ps. Djöfull er Paul lítill... alger dvelli!

18. okt. 2005

The Gemini Incident

Var að chilla yfir Idol Extra á Sirkus meðan ég lá á meltunni áðan. Engan vegin í frásögur færandi svo sem. Fyrir þá sem ekki þekkja þáttinn, þá er þetta svona "handan tjaldanna" þáttur. Fylgst með keppendum og dómnefnd á bak við tjöldin. En glyrnurnar á mér stækkuðu af undrun þegar Bubbi tók að syngja (laglínu án texta, upp úr sér að því er virtist). Ástæðan var þessi: Laglínan byrjaði alveg eins og laglínan í C kaflanum í "You Turn" sem ég samdi fyrir 2 árum. Ekki nóg með það... heldur hélt hún áfram að fara sömu leið og línan sú... og hann endaði eins... sem sagt hann beisiklí söng C kaflann! Hvort hann hafi heyrt lagið, hef ég ekki hugmynd um. Svo er líka spurning hvaðan í ósköpunum þessi laglína kom í upphafi (til mín þ.e.a.s.)
Nú verð ég eiginlega að sjá þáttinn í endursýningunni til að tjékka hvort ég hafi ekki heyrt rétt! ;-)

Fyndið.

Alltaf spurning hvað maður skýrir færslunar!

Ég er þokkalegur ... en þið?

Sice framlengdi aðeins Danmerkur dvölinni. Fékk meiri vinnu og nýjann flugmiða heim, þannig að vaðandi hressleiki þar.

Ansi margir gamlir og góðir "félagar" á ferðinni HÉR!

nú og .. jamm.. takk fyrir og góða nótt!

16. okt. 2005

Frábær pistill um Frank Zappa & The Mothers of Invention plötuna Freak Out! á djdurutti.blogspot.comTjékkit át!

Fyrstu kynni okkar af Suzy Creamcheese er einmitt á þessari plötu.

Male voice: Suzy?
Female voice: Yes?
Male voice: Suzy Creamcheese?
Female voice: Yes?
Male voice: This is the voice of your conscience, baby... ah, I just want to check one thing out...hope you don't mind.
Female voice: What?
Male voice: Suzy Creamcheese, honey, what's got into you?

Fór á fyrirlestur um lesblindu (sem er engan vegin nógu gott orð, skilst mér) í morgun!


Hvað er lesblinda?
Hvernig getur þú vitað hvort um lesblindu sé að ræða?

Hér er listi yfir algeng einkenni lesblindu. Birtast einhver af þessum einkennum í lífi eða starfi?

Þú getur líka gert könnun á sjálfum þér á www.davisdyslexia.com

Sjón
Breytir eða víxlar útliti og röð stafa eða talna. Slæm stafsetning.
Sýnist stafir og tölur fara á hreyfingu, hverfa, stækka eða minnka Sleppir úr eða breytir stöfum, orðum og línum við lestur eða skrift. Sleppir úr eða hunsar greinamerki og hástöfun.

Heyrn
Á í erfiðleikum með talhljóð.
Heyrir hljóð og orð sem aðrir heyra ekki.
Er ásakaður um að hlusta ekki eða fylgjast ekki með.
Heyrist hljóð vera hljóðlátara eða háværara, nær, eða fjær en þau eru í raun.

Jafnvægi og hreyfing
Svimi eða flökurleiki við lestur. Er áttavilltur.
Getur ekki setið kyrr
Á í erfiðleikum með skrift (skrifblinda) Jafnvægis- og samhæfingarvandamál.

Tími
A erfitt með að sitja kyrr og halda athygli lengi (athyglisbrestur) Getur ekki lært stærðfræði (reikniblinda)
Á erfitt með að lesa á klukku og vera á réttum tíma.
Sætir gagnrýni fyrir dagdrauma og að lifa í ímyndunarheimi. Truflast auðveldlega af umhverfinu.
Á í erfiðleikum með rétta röð (að setja hluti á sinn stað) og ákveða forgangsröð.

Ef talsverður hluti ofangreindra einkenna koma reglulega fyrir er lesblinda líklegasta skýringin. (þessar skilgreiningar er að finna á www.lesblinda.is)
Fyrirlestur Nóru Korblueh - norak@hn.is

14. okt. 2005

Föst u dag urrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr!

Sérlega "pródukctívur" morgun.

Hófst á æfingu/djammi með sérlega fínum hópi manna.

Írski gítarleikarinn Simon Jermyn hóaði í mannskapinn og töldum við í nokkur af hans lögum, einn sálm og frjálsan spuna. Ásamt okkur tveimur voru Eiríkur Orri Ólafsson á trompet og Scott McLemore á trommur.

Músíkin var mér að skapi. Skemmtileg grúfandi/rokkandi með mikið af free spuna.

Fór í klippingu til Jolla og útréttingar í Tónastöðinni.

Svo bara kennsla og stuð.

Er farinn í pizzu og ædol hjá sys...!

Hej!

13. okt. 2005

Dig it ...

Komst reyndar í ræktina í dag áður en ég fór að vinna ... Very nice.

Annars stórtíðindalaust ...

og þó...!

En ... bíð með það .. !

8. okt. 2005

Ansi ærlega kindarlegar fréttir úr sveitinni

Sauðaorðabók.

Idol supersized

Var að koma frá sys þar sem við gláptum Ædolið. Má brosa að þessu. Set þó spurningamerki við sumt af því sem sýnt er í þættinum. Var líka að frétta að Stöð Tvö ætli að mjólka þetta fram á vorið...! Hlýtur að vera að selja... spurning hvort þeim takist að halda áhorfi. Hmmm.. who gives a ****!

Sá einnig Supersize Me. Alveg eitt ár síðan síðast. Álíka sjokkerandi.
Þar sem ég er búinn að vera að éta lambalæri frá því á þriðjudag þá er svolítið freistandi að taka kjötfría viku í næstu viku! Meira grænmeti og ávexti.... sakar aldrei!Best að bjóða upp á FEITANN ZIP Mc-Funker af því tilefni...!

(Download) Mc Funker

Næringarinnihald:

Fat Dancer - John Scofield - Bar Talk
Fat Mama - Herbie Hancock - Fat Albert Rotunda
Fat Albert Rotunda - Herbie Hancock - Fat Albert Rotunda
Fat Time - Miles Davis - The Man With The Horn
Fat - Violent Femmes - 3
Fat Lip - John Scofield - Time On My Hands
Fat Judy - John Patton - Heroes Of The Hammond : So Blue So Funky
Fat Cat - Alain Caron - Rhythm N' Jazz

bonus (detox): Fat Controller - Squarepusher - Hard Normal Daddy

7. okt. 2005

Eldgosið í Heimaey framan á "Night Passage" með Weather Reporthttp://www.kodak.com/global/en/professional/features/legendsV4Q1/volcanoes.shtml

1973 Photographs "New Dawn", volcanic eruption in Heimaey, Iceland. "Probably the turning point for my photography. I had seen an article in the New York Times about the volcano that morning and I flew there that evening. It was like being in the center of a science fiction movie! This whole town was a very active volcano and I was experiencing the ultimate reality trip. This was a focal point for me and I decided to get more involved in conceptual photography." Advertising for Coty, American Airlines, Chase Manhattan Bank, Xerox.


http://www.peteturner.com/Volcano/index.html


whazz up??

Jesper kíkti í heimsókn á þriðjudaginn og elduðum við okkur dýrindis lambalæri. Við reyndum ítrekað að bjóða fleirum til að njóta þess með okkur en það gekk nú ekki eftir, enda vorum við að elda frekar sein. Dagur kom þó og fékk sér bita og dreitil með okkur. Át á mig gat og var svo með magaverki sökum ofáts fram eftir nóttu og næsta dag!

Svo var bara kjaftað og chillað. Jesper fær líka heiðurinn af því að vera fyrsti gesturinn sem gistir hjá okkur. Leiðinlegt að ég hafði ekki tíma til að kíkja á tónleikana sem hann var að spila á í Hveragerði í kvöld.

Sådan går det her!

Sice enn þá að róta í DK. Kallinn bara einn heima.

Hitti Egil á mánudagsmorguninn og töldum við í standarda og ýmsar jazzflugur sem hann er að glíma við í FÍH. Ég alltof lítið verið að spila jazz og spuna músík að undanförnu .. nú eða bara spila yfirhöfuð. Vonandi fer hagur strympu að vænkast í þeim efnum... hóið bara í mig ef þið viljið spila ;) .. mest laus á morgnanna og eftir kl. 21, allur gangur á því svo sem!


jepsen!

3. okt. 2005

Víðsýni á jazz velkomin.

Í Víðsjá í dag var m.a. lagt mat á Jazzhátíð í Reykjavík sem fram fór í síðustu viku.

Kristín Björk Kristjánsdóttir og Lana Kolbrún Eddudóttir, sín með hvora sýn á hvað fór fram. En þær komust nú að sömu niðurstöðu. Það þarf nýtt og freskt blóð...!

Bruni....

Tónleikarnir í gær með Kenny Garrett voru vægast sagt ansi hressandi. Mikil stemmning. Akkúrat Það sem maður þurfti á þeim tímapunkti. Það var helst að flokkinn hefði skort dýnamík. Trommarinn barði settið í strimla og flygillinn færðist úr stað sökum látanna í píanistanum. Ég missti reyndar af því þegar þeir tóku Donna Lee á tempói dauðans, skilst mér. Þvílík tímasetning til að fara á klósettið. Hitti Jesper og fleira gott fólk.

Svo var bara klúbba rölt og stemming fram eftir nóttu. Kom alltof seint heim og var alltof slappur í dag. Uss uss!!

Fyrr um daginn var ég að slæpast um Smáralindina með Ásu systur og Arnari Frey. Verslaði mér t.a.m. skó (kominn tími á það) og tvo nýja diska, "Ég um þig / Me For You" - Kristjana & Agnar, "Mor Duran" - A:Mor. Fínasta músík alveg.

Svo bauð ég Ásu (söngspíru) og Agli í mat fyrir tónleikana og fórum við saman á þá ásamt Sjonna sem bættist í hópinn.

Stuð og fjör...!

1. okt. 2005

Var nú búinn að segja mér það sjálfur!!

What kind of thinker are you?
You are a Musical Thinker

Tend to think in sounds, and may also think in rhythms and melodies
Are sensitive to the sounds and rhythms of words as well as their meanings.
Feel a strong connection between music and emotions

Other Musical Thinkers include
Mozart, John Lennon, Jimi Hendrix

Careers which suit Musical Thinkers include
Musician, Music teacher, Sound engineer, Recording technician

mp3 í boði Jóns punktur isMan in the Green Shirt (Weather Report) - Sigurdór Guðmundsson (Burtfarartónleikar)

Agnar Már Magnússon - hljómborð/rhodes
Ingvi Rafn Ingvason - slagverk
Ívar Guðmundsson - trompet
Jóhann Óskar Hjörleifsson - trommur
Sigurdór Guðmundsson - rafbassi
Sigurður Þór Rögnvaldsson - rafgítar
Steinar Sigurðarson - tenor sax

Malus - The Way It Is

Ása Bjarnadóttir - söngur
Birgir Baldursson - trommur
Sigurður Rögnvaldsson - rafgítar
Sigurdór Guðmundsson - rafbassi

Verði ykkur að góðu.

Meiri jazz...Var að kenna í dag í Mosó. Fór svo beint til Ásu systur í pizzu og ædol gláp og bassaspil með frænda, sem er farinn að faðma bassann meira en mig ef hann sér okkur báða í einu á sama tíma!

Svo náði ég í Egil og við rúlluðum okkur á M&M á Kaffi Reykjavík. Bandið var þrusu gott sem og sándið. Þeir léku við hvern sinn fingur piltarnir. Sérlega vel heppnað.Þar á eftir kom svo Rodent og kvað þá við annan tón. Nokkuð frjálsari og súrari. Stórkemmtilegt engu að síður. Athyglin var nú eitthvað farin að þynnast hjá manni samt og ekki bætti um mikið skvaldur og hlátur og fliss aftarlega í salnum á Kaffi Reykjavík.

Bill Shoemaker on improvised music
"For many, improvised music is the final frontier, the last large blank space on the musical map. In a word, discovery is the deep-seated need that is fulfilled for many by improvised music. Often, it is a need previously met by other forms of music, before they became, after sufficient exposure, familiar, then predictable, and, ultimately, product. The irony is that improvised music is not completely immune from the expectations and fickleness of consumers. People come back and again to improvised music because they have developed a taste for it. They know in general terms what to expect, and their evaluation of the music depends on how those expectations are met, or are supplanted by something truly unexpected and startling. The saving grace of improvised music is it is fated to remain on the fringe. The idea of having improvised music out there, way out there in the unmarketable wild, also fulfills a deep-seated need of many improvised music fans."- Bill Shoemaker, June 2005 in Point of DepartureBloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker