Tónleikarnir í gær með Kenny Garrett voru vægast sagt ansi hressandi. Mikil stemmning. Akkúrat Það sem maður þurfti á þeim tímapunkti. Það var helst að flokkinn hefði skort dýnamík. Trommarinn barði settið í strimla og flygillinn færðist úr stað sökum látanna í píanistanum. Ég missti reyndar af því þegar þeir tóku Donna Lee á tempói dauðans, skilst mér. Þvílík tímasetning til að fara á klósettið. Hitti Jesper og fleira gott fólk.
Svo var bara klúbba rölt og stemming fram eftir nóttu. Kom alltof seint heim og var alltof slappur í dag. Uss uss!!
Fyrr um daginn var ég að slæpast um Smáralindina með Ásu systur og Arnari Frey. Verslaði mér t.a.m. skó (kominn tími á það) og tvo nýja diska, "Ég um þig / Me For You" - Kristjana & Agnar, "Mor Duran" - A:Mor. Fínasta músík alveg.
Svo bauð ég Ásu (söngspíru) og Agli í mat fyrir tónleikana og fórum við saman á þá ásamt Sjonna sem bættist í hópinn.
Stuð og fjör...!
3. okt. 2005
Bloggsafn
-
▼
2005
(227)
-
▼
október
(19)
- Hressasti dúett í Kópavogi og nágrenni
- Helgin:
- Daglegt brauð með osti...
- The Gemini Incident
- Alltaf spurning hvað maður skýrir færslunar!
- Frábær pistill um Frank Zappa & The Mothers of Inv...
- Fór á fyrirlestur um lesblindu (sem er engan vegin...
- Föst u dag urrrrrrrrrrrr...
- Dig it ...
- Life it ain’t real funky... Unless it’s got that pop
- Ansi ærlega kindarlegar fréttir úr sveitinni
- Idol supersized
- Eldgosið í Heimaey framan á "Night Passage" með We...
- whazz up??
- Víðsýni á jazz velkomin.
- Bruni....
- Var nú búinn að segja mér það sjálfur!!
- mp3 í boði Jóns punktur is
- Meiri jazz...
-
▼
október
(19)
Um mig / about me
- Siggidóri
- Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,